Beljandi WI 4+

Leið númer 1 á mynd.

Samtals um 230m, WI 4+

1. Spönn, frístandandi kerti, WI4+ 20 m
2. Spönn, samtenging, WI2, ca. 140m.
3. Spönn, 70m, WI4
FF: Björgvin Hilmarsson, Rúna Thorarensen og Skarphéðinn Halldórsson,  3. febrúar 2018
Klifursvæði Breiðdalur
Svæði Rauðihryggur
Tegund Ice Climbing

Íshellirinn WI 5

Leið 4,5. Er á milli Amercan beauty og Svart og sykurlaust.

Fyrsta myndin sýnir alla leiðina. Vinstra meginn sést ísleiðin Sléttubjargafoss. Svo er Testofan (ekki miklar aðstæður í þeim leiðum nema austustu leiðinni) og lengsta leiðin hægra megin er okkar leið.    Ísleiðin Íshellirinn er fast hægra meginn við Svart og Sykurlaust og nær einni spönn hærra en hinar leiðirnar.
Stanz eftir fyrstu spönn gerði Óli inni í íshelli. (Gatið sem sést á seinni myndunum). Ísinn í fyrstu Spönn mjög harður og brothættur og kalt þar í skugganum. Einar vældi góða stund þegar hann kom inn í stansinn í íshellinum. Svo tók Einar næstu spönn og hún var miklu auðveldari og líka hlý í sólinni. Vorum með 50 metra línur þannig að þessi spönn náði ekki að komast bak við efsta kertið. Þannig að Óli tók örstutta aukaspönn til að hægt væri að vera úr skotlínunni af síðasta kertinu en það voru voldugar ísregnhlífar þar sem hótuðu að koma niður við minnsta bank. Þannig að hann fór bak við efsta kertið til að tryggja svo Einar var svo heppinn að fá að öskra sig upp í gegnum yfirhangandi regnhlífarnar. En spönnin varð strax léttari og auðvelt upp á brún. Sigum svo í þremur sigum (fínir steinar til að þræða í gegnum fyrir ofan leiðina. Sennilega hægt að síga úr ísnum í brúninni ef menn hafa 60 metra línur samt)
WI 5, 120 metrar
FF: Ólafur Þór Kristinsson og Einar Rúnar Sigurðsson. 10/3 2018

 

 

 

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Kobbi WI 4

WI4

Leið nr. 1

Leiðirnar eru ofarlega í Geithúsaárgljúfri við Reyðarfjörð, nokkur hundruð metra frá Þjóðvegi 1.
Hægt er að keyra upp að gljúfrinu, og þaðan tekur við um 15 mín brölt inn með ánni þar til leiðirnar blasa við vestan megin.

35m, 70-80° með tvem all-90° höftum.

F.F. (?) Sigurður Ýmir Richter og Magnús Ólafur Magnússon, febrúar 2018

Klifursvæði Fjarðabyggð
Svæði Reyðarfjörður
Tegund Ice Climbing

Ibbi WI 4

WI4(-)

Leið nr. 2

Leiðirnar eru ofarlega í Geithúsaárgljúfri við Reyðarfjörð, nokkur hundruð metra frá Þjóðvegi 1.
Hægt er að keyra upp að gljúfrinu, og þaðan tekur við um 15 mín brölt inn með ánni þar til leiðirnar blasa við vestan megin.

55m, viðvarandi 80° með þrem brattari höftum, lítið um hvíldir.

F.F. (?) Sigurður Ýmir Richter og Magnús Ólafur Magnússon, febrúar 2018

Klifursvæði Fjarðabyggð
Svæði Reyðarfjörður
Tegund Ice Climbing

Hoarniglsheidi M 7

Vinstri línan á mynd.

M 7/WI 6, 30m

Fullur tradrakkur, C3, C4 og stuttar skrúfur

Nálægt Hraundranga en aðeins lengra til vinstri, inn að Hraunsvatni og undir Drangafjalli, er Öxnadals megin.

Hoarnigli er þýska orðið yfir naglakul, svo að nafnið útlegst sem Naglakulsheiði á íslensku. Þetta ætti að lýsa frumferðinni ansi vel.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 6. febrúar 2018

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Hraundrangi
Tegund Mix Climbing

Tilikum

Suðurhliðin á Klukkutindi, milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur.

Aðkoma: Frá Breiðdalsveg er gengið inn í Grunnadal og nánast strax upp á hrygginn til austurs, sem fljótlega verður að Lágheiði. Lágheiði er fylgt að hryggnum fyrir neðan tindinn. Hryggurinn undir Klukkutind er með bröttu klettabelti sem hægt er að hliðra utan um. Frumferðarteymið hliðraði til austurs og upp mjög bratt harðfenni upp á öxlina undir tindinum. Það gæti verið að brekkan sé yfir algengasta snjóflóðahallanum, en ef ekki þá gæti hún verið mjög varhugaverð ef snjóaðstæður eru öðruvísi. Á öxlinni er farið undir tindinn og utan um hann að vestanverðu og svo hliðrað undir suðurhliðina.

Klifrið: Þegar staðið er undir suðurhliðinni sést áberandi gilskorningur sem er nánast á suðausturhorninu, hliðrað er að honum og brölt þar upp. Klifrið er mjög létt en það þarf að hafa tvær axir úti og treysta alveg á þær öðru hverju, bannað að detta. Þegar komið er upp úr gilskorningnum er hægt að brölta upp nokkra stalla áður en þarf að klifra að alvöru. Fyrst var 4m Lesa meira

Klifursvæði Berufjörður
Svæði Klukkutindur
Tegund Alpine

Myndbönd