Öræfasýn

Öræfasýn AI4 200m – N – NW hlið Tindaborgar

Aðkoma um hnappavallaleið. Keyrt upp í 700m og skinnað upp á skíðum upp að vestari hnapp. Svo yfir sléttuna og norður fyrir hnjúkinn. Niður upptakasvæði svínafellsjökul og að tindaborg. Aðkoman tók um 5klst. Skíði skilin eftir neðan við normal leiðina. Farið í brodda og labbað niður fyrir.

Frekar sprungið landslag til að komast að leiðinni og vísara að fara með gát. Leiðin byrjar á stóru bergshrundi sem þarf að fara yfir. Þetta reyndist ansi snúið þar sem lítið hald var í snjónum fyrir axir og þetta var mjög stórt skref. Settur var niður snjóhæll ofan við sprunguna og togað í hann til þess að komast yfir.
Fyrsta spönn var um 55m að áberandi stein í rennuni. 60-70° ís með 3-4m lóðréttum höftum af og til. Lesa meira

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Tindaborg
Tegund Alpine

Kambshryggur

Leið númer 16a á mynd

AI3 M3/4, 600 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 2.maí 2021.

Leiðin liggur úr Kaldárdal, austan við Skessuhorn, upp klettabelti í upphafi og fylgir síðan löngum og áberandi hrygg á Miðfjallskamb. Veiklekar í neðsta klettabeltinu voru eltir upp á hrygginn og honum síðan fylgt að langmestu leyti alla leið upp á topp.

Mestu erfiðleikarnir voru í mixhöftum í byrjun leiðar, sérstaklega í fyrstu spönn, og í næstsíðustu spönn við toppinn. Ís var víða að finna en yfirleitt býsna þunnur. Þá var töluvert mikið af snjóklifri í leiðinni.

Lesa meira

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Kaldárdalur
Tegund Alpine

BANFF 2021!

Til að hita upp fyrir sumarið þá mun Ísalp standa fyrir BANFF fjallakvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís við Hverfisgötu 4. og 6. maí. Eins og fyrri ár sér GG sport um að gera hátíðina mögulega (svo lengi sem heimsfaraldurinn blandar sér ekki í málið).
Það er af nægu að taka og flestir útivistar- og jaðarsports iðkendur og áhugafólk ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: klettaklifur, alpaklifur, skíði, fjallahjól, hlaup og fleira.
ATH. Vegna sóttvarnalaga eru örfáir miðar í boði og því mikilvægt að tryggja sér miða sem fyrst. Einungis verður hægt að kaupa miða á netinu í gegnum tix.is
Félagar í Ísalp geta sótt afsláttarorð á stjorn@isalp.is
Myndir:
Þriðjudagur, 4. maí 20:00
Charge 2
Free As Can Be
Ocean to Asgard
The Chairlift
Pretty Strong: Fernanda
K2: The Impossible Descent
Fimmtudagur, 6. maí 20:00
The Legend of Tommy G
FKT
Climbing Blind
One Star Reviews: National Park
Mount Logan
Slack Sisters
The Secret of Bottom Turn Island
The Ghosts Above

Mother Earth M 7+

Route on the right of Mind Power (D7), that follow an evident crack and then a shield on the top part.

Climbed with pre-placed gear (pinkpoint). There is a bolt at first  that can be use to belay Mind Power and then 2 bolts on the top as anchor.

FA Matteo Meucci and Andrea Fiocca 23/04/2021

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Mixed Climbing

Nýtt undirsvæði, Búahellir í Búahömrum

Búahellir er nýtt þurrtólunarsvæði í Búahömrum í Esjunni. 12 fullboltaðar leiðir hafa verið settar upp.
Aðkoma:
Sama og fyrir Tvíburagil, Skakka turninn og 55. gráður N. Frá þjóðveginum er beygt inn við bæinn Skriðu og bílum lagt þar sem vegurinn tekur 90° beygju nálægt húsunum. Gengið er meðfram námunni og farið yfir girðinguna við járnstaurinn þar sem sést móta fyrir göngustíg. Þaðan eru tveir möguleikar á að komast á svæðið.
1. Bláa línan sem fer nokkuð beint upp, línu hefur verið komið fyrir á erfiðasta kaflanum, 20mín.
2. Rauða línan upp í gegnum Tvíburagil, gengið eftir toppinum og svo niður, 30mín.
Leiðir:
14 leiðir eru fullboltaðar með hringakkeri á toppnum. 95% af axarfestunum hafa verið boruð til og munu verða merkt.
Frá hægri eru gráðurnar um það bil: D4, D5, D5+, D6+, D7+/8, D8/8+, D9/9+, D9/9+, D9/9+, D9/9+, D8, D6+/7, D8+, D8
Það eru þrjú akkeri fyrir ofan brún þar sem er mögulegt að síga niður í leiðirnar og setja upp top-rope: það er mikið af lausum steinum, EKKI síga niður ef fólk er að klifra. Klippið í alla boltana meðan sigið er til að haldast upp við klettinn. Notið hjálm!
Föstum tvistum hefur verið komið fyrir í mest yfirhangandi hlutum veggsins, VINSAMLEGAST ekki taka þá.
Enn finnast lausir steinar í sumum leiðana, verið vakandi meðan klifrað er.
14 tvistar og 60m lína dugar.
Hægt er að klifra á svæðinu allt árið og þarfnast það ekki frosts.
Bergið er gott fyrir utan neðsta gulleita hlutann, léttasta hlutann af leiðunum og svo er restin mjög föst og góð í yfirhanginu.
Látið okkur vita ef þið náið að klifra einhverja af leiðunum svo að við getum uppfært gráðurnar.

Gleymdi þursinn WI 4+

Leið merkt sem 26a.

AD+, WI4+. 200M. – Gráðan segir ekki allt. Getur verið mjög tortryggð, geta verið mjög erfiðar og tæknilegar hreyfingar í stuttum ís/mix höftum
Ístryggingar og klettatryggingar nauðsynlegar
4-6 spannir – Var farið í 5 spönnum 2021.04.05
FF: Óþekkt, Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson fóru leiðina 2021.04.05 og gáfu henni nafn.

Fyrsta íslínan vestan megin við rifið.
Helstu erfiðleikarnir eru fyrstu 4-5 íshöftin. Flest eru þau stutt (undir 10m) en geta verið brött og tæknileg.
Leiðin sameinast leiðum nr. 24, 25, 26 (rifinu) og 27 og fylgir þeim upp 2-3 klettahöft upp á topp. Sá hluti getur verið tortryggður.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skessuhorn
Tegund Ice Climbing

Consolation WI 3

Above the remains of the historic power station in the Merkurá gorge on the True Left. The route went up the cascade to the left of the cave like feature at the bottom. Left again there is a steeper WI4+ variation that looks good. Climbed in two shortish pitchs around WI3/3+. The top out is „mixed“ and you have to hunt hard for a top anchor.

Rich Bell & Adam Watson, 03/02/2020.

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Mörk / Merkurá
Tegund Ice Climbing

Selgil Af Hoffellsdalur WI 3+

The main ravine/gully system draining the North East flank of Hoffellstindur, through the major cliff bands starting just above the valley floor. Approximately 400m in length gaining 250m via a series of around eight „steps“ of wildly varying character. From wide cascades, easy runnels, to narrow steep gully ice. The longest pitch was around 40m.

Rich Bell & Mery González Tejada, 25/01/2021.

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Hoffellsdalur
Tegund Ice Climbing

Rauðárfoss WI 2

Situated in the amphitheater behind Systrastapi Rock when viewed from the highway. Access is easy – park near Kirkjubæjarstofa and follow the marked historic trail from the end of the 205 towards Systrastapi. We climbed the steeper righthand side which is closer to WI2+. This waterfall would make an ideal beginners lead.

Rich Bell & Mery González Tejada, 30/01/2021, one pitch of 50m+.

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Kirkjubæjarklaustur
Tegund Ice Climbing