Niðurstöður ljósmyndakeppni Ísalp 2020

Nú styttist í að ársrit Ísalp 2020 fari á flakk um landið og skili sér í póstkassa meðlima. Forsíðu ársritsins príðir ein af þremur vinningsmyndunum úr ljósmyndakeppni klúbbsins, að þessu sinni var það sigurmynd klifurflokksins. Úr nægu var að velja af ótal glæsilegum myndum sem meðlimir sendu okkur í nóvember, en sjóuð dómnefnd skar úr um þær þrjár bestu myndir í hverjum flokki og má sjá þær hér að neðan ásamt nöfnum ljósmyndara og lýsingum. Að sjálfsögðu hljóta þessar myndir sínar síður i ársritinu, ásamt nokkrum fleiri vel völdum myndum úr keppninni sem skreyta blaðið.

Ekki góð hugmynd WI 2

leiðin liggur rétt sunnan við Hvítagull í Hvítárgljúfri. Hún byrjar á sæmilega bröttum ca, 6m háum vegg.  þar fyrir ofan er sléttur kafli sem liggur svo inn í lítið gil með smá ís.  hægt er að sleppa ísnum ef hann er ekki í aðstæðum og klöngrast upp lausa steina þar til er komið er á brún fyrir ofan.  Ekki er mikið af góðum steinum eða ís til að búa til akkeri á toppnum.  Er þá hægt að beita  spektrum eða binda í birkitrén fyrir ofan.

f.f. Magnús Bjarki Snæbjörnsson, Samuel Watson, Emily Rose Óla Bridger.

Klifursvæði Hvítárgljúfur
Svæði Gullfoss
Tegund Ice Climbing

Bútungur WI 3+

Vinstri leið í gili við Dýrafjarðargöng

Lagt er við nýju Dýrafjarðargöngin og gengið inn í næsta gil. Áin um gilið heitir Bæjará. Í gilinu eru tveir flottir ísfossar.

„Stútungur er Þorrablót Flateyringa. Öllum Flateyringum, trúlofðum eða giftum, er boðin þátttaka í Stútungi. Einnig fær ógift fólk, sem komið er yfir þrítugt að vera með. Áður var síðan haldinn Bútungur og var það fyrir ógifta fólkið.“ – Tíminn, mars 1978

Klifursvæði Dýrafjörður
Svæði Bæjará
Tegund Ice Climbing

Stútungur WI 3

Vinstri leið í gili við Dýrafjarðargöng

Lagt er við nýju Dýrafjarðargöngin og gengið inn í næsta gil. Áin um gilið heitir Bæjará. Í gilinu eru tveir flottir ísfossar.

„Stútungur er Þorrablót Flateyringa. Öllum Flateyringum, trúlofðum eða giftum, er boðin þátttaka í Stútungi. Einnig fær ógift fólk, sem komið er yfir þrítugt að vera með. Áður var síðan haldinn Bútungur og var það fyrir ógifta fólkið.“ – Tíminn, mars 1978

Klifursvæði Dýrafjörður
Svæði Bæjará
Tegund Ice Climbing