Eilífstindur

Leið merkt inn sem A1 á mynd

Snjór 600m

Fyrst farin Jan ´78: Félagar í HSSR
Skemmtilegt snjógil án teljandi erfiðleika.
Eilífstindur sjálfur er lítill klettur, 6-7m hár. Frá
honum er um 100m hækkun upp á brún, um gilið til
vinstri. Þar er oft hengja en yfirleitt hægt að sneiða
framhjá henni hægra megin í gilinu.

Leið 57 í gamla leiðarvísi

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Alpine

Austurhlíðar

Leið merkt sem 21

Gráða I-II. 450M, sirka 2klst. Frá Kötlum er leið nr 22 (Hryggleið) fylgt upp á Flata, undir NA-hryggnum og í stað þess að halda áfram eftir honum er sveigt út í Austurhlíðarnar. Upp þær eru ýmis létt afbrigði, en greinilegasta leiðin er um snjólænu þá sem gengur næsta beint niður frá hátindi fjallsins. Læna þessi var skíðuð niður veturinn 1987 af Óskari Þorbergssyni og Einari Stefánssyni.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skessuhorn
Tegund Alpine

Þrándarstaðafossar WI 3

Tveir fossar með stuttu millibili. Fyrri fossinn er um 10m WI3 en sá seinni um 15m WI3/3+. Vinstra megin við efri fossinn myndast mjó lína sem er heldur brattari og jafnvel möguleikar á þurrtólun til hliðanna. Góðar byrjendaleiðir og auðvelt að komast upp fyrir fossana til þess að setja upp toppankeri fyrir ofanvaðsklifur.

Mynd frá vegi óskast.

Thrandarstadafossar

Neðri fossinn. Mynd: Þorsteinn Cameron.

Þrándarstaðafoss efri

 

Efri fossinn. Mynd: Árni Stefán

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Sunnan í dalnum
Tegund Ice Climbing

Nóngil WI 3+

Leið númer 30

Skemmtileg ævintýraleið upp gil innarlega í firðinum í Reynivallahálsi, skömmu áður en komið er að Brynjudal. Byrjunin og endirinn bjóða upp á stífasta klifrið en miðkaflinn er nokkuð léttur.

FF.: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 29. des 1986.

líklega hefur Jón Geirs et al. klifrað vinstra afbrygði af Nóngili fyrir 1990.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Reynivallaháls
Tegund Ice Climbing

Hvalfjörður

Í Hvalfirði hefur mikið verið klifrað og teljast mörg svæði til hans eða nágrenisins. Áberandi meira hefur verið klifrað í Glymsgili, Brynjudal og Múlafjalli og fá þeir því sér síður tileinkaðar sér. Einnig er Kjósin mjög nálægt og má þess geta að Hvalfjörður og Kjós voru gefin út í sama leiðarvísi árið 1990. Í Hvalfirði má einnig finna sportklifur svæðið Valshamar og Hnefa. Hnefi er reyndar í niðurníðslu og hefði gott af vinnuferð til að lappa upp á bolta og fleira. Nánari upplýsingar um Valshamar má finna á klifur.is/crag/valshamar

Undirsvæði Hvalfjarðar eru:

Brekkukambur
Stök leið eins og er, hugsanlega leynast þarna fleiri gersemar.

Gljúfurdalur
Aðeins vestar en Þyrill og Þyrilsnesið, um það bil klukkutíma aðkoma. Þrjár leiðir eins og er

Þyrill
Áberandi hamrar ofan við Þyrilsnes, sem er mjög áberandi kennileiti í Hvalfirði. Hér er nokkuð af ís og snjóleiðum en líka fjölspanna dótaklifurleiðir sem hafa ekki verið farnar á síðustu árum eða áratugum, hugsanlega vegna þéttninar í berginu.

Glymsgil
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Glymsgil

Múlafjall
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Múlafjall

Brynjudalur
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Brynjudalur

Kjósaskarð
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Kjós

Reynivallaháls
Stakar leiðir hér og þar yfir ágætlega stórt svæði

 

Ýringur WI 5

Ýringur (WI5, 200-500m) er önnur klassík leið, nokkur hundruð metra austan við Flugugilið í suðurhlíð dalsins. Leiðin býður upp á alpafíling í þröngri skoru/rennu með nokkrum mislöngum höftum frá WI2-WI5 og endar öllu jöfnu í “Haftinu”, sem er 20-25m stíf spönn efst í skorunni áður en hún flest út fyrir ofan. Um 200m ofan við er svo um 50m WI3/4 lokahaft, sem endar nánast uppi á fjallinu og gefur þessi framlenging prýðis alpafíling á upp- og niðurleiðinni. Yfirleitt er farið labbandi niður úr Ýringi til vesturs (utar í dalnum) og er hægt að þræða sig ágætlega í gegnum skriðuna á 100-200m bili næst Ýringi.

Yringur

 

Lokafossinn, Árni leiðir. Mynd: Sigurður Ragnarsson.

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Sunnan í dalnum
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Óríon WI 5

Leið númer 28.

Klassísk leið, innst í Flugugili. Mikilfengleg hvelfing sem býður upp á tvær spannir sem gefa ekkert eftir. Getur reynst mjög erfið síðla vetrar þar sem stór hengja vill myndast í toppinn. Góður stans í litlum helli í miðri leið. Prófraun, fyrsta íslenska WI 5.

Leiðin er tæpir 100m að lengd og endar uppi á flötum stalli ofan við hvelfinguna.

Aðkoma sama og fyrir Kertasníki (upp gilbotninn) nema smá hliðarspor til vinstri í lokin – a) upp eitt 10m og annað 20m WI3-4 íshaft (stallur á milli) eða b) fara lengra til hægri inn í bratt mosaklifur í næstu rennu við hliðina á þessum íshöftum. Á báðum tilfellum endar þetta 50-100m aðkomuklifur í Óríon hvelfingunni… (mosaleiðin á hrygg hægra megin)

Algengast er að fara niður hjá Ýringi en einnig er hægt að fara niður gilið aftur en þá þarf að bakka niður aðkomuhöftin

Mynd fengin úr grein Páls Sveinssonar í 1988 ársriti ÍSALP um fyrstu ferð á Óríon. Gæða lestur fyrir áhugasama á bls. 14

„[…] fjarlægðin gerir fjöllin blá og ísleiðirnar aflíðandi.“ – Skabbi eftir að hann fór leiðina í fyrsta skipti. Leiðin reyndist ekki aflíðandi.

Sjá má lýsingar Skabba á ferð hans og Robba í greininni „Kósíheit par exelance“ sem birtist í ársriti 2009.

FF: Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, jan 1988.

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Flugugil
Tegund Ice Climbing

Myndbönd