Freki WI 4

Leið númer 4. á mynd

Næsta lína til vinstri við Fenri. Nokkuð þæginlegt klifur upp að stalli ca í miðri leið. Þaðan lá leiðin annað hvort til vinstri út fyrir risa regnhlíf eða beint upp og í gegnum hana. Nokkrir léttir metrar eftir það. Sigið niður.

FF: Ottó Ingi Þórisson og Katrín Möller. WI4, 40m.

Klifursvæði Dýrafjörður
Svæði Eyrardalur
Tegund Ice Climbing

Fenrir WI 4

Leið númer 3. á mynd

Næsta lína til vinstri við Garm. Létt brölt upp í hvelfingu þar sem hægt er að velja um bratt kerti eða að fara innar og undir lítið þak sem þarf svo að hliðra út fyrir. Nokkrir léttir metrar þaðan. Sigið niður.

FF: Árni Stefán Haldorsen, Sigríður Sif Gylfadóttir og Védís Ólafsdóttir. WI4, 50m.

Klifursvæði Dýrafjörður
Svæði Eyrardalur
Tegund Ice Climbing

BANFF kvikmyndahátíðin 2018

Nú er komið að kvikmyndarviðburði ársins þegar Íslenski Alpaklúbburinn heldur Banff hátiðina hátíðlega í Bíó Paradís, þriðjudaginn 15. maí og fimmtudaginn 17. maí. Að þessu sinni sjá Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og GG sport um að gera þessa hátíð mögulega fyrir okkur.

Að vanda er af nægu að taka og ættu flestir útivistar- og jaðarsports iðkendur og áhugamenn að finna eitthvað við sitt hæfi. Klettaklifur, ísklifur, skíði, parkour, straumvatnskajak, paragliding, alpinismi og fleira.

Sjá nánari upplýsingar um sýningar og miðasölu eru á isalp.is/banff

Ekki láta þig vanta á þessa mögnuðu hátíð!

Angurboða

Leið 36e á myndum.

Leiðin byrjar í rennu eða kverk, rétt hægra megin við byrjunina á Svarta turninum.

Bergið er aðeins laust í sér neðst en verður umtalsvert betra eftir því sem ofar dregur.

Spönn 1: 30-40m, 5.6. Hefst í rennu eða kverk og helst í henni upp fyrstu 15m eða svo. Eftir fyrstu tryggingu fer maður inn í áberandi horn með lóðréttum pinch-um sem mynna á kalksteins túfur. Þokkalegur stans í einskonar hellisskúta með stóran stein (boulder stærð) sem hægt er að horfa á bakvið. Stansinn virkar best með stóru dóti, cam #2 og #3 myndu koma sér vel en #4 væri bestur ef að hann er með í för.

Spönn 2: 30-40m, 5.6. Úr stansinum er farið út á bjargið sem hægt er að horfa á bakvið (virkar vera alveg fast) og þaðan er smá klöngur út að næsta vegg. Næsta haft er bratt en með góðum tökum. Áberandi góð flaga liggur til vinstri og þegar komið er ofan á hana er stefnt aðeins til hægri. Góðir tryggingamöguleikar. Spönnin endar á syllunni þar sem að loka spönnin í Svarta turninum byrjar og því er hægt að tryggja seinni mann upp úr boltaða stansinum þar.

Hægt er að brölta upp hægra megin við Svarta turns spönnina (brölt og svo 3m af klifri í kverk) eða klára bara upp loka spönnina í Svarta turninum og fara svo niður klassíska niðurgöngugilið.

Í frumferð töldum við okkur vera í leiðinni Loki en komumst svo að því daginn eftir að Loki er langt til vinstri frá því sem við vorum að klifra. Því er leiðin nefnd Angurboða en það er tröllskessan sem Loki eignaðist með Miðgarðsorm, Fennrisúlf og Hel.

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 28. apríl 2018, 5.6 trad, 80+m

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar
Tegund Alpine

Rustanöf

Leið upp á klettinn Rustanöf í Vestrahorni en það er fyrsta og eina uppganga á tindinn, eftir því sem best er vitað.

Í grein eftir Snævarr Guðmundsson úr ársriti Ísalp frá 2017 segir:

Klifurleiðin sem við völdum liggur upp hallandi klettaþil (slöbb)
sem reyndust frekar gróin og og tortryggð og var nokkuð um laust berg. Hún liggur austanvert upp nöfina og endar á bröttu, stuttu klettahafti til að komast á toppinn. Hana fóru allir þátt-
takendur ferðarinnar. Klifrið tók þrjár klukkustundir. Á niður-
leið þurfti að síga fram af yfirhangandi klettaþrepi á einum bergfleyg. Doug negldi fleyginn í grunna sprungu nærri toppnum og Jón bauðst til að síga fyrstur fram af. Doug pírði augun á Jón í gegnum hringlaga gleraugun sín og spurði: “Do you know anyone who survived an abseiling accident?” Jón hváði og þagði um stund, mundi vissulega ekki eftir neinum, enda er ólíklegt að lifa það af ef tryggingin gefur sig. Að sjálfsögðu var þarna verið að áminna um hve alvarlegt það getur verið að síga fram af hömrum á veikum tryggingum.

Ég seig næstur fram af slúttandi haftinu og síðan Doug. Þegar hann átti um tvo metra eftir niður gerðist óvenjulegt atvik; hann var með sítt hár og það dróst óvænt inn í sigáttuna. Áður en hárið rifnaði frá rót tókst honum að losa sig úr klípunni. Úff þetta þóttu mér slök meðmæli með síðu hári.

Allir komust óskaddaðir frá þessu en með blendna hrifningu á gæðum bergsins og leiðarinnar. Það er sama hvað félögum mínum fannst um leiðina, ég var glaður að hafa loks náð toppi Rustanafar því þetta var þriðja skipti sem ég hafði reynt. Ég hafði alltaf verið svolítið spenntur fyrir að klifra þessi slöbb og reyndar kom það svolítið á óvart hversu gróin þau voru. Það skemmtilega var að Doug sá þetta með allt öðrum augum: “The worst climb in the world, if it rained.” sagði hann.

FF: Doug Scott, Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, sumar 1985, Óþekktir erfiðleikar og óþekktur metrafjöldi.

Klifursvæði Vestrahorn
Svæði Rustanöf
Tegund Alpine

Dýrafjörður

Vestfjörðunum er skipt niður í: Barðaströnd, Arnarfjörður, Dýrafjörður, Ísafjarðardjúp og Hornstrandir

Mest hefur verið klifrað í Dýrafirði á Ísklifurfestivali Ísalp árið 2013. Þá var klifrað á tveimur stöðum, Eyrardal sunnan megin í firðinum og í Garðshvilft norðan megin í firðinum. Á festivalið mættu atvinnu ísklifrararnir Dawn Glanc og Tim Emmett. Með þeim í för var ljósmyndara teymi en þar á meðal var Keith Ladzinski sem er hvað þekktastur fyrir sportklifur myndbönd.

Eitthvað hefur skolast til í skráningunni síðan 2012 og 2013 og því eru einhver göt sem á eftir að fylla í

Dawn Glanc og Stanislav Vrba komu svo við í Dýrafirði árið 2014 og klifruðu fleiri leiðir.

Garðshvilft

Garðshviflt er staðsett norðan megin í Dýrafirði, eiginlega andspænis Eyrardalnum. Dawn Glanc er sennilega fyrst til að klifra í hvilftinni en hún frumfór eitthvað af línum þarna fyrir 2013 (sem við höfum ekki upplýsingar um). Því næst var klifrað þarna á ísklifurfestivali 2012 í slæmu veðri og 2013 í fínasta veðri.

Leiðir 4-9 gætu einhverjar ekki verið alveg rétt staðsettar sökum nokkuð óskýrra mynda og misræmis í heimildum.

 1. Bleikt og blátt – WI 5
 2. Palli?
 3. Vindlar faraós – WI 5
 4. Comedy of errors – WI 4
 5. Hamlet WI 5
 6. Óþelló – WI 4
 7. Ofviðrið – WI 3+
 8. Gogglurnar – WI 3+
 9. Rómeó og Júlía – WI 5

Eyrardalur

Stór falleg skál með klifri allan hringinn. Það tekur u.þ.b. hálftíma að ganga inn í miðja skálina og svo annan hálftíma upp að leiðunum.

 1. Úlfur – WI 3
 2. Garmur – WI 3+
 3. Fenrir – WI 4
 4. Freki – WI 4
 5. Vargur – WI 4
 6.  Óþekkt gömul
 7. Blái lótusinn – WI 5-
 8. Bleiki Pardusinn – WI 5
 9. Locals only – WI 5+
 10. Ego problem – WI 6
 11. Seaweed – M 7 / WI 5+
 12. Checking out seals – M 7 / WI 5+
 13. Right out of the fjord – WI 5
 14. Óklifin
 15. Óklifin
 16. Grasleysa – WI 3
 17. Óklifin

Póstleiðin WI 3+

Mynd óskast.

Leiðin er við Hvannhlíð í Þorskafirði. Þokkaleg en frekar lítil höft neðst og afgangurinn farinn á hlaupandi tryggingum.

FF: Andri Bjarnason, Björgvin Hilmarsson, Skarphéðinn Halldórsson og Sveinn Fr. Sveinsson í  desember 2011, WI3+, 200m.

Klifursvæði Barðaströnd
Svæði Þorskafjörður
Tegund Ice Climbing