Fálkaklettur

Leið númer 38.
Gr.: II L.: 150 m. T.: 1-11l2 klst.
Létt brölt upp austasta klettaranann. II. gr. hreyfingar efst.
Klifursvæði | Esja |
Svæði | Búahamrar |
Tegund | Alpine |
Merkingar |
Leið númer 38.
Gr.: II L.: 150 m. T.: 1-11l2 klst.
Létt brölt upp austasta klettaranann. II. gr. hreyfingar efst.
Klifursvæði | Esja |
Svæði | Búahamrar |
Tegund | Alpine |
Merkingar |
Leið 36e á myndum.
Leiðin byrjar í rennu eða kverk, rétt hægra megin við byrjunina á Svarta turninum.
Bergið er aðeins laust í sér neðst en verður umtalsvert betra eftir því sem ofar dregur.
Spönn 1: 30-40m, 5.6. Hefst í rennu eða kverk og helst í henni upp fyrstu 15m eða svo. Eftir fyrstu tryggingu fer maður inn í áberandi horn með lóðréttum pinch-um sem mynna á kalksteins túfur. Þokkalegur stans í einskonar hellisskúta með stóran stein (boulder stærð) sem hægt er að horfa á bakvið. Stansinn virkar best með stóru dóti, cam #2 og #3 myndu koma sér vel en #4 væri bestur ef að hann er með í för.
Spönn 2: 30-40m, 5.6. Úr stansinum er farið út á bjargið sem hægt er að horfa á bakvið (virkar vera alveg fast) og þaðan er smá klöngur út að næsta vegg. Næsta haft er bratt en með góðum tökum. Áberandi góð flaga liggur til vinstri og þegar komið er ofan á hana er stefnt aðeins til hægri. Góðir tryggingamöguleikar. Spönnin endar á syllunni þar sem að loka spönnin í Svarta turninum byrjar og því er hægt að tryggja seinni mann upp úr boltaða stansinum þar.
Hægt er að brölta upp hægra megin við Svarta turns spönnina (brölt og svo 3m af klifri í kverk) eða klára bara upp loka spönnina í Svarta turninum og fara svo niður klassíska niðurgöngugilið.
Í frumferð töldum við okkur vera í leiðinni Loki en komumst svo að því daginn eftir að Loki er langt til vinstri frá því sem við vorum að klifra. Því er leiðin nefnd Angurboða en það er tröllskessan sem Loki eignaðist með Miðgarðsorm, Fennrisúlf og Hel.
FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 28. apríl 2018, 5.6 trad, 80+m
Leiðin er um 60m teknir í einni spönn því bergið bauð ekki upp á stans á miðri leið.
Dót: þunnir fleygar, stórt dót, lítið dót, Langur prússik til að snara toppinn.
Um 6 millitryggingar fóru inn á þessum 60m og flestar ekkert sérstakar.
FF: Haukur Már Sveinsson og Árni Stefán Haldorsen, 2012, 5.6 M3 X
Vinstramegin við rifin (30b, 31, 31a) eru tvö áberandi horn, stefnt er á vinstra hornið og því svo fylgt upp á brún. IV+ (5.7) 80m Mjög skemmtileg leið í góðu bergi.
FF: Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 3. nóvember 1990
Tveggja spanna leið upp skoruna milli Vesturrifs (31a) og Miðrifs (31), með þröngum lykilkafla, og endar uppi á Miðrifi.
FF. Björn Vilhjálmsson og Snævarr Guðmundsson, febrúar 1989.
20m
Leiðin liggur upp kertið sem aldrei frýs alveg (Nákvæm staðsetning á þessu rómaða hálffrosna kerti óskast).
FF. Guðmundur Helgi Christensen, janúar 1989.
Vantar betri mynd af nærumhverfi Loka
Stutt, en erfiða klettaleid af V. gráðu í kverkinni vestan megin í Loka.
FF: Guðmundur Helgi Christensen og Snævarr Guðmundsson, vorið 1987
Leið númer 38.
Gr.: II L.: 150 m. T.: 1-11l2 klst.
Létt brölt upp austasta klettaranann. II. gr. hreyfingar efst.
Leið númer 35
Gr.: I/II L.: 100 m. T.: 1-2 klst.
Auðveldur klettahryggur og skemmtilegur. Nokkud laus í neðri hluta.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 10. nóvember 1984
Leið númer 37.
Gr.: II (hreyf. III) L.: 80 m. T.: 1-2 klst.
Stutt klettarif. Skemmtilegt klifur. Erfiðust neðst og síðan haft ofarlega.
FF: Torfi Hjaltason og Snævarr Guðmundsson, september 1979.
Leið 30b.
Vinstra megin við Miðrif (leið 31) og hafa þá öll rifin 3 veriö klifin. og er það af gráðu lV.
FF: Jón, Kristinn og Þorsteinn, október 1986
Leið 31a. á mynd
Klettarifið austan megin við Miðrif (leið 31). Leiðin er ein spönn en allerfið (V. gráða) og hlaut nafnið Austurrif.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 1986
Leið númer 31.
Erfið klettaklifurleið og opin í erfiðasta hluta. Gráðuð IV+/V, eða 5.7/8
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 10. apríl 1985,
Mjög líklega gilið rétt hægra megin við Brostna turninn (#22b.). Þessi leið er sett 22a. en gæti hliðrast með nýjum upplýsingum.
Leið upp mjög áberandi gil í klettaveggnum sunnan við 55 gráður norður. Einu erfiðleikarnir voru í fyrstu klettaspönninni og er hún lV. gráða eða 5.6.
FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, haust 1986
Leið 37a, nákvæm staðsetning óljós
Þriggja spanna III gr. leið austarlega i Búahömrum á klettahöfða vinstra megin við Flatnasa (37) . Leiðin er nefnd Hvannartak.
Í frumferðarbókinni segir: Annar veggur vestan við Flatnasa. Brölt upp sprungu rétt hægra megin við hornið. Sprungan er áberandi og liggur upp til hægri. 3 spannir.
FF: Snævarr Guðmundsson og Árni Tryggvason, 7. október 1990
Leið númer 35a, nákvæm staðsetning er óljós.
Annað rif austan við Loka (leið nr. 35). Gráða III. nefnd Gleymska
Í frumferðarbókinni segir: Fyrsti hryggur vinstra megin við Loka. III gráða, 3 spannir. Hryggnum fylgt og sigið niður í gjá á miðri leið (Ekki ósvipað Nálinni)
FF: Snævarr Guðmundsson og Árni Tryggvason, 6. janúar 1990
Leið 30a, nákvæm staðsetning er óljós en þarna rétt til hægri eru rifin þrjú sem ættu að vera nokkuð áberandi
Blönduð klifurleið vestan við leið nr. 31 (Miðrif) og vestasta rifið (30b). Alvarleg spönn þar sem brattur klettakafli er klifinn á þunnum mosa.
FF: Páll Sveinsson og Snævarr Guðmundsson 25.02. 1990, Gráða IV+, ís
Leið ekki merkt á mynd, nánari staðsetning óskast.
fóru klettarif austan við leið nr. 23 (Skráargatið)
FF Snævarr Guðmundsson, Árni Tryggvason og Páll Sveinsson, nóvember 1989 (2 spannir, 5.7).
Leið númer 36 á mynd
Snjór/ís
Gr.: 2 L.:50 m. T.: 1 klst.
Einföld snjórás. Efst er bratt íshaft sem hækkar
leiðina í 2. gráðu.
FF: Óþekkt
Leið númer 34 á mynd
Ís/snjór
Gráða: WI 4 Lengd: 70 m. T: 1-2 klst.
Þröng skora í neðri hluta sem víkkar ofar. Erfiðust fyrstu 30 metrana. Þessi leið hefur verið vinsæl síðustu ár og á heima á listum yfir klassískar leiðir.
Ekki má rugla þessari leið við Nálaraugað í Brynjudal eða Nálarauga í Grænafjallsgljúfri.
FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 29. des. 1984
Lítil skora um 10m frá Nálarauganu, #34. Leiðin er ekki merkt inn á myndina, erum ekki alveg viss hvort þessir 10m eru til hægri eða vinstri við Nálaraugað
Leiðin er blönduð; byrjað er í klettum, ís er um miðbikið og endað er í klettum. En þetta er sjálfsagt misjafnt eftir árferði. Íshlutinn er WI 4, ekki er vitað hve erfiðir klettarnir eru
FF: Jón Haukur Steingrimsson og Þorbergur Högnason, 25. desember 1994, 70m
Leið númer 30 á mynd
snjór/ís
Gr: 1-2 Lengd: 70m. T.: 1 klst.
Þröngt gil með bröttu íshafti efst. A hægri
hönd undir íshaftinu er lítið ísgil.
FF: Óþekkt
Leið númer 32 á mynd
Snjór
Gr: 1 Lengd: 50 m. T:1/2 klst.
Leiðin liggur upp skarð í hömrunum. Nokkuð bratt við brúnina.
FF: Óþekkt
Leið númer 29 á mynd
Gr.: 1. L.: 60 m. T.: L klst.
Leiðin liggur upp snjógil utan á hömrunum. Erfiðleikar fremur litlir og þá helst neðst.
N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil
FF: Óþekkt, 60 m
Leið númer 28 á mynd
Ís/berg
Gr.: 4/5 og IV L.: 30 m. T.: 2 klst.
Erfiðasta leiðin i Búahömrum enn
sem komið er (1985). Blanda af ís- og klettaklifri. Alvarleg
leið i gleiðu horni.
N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 29.des. 1984, 30m
Leið númer 27 á mynd
Þröng skora (renna) er erfiðasti hlutinn í neðri 15 metrunum.
N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil.
FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 17. apríl, 1983, 30m
Leið númer 26 á mynd
Gr.:2/3 L.:60 m. T.: 1 klst.
Skemmtileg leið með erfiðu en stuttu íshafti neðst og síðan upp ísað horn.
N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil
Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru afbrigði af spólunni 1987. Afbrigðið fylgir Spólunni upp 2/3 leiðarinnar en beygir þá til vinstri og fer upp víða sprungu (IV). Mixklifur.
FF: Snævarr Guðmundsson, 26. des. 1984, 60m
Leið númer 24 á mynd
Aðalerfiðleikarnir felast í neðsta íshaftinu.
N er 55 gáður N og 25 er Tvíburagil
FF: Snævar Guðmundsson, 26 des. 1984, 60m
Leið númer 23 á mynd
Litið ísþil sem endar í þröngri
skoru. Leiðin er í öðru gili á vinstri hönd í megingilinu.
N er 55 gáður N og 25 er Tvíburagil
FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 17. apr.1983, 20m