Villingadalur

Villingadalur er Austasti hlutinn undir norðurhlíðum Skarðsheiðar, djúp dalhvilft sem gegnur SV inn í meginfjallið og rennur Villingadalsá eftir honum. Í botni dalsins má finna 5 ískklifurleiðir auk þess sem hægt er að finna auðvelt stöllótt klifur í gili sunnan við fossana.

Á myndinni hér að neðan má sjá mynd tekna inn dalinn. Við óskum eftir upplýsingum um byrjendaleiðirnarVillingadalur yfirlitsmynd

Hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd yfir aðal fossana.
´

 1. Styx – WI 4
 2. Hades – WI 4
 3. Kharon – WI 4+
 4. Kerberos – WI 3

Villingadalur er merktur inní Ísalp leiðavísi frá 1987, sem sector í Skarðsheiði og hér fyrir neðan má sjá þá mynd úr leiðavísinum.

13. Um Hábrúnir Skarðsheiðar – gönguleið (13km)
14. Villingadalsfossar
15. Mórauðihnúkur – Snjór (600M II.)

Bolaklettur

Bolaklettur stendur stoltur yfir Borgarfirðinum og horfir norður yfir til Borgarnes. Í Bolaklettinum sjálfum er gott færi fyrir ófarnar leiðir en hér eru listaðar leiðir sem hafa verið farnar á undanförnum árum í gili sem liggur inn eftir vestan við Bolaklettinn, skulum við kalla það Innri-hvilft. Í Innri-hvilft hafa verið farnar nokkrar ferðir og eru þar komnar 4 leiðir en þar er einnig tækifæri fyrir hugmyndaríka tækifærissinna.

Bolaklettur

 

Hér sjást allar farnar leiðir í Innri-hvilft.

1. Ég heiti ekki Kiddi WI5
1a. Hard five M8 /WI 6+
2. Niflheimar WI5+
2a. Mávahlátur WI 4
3. Aussie Pickings WI4
3a. Take a walk on the other side of the stars WI 4+
4. Ónefnd WI4
5. Bara ef mamma vissi WI5+

Golíat WI 4

2 spannir. Leiðin er í ísþilinu lengst til suðurs, og alveg hægra megin í því. Liggur upp um 60m brattan ískafla og síðan upp snjógil. Endar á 12-15m löngu lóðréttu kerti. Gengið er niður suður af fjallinu.

Ísþilið til vinstri býður upp á góðar leiðir á bilinu WI3-WI4

 

FF. Davíð(HSG) og Einar Sigurðsson

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Mýrarhyrna
Tegund Ice Climbing

Snæfellsnes

Snæfellsnes spannar stórt svæði, og nokkra sectora. Enginn af þeim er stór. Stærsti sectorinn er Mýrarhyrna, fyrir ofan Grundarfjörð, en það hefur verið gefinn út leiðavísir fyrir hana sérstaklega.

Sectorar

Mýrarhyrna
Hefur að geyma nokkrar af flottustu ísklifurleiðum á landinu. Þær eru frá einni og upp í 5 spannir. Mýrarhyrna er á norðanverðu Snæfellsnesinu, alveg við Grundarfjörð. Keyrt er í vestur út úr Grundarfirði, og þá blasir Mýrarhyrnan við á móts við Kirkjufell. Leiðirnar sem sjást á myndinni snúa í austur. Best er að leggja bílnum við skilti sem bendir á Kirkjufellsfoss, þaðan er svo gengið. Best er að elta girðinguna eins lengi og hægt er.

Leiðarvísir fenginn frá Sigurði Tómas Þórissyni

1. Golíat – WI 4
2. Christian IX – WI 4+
3. Kerling – WI 4+
4. Wake up call – WI 6+
5. Abdominal – WI 5
6. Comeback – WI 5
7. Þvergil – WI 3

Búlandshöfði
Höfði sem er miðja vegu milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Ofan Látravíkur vestan við bæinn Höfðakot eru nokkrar ísleiðir. Þar er áberandi foss með höfða fyrir ofan og í klettabelti fyrir vestan fossinn

Álftafjörður
Ein skráð leið sem Will Gadd og Kim fóru þegar að þau voru hér í sinni frægu ferð 1998

Hítardalur
Ein leið frá Palla Sveins og félögum

Grundarfjörður
Leið frá Bjögga

Lóndrangar
Stærri Lóndranginn er 75m á hæð og hefur verið klifinn á öllum hliðum (N-S-A-V). Stærri drangurinn var fyrst klifinn 1735 og er það elsta skráða klifurleið á Íslandi. Minni Lóndranginn er 61m á hæð og hefur einnig verið klifinn en bara á einum stað og hann er talsvert fáfarnari.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

 1. Stærri Lóndrangi
  1. Upprunalega Lóndrangaleiðin – 5.6
  2. Austurhlið Lóndranga – 5.6
  3. Suðurhlið Lóndranga – 5.6
 2. Minni Lóndrangi
  1. Minni Lóndrangi – 5.6

Miðhyrna

Stök alpaklifurleið upp suðurhrygginn á Miðhyrnu. Fjallið er úr gabbró, svo að það er nokkuð heillegt klifur. Miðhyrna er áföst Þorgeirsfelsshyrnu og er leiðin einnig þekkt undir því nafni.

 1. Suðurhryggur Miðhyrnu – 5.6

Snati ** WI 5+

Leið merkt sem B5

40m. Áberandi 15m fríhangandi kerti niður úr stóru þaki fyrir miðju klettabeltinu. WI5/5+ klifur upp kertið og áfram 20m+ af vandasömu WI5/5+klifri upp á brún. Varúð! Aðal kertið snertir klettinn ekki neitt neðan við þakið og þarf því að fara hér með ítrustu varkárni. Hefur brotnað fyrirvaralaust… Alls ekki leggja í kertið nema það sé amk. mittisþykkt neðst.

FF. óþekkt (En líklega Páll Sveinsson?)

Snati er kertið hægra megin. Mynd tekin í janúar 2014.
Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Nálaraugað
Tegund Ice Climbing

Myndbönd