Fimm í fötu M 5+

Leið númer B15.

Hægra megin í öðru gili vinstra megin við Íste. Greinilegur strompur í efri partinum.
Þétt boltað og þrír boltar í akkerinu (2 á stalli og einn ofar til að auðveldar brölt niður ef menn ætla að TR).
Þessi leið var farin á miðöldum af GHC og PS án aðstoðar borvélar.

Ca. 35m löng

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing

The Italian Job

Þriðja leiðin í Vesturvegg Hvannadalshnúks. Liggur Vestan megin í veggnum og fer upp áberandi foss þar. Leiðin er merkt nr. 3 á mynd.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Hægt er að sækja að veggnum annaðhvort frá Svínafellsjökli eða úr Suðri, þá um Sandfell eða Svínahrygg. Aðkoman er löng og gera má ráð fyrir að lágmarki 12 tíma degi, líklega lengri.

Leiðin er ekki mjög erfið tæknilega en er engu að síður mjög alvarleg. Fara þarf um sprungið jöklalandslag til að komast að veggnum og leiðin sjálf getur verið illtryggjanleg. Bergið í veggnum er mjög laust og tæplega hæft til trygginga.

Gráða: D, WI4

FF: Matteo Meucci og Bergur Einarsson, haust 2014

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hvannadalshnúkur
Tegund Alpine

Glymsgil

Inngangur
Botnsdalur hefur verið um árabil eitt af vinsælli ú´tivistarsvæðum umhverfis Reykjavík. Þannig hefur glymur og gilið niður af honum verið þekkt lengi þó það hafi ekki náð augum ísklifraara fyrr en veeturinn 1994. Þá var Glymur klifinn fyrsta sinn, en fyrir þann vetur höfðu verið kannaðar nokkrar leiðir með auðveldari aðkomu. Sögur fara af fyrri ferðum klifrara til að kanna Glym í vetrarham en þær kannanir féllu fljótt í gleymsku. Vinsælar gönguleiðir liggja upp með báðum brúnum gilsins. Á árunum í kringum seinna stríð voru uppi áform um að virkja Botnsá og nýt þar með þessa geysilegu fallhæð vatnsins niður í Botnsdal. Sem betur fer vour virkjanakostir annars staðar taldir heppilegri á þeim tíma. Í glymsgili geta allir fundið klifur við hæfi. Þar eru leiðir allt frá 10 m upp í 200 m. Fremst í gilinu eru stystu leiðirnar og aðkoman best, eftir því sem ofar dregur verða leiðirnar bæði brattari og lengri. Aðkoman er að sama skapi erfiðari og ekki nema í miklum snjóa- og frostavetrum að gilið nái að leggja alveg inn að Glym.

Fyrir botni Hvalfjarðar er geysistórt móbergsfjall, Hvalfell (850 m.y.s.). Það er myndað við gos undir jökli á síðustu kuldaskeiðum ísaldar eða kvartertíma á m´li jarðfræðinnar. Þegar þetta eldgos átti sér stað hefur Hvalfjörðurinn verið nánast fullmótaður eins og við þekkjum hann í dag og Botnsdalurinn verið mun lengri og dýmri. Hvalfellið stíflar í raun gamla Botnsdalinn og bak við fjallið myndaðist djúpt uppistöðulón, Hvalvatn. Hvalvatn er næstdýpsta stöðuvatn á Íslandi, 160m djúpt, aðeins öskjuvatn er dýpra. Úr Hvalvatni rennur Botnsá niður í Botnsdal og útí Botnsvog. Nokkuð jafnt rennsi er í ánni sumar sem vetur, enda er vatnið senniðlega að mestu leyti upprunnið í lundum sem renna í Hvalvatn. Botnsá liggur á mörkum Gullbringu- og Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu. Í Botnsá er fossinn Glymur, hæsta vatnsfall á Íslandi, 198 m hár. Gljúfrið sjálft hefur ekki sérstakt örnefni utan að vera kennt við fossin sem myndaði það. Um Glymsgil liggur misgengi með stefnu norðaustur – suðvestur, það er ríkjandi sprungustefna á svæðinu og ætti glöggir ferðamenn að taka efitr að mörg gil og skorningar í nágrenninu hafa sömu stefnu og Glymsgil. Algengt er að vatnsföll leiti í gömul misgengi eða brotlínur í jarðvegastaflanum. Þar hefur staflinn þegar verið brotinn upp, sem auðveldar rof og niðurbort af völdum vatnsfallsins. Glymsgil er sérlega myndarlegt dæmi um slíkt gljúfur. Þegar gengið er upp með gilinu að norðvestanverðu er farið um Einistungur næst Glym en fjær Breiðutungu. Sunnan við Breiðutungu er Stóragil, stutt, nokkuð breitt en grunnt gil emð skýra austur-vestur stefnu. Í Stóragili eru stutt og auðveld ísþil tilvalin til æfinga. Vestan við Glymsbrekkur er Svartagjá, stutt og þröngt gil, sem býður upp á einhverja möguleika á klifurleiðum við réttar aðstæður.

Lýsingar á Hvalfirði er að finna í nokkrum ritum, þar á meðal árbókum Ferðafélagsins frá 1950 og 1985. Þessi leiðarvísir er í raun hugsaður sem viðbót við leiðarvísi Ísalp nr. 23: Hvalfjörður og Kjós eftir Snævarr Guðmundsson. Þar lýsir Snævarr ágætlega helstu kennileitum á svæðinu og sögunum á bak við þau. Helstu kort af svæðinu útgefin af Landmælingum Íslands eru: Aðalkort, blað nr. 3 í mkv. 1:250.000, Atlasblað nr. 26; Botnsheiði í mælikvarða 1:100.000, og AMS kort nr 1613 I, Þingvellir í mkv. 1:50.000.

Texti úr ársriti Ísalp 1996

 

Beina brautin

Önnur ferðin sem vitað er af um Vesturvegg Hvannadalshnúks. Liggur beint upp miðjan vegginn bratt snjóklifur og endar í rúmlega 60m háum fossi. Leið nr. 1 á mynd.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Hægt er að sækja að veggnum annaðhvort frá Svínafellsjökli eða úr Suðri, þá um Sandfell eða Svínahrygg. Aðkoman er löng og gera má ráð fyrir að lágmarki 12 tíma degi, líklega lengri.

Leiðin er ekki mjög erfið tæknilega en er engu að síður mjög alvarleg. Fara þarf um sprungið jöklalandslag til að komast að veggnum og leiðin sjálf getur verið illtryggjanleg. Bergið í veggnum er mjög laust og tæplega hæft til trygginga. Yfir leiðinni hanga stórir serakkar og má því mæla með því að lágmarka tímann á vegnum eins og hægt er.

Gráða: D, WI4

FF: Leifur Örn Svavarsson og Björgvin Hilmarsson, 22. sept 2010

hnukurleiðir

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hvannadalshnúkur
Tegund Alpine

Espresso M 6

Leið númer C1.

Nokkrum metrum fyrir austan Íste

Brött og vandasöm byrjun en hallinn minnkar svo fljótlega. Slabb fyrir miðju og endar í nokkuð vandasömu lokahafti.
Boltuð frá botni upp í tveggja bolta toppakkeri. Tveir boltar eru undir litlum þökum sem farið er framhjá og ættu seint að fara undir ís. Einnig ættu fyrstu 2 boltarnir seint að fara undir ís, því ísinn myndast mest á veggnum vinstra megin. Bolti á hnúð vinstra megin í slabbinu. Vissara að finna hann ef klifrað í þurru.
Ætti að vera hægt að fara í fyrstu frostum, því góð mosasprunga sem fylgt er eftir fyrsta haftið og þétt boltað víðast hvar.
Það er svo einn bolti á klöpp um 5m beint ofan við toppakkerið. Þægilegra að gera stans þar en í tveggja bolta toppakkerinu (sem er meira hugsað fyrir ofanvaðsæfingar).

WI5/M6, 35 m

Fyrst farin 13. desember 2014
Sigurður Tómas, Róbert Halldórsson og Baldur Þór Davíðsson.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing

Captin Hook M 9+

Leið merkt inn sem A4 á mynd

Through the overhang south of A6. WI4 slab start, then 15-
20m overhanging bolted mixed climbing to a large icicle in
the cave (stance there). Then another 10-15m through the
overhang and onto the main curtain above.

Fyrst farin 27. febrúar 2007 Albert Leichtfried, Markus Bendler, WI 4, M9/+

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Stekkjastaur
Tegund Mix Climbing

Mömmuleiðin M 6

Leið númer C6.

Í næsta horni hægra megin við Pabbaleiðina. Boltuð alla leið með akkeri á klöpp ofan við lítinn mosastall ofan við leið. Hægt að labba að akkeri eftir stalli.

Seinni part veturs bunkast leiðin af ís og boltarnir hverfa undir. Í slíkum aðstæðum gráðast leiðin WI 3-4

Ca. 30 m löng, 11 boltar.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing

Íste WI 5

Leið númer C3.

Þrír boltar í byrjunarslúttinu. Það opnar því á sæmilega öruggt brölt upp í ísinn, þó kertið nái ekki niður eða taki ekki skrúfur með góðu móti.
Eftir sem áður er leiðin alvarleg, því efri hlutinn er lílka snúinn.
Toppakkeri er efst í leiðinni og stakur bolti á klöpp nokkra metra ofan við líka (ofan við Pabbaleiðina).

Ca. 30m löng

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing

Öræfajökull

Öræfajökull er þriðji hluti Öræfasvæðisins, ásamt Öræfi, Vestur og Öræfi, Austur og Suðursveit. Hér undir setjum við nokkrar leiðir sem eru landfræðilega í Breiðamerkurjökli, þ.e. Leiðir í Mávabyggðum og Esjufjöllum ásamt Karli og Kerlingu í Kálfafellsdal.

Þumall

Nánari lýsingu á aðkomunni er að finna í lýsingunni á Klassísku leiðinni. Aðeins eru þekktar tvær leiðir á Þumli en líkur leiða að því að hægt sé að klífa tindinn á fleiri vegu.

Svört lína: Klassíska leiðin
Rauð lína: Sunnan við flögu

Miðfellstindur

Skarðatindar

Aðkoman er yfir Skaftafellsjökul, lagt af stað frá Hafrafelli eða mögulega Skaftafells megin ef að jökullinn hopar ekki mikið meira.

Rauð lína: Austurveggur – TD+
Green line: Jökulélé – TD+

Hrútfjallstindar

1. SV-hryggurinn upp á Vesturtind (hefðbundna leiðin) – PD.
2. Smjörfingur – TD+, AI5.
A. SV-hryggurinn upp á Vesturtind (eins og í frumferðinni) – PD.
3. 10 norskar stelpur – TD, AI 4.
4. Orginallinn – PD, II+.
B. Orginallinn (eftir hryggnum) – PD, II+.
4,5. Lucky Leif (blue) – WI 5+.
5. Scotsleið – TD.
6. Íshröngl – TD, WI 4/5.
7. Postulínsleiðin – TD, WI 5.
8. Stóragil – PD.

Tindaborg
Gengur einnig undir nafninu Fjallkirkjan eða janfvel Tröllkirkja. Tindurinn er úr afar lélegu bergi og er aðeins fær í vetraraðstæðum, sem þó geta varað fram í maí.

Svínakambur
Þessi kambur hefur ekki neitt skráð eða viðurkennt örnefni, en hann hefur verið nefndur Svínakambur af fjallamönnum sem þarna hafa ferðast um og passar það frábærlega þar sem að þessi kambur stendur fyrir ofan Svínafell og Svínafellsjökul.

Dyrhamar
Dyrhamrarnir eru tveir, sá efri og sá neðri og á milli þeirra eru Dyrnar. Sá efri er auðveldur uppgöngu en sá neðri er erfiður uppferðar.

  1. Neðri Dyrhamar
  2. Efri Dyrhamar

Hvannadalshnúkur

Rauð lína – Beina brautin – D – WI 4
Græn lína – Vinamissir – WI 3
Gul lína – Vesturhlíð –
Appelsínugul lína – The italian job – D – WI 4
Ekki á mynd – Orginal austurveggur – D – WI 5

Heljargnípa

NA hryggur Heljargnípu

Mávabyggðir

Suðurhlíð Fingurbjargar

Esjufjöll

Vitað er um eina leið upp tindinn Snók.

Suðurhlíð og SA hryggur Snóks

Karl og Kerling

Wish you were here WI 6+

Leið merkt inn sem A1 á mynd

A steep and delicate route up a series of overhanging icicles
south of A3. The route is dedicated to the legendary Hari
Berger, who died in an ice climbing accident shortly before
the first ascent of the route.

Fyrst farin 24 febrúar 2007 af Ines Papert, Audrey Gariepy, 60m

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Stekkjastaur
Tegund Ice Climbing

Super Dupoint WI 5

Betri mynd óskast.

Frá Dalvík er keyrt inn Svarfaðadal. Hægt er að fara hvort sem er veg 805 eða 807. Þegar komið er inn dalinn er beygt til suðurs (vegur 807) inn Skíðadal.  Leiðin er beint ofan við bæinn Dæli (ysta bæ í dalnum). Fjallið Kerling (1114m) skilur að Svarfaðadal og Skíðadal.

Leiðin er nefnd eftir frönskum félaga klifraranna Armundar og Jökuls, honum Romanic Dupoint sem lést haustið 1995 við klifur í Buoux í Frakklandi. Leiðin er í fjallinu Stóli sem skilur að Svarfaðardal og Skíðadal, í gili ofan við bæinn Dali. Leiðin er all glæsileg og um 250m löng. Hún samanstendur af 30m íshafti af 4. gráðu og tveimur 40 m háum frístandandi kertum. Er hún af 5. gráðu.

Leiðin var fyrst farin af Jökli Bergmann og Ásmundi Ívarssyni árið 1995 og var fyrst endurtekin á gamlársdag 2008 af Sigurði Tómasi, Frey Inga og Jökli Bergmann

Klifursvæði Svarfaðardalur
Svæði Skíðadalur
Tegund Ice Climbing