Brynjudalur

Almennt:

Þessi drög að leiðarvísi dekka eingöngu norðurhluta Brynjudals, þ.e. svæðið ofan við Skógræktina og Ingunnarstaði. Það eru nokkur önnur svæði sunnanmegin í dalnum. Ber þar helst að nefna Flugugilið, sem er stórt gil á hægri hönd þegar komið er inn á veginn inn dalinn. Óríon (WI5, 100m) er þar þekktasta leiðin en einnig er þar að finna fjölda fleiri leiða frá WI3-WI5+ inni í gilinu og í hlíðunum sitt hvoru megin við gilkjaftinn. Óríon er innst og efst í gilinu (til vinstri/austurs) og þarf nokkurt hugmyndaflug til að komast að leiðinni. Ýringur (WI5, 200-500m) er önnur klassík leið, nokkur hundruð metra austan við Flugugilið í suðurhlíð dalsins. Leiðin býður upp á alpafíling í þröngri skoru/rennu með nokkrum mislöngum höftum frá WI2-WI5 og endar öllu jöfnu í „Haftinu“, sem er 20-25m stíf spönn efst í skorunni áður en hún flest út fyrir Lesa meira

Múlafjall

Múlafjall er í  botni Hvalfjarðar um 60 km frá Reykjavík.

Sectorar í Múlafjalli, frá hægri til vinstri eru:

Leikfangaland
Næst vinsælasti sectorinn á eftir Testofunni. Hér er að finna klassískar leiðir á borð við Rísanda, Stíganda og Frosta

 1. Rísandi eystri WI 4
 2. Rísandi vestari WI 4
 3. Stígandi WI 4+
 4. Fengitíminn WI 5
 5. Funi WI 4
 6. Frosti WI 5
 7. Dvali WI 2/3
 8. Gallblaðran WI 3
 9. Botnlanginn WI 3+
 10. Engar skrúfur WI 4+

Testofan
Þessi sector er án efa sá vinsælasti í öllu Múlafjalli, þó svo við teljum Brynjudal með. Sectorinn er skýrður eftir krúnudjásni svæðisins, Íste, en hér er einnig að finna aðrar klassískar leiðir á borð við Mömmuleiðina og Pabbaleiðina en einnig byrjendaleiðir á borð við Gísla, Eirík og Helga.

Testofan

 1. Expressó M6
 2. Íste WI 5
 3. Earl Grey M7
 4. Pabbaleiðin M7
 5. Mömmuleiðin M6
 6. Múlakaffi M7+
 7. Keisarinn M4+ eða WI 3/4
 8. Fyrirburinn M4+ eða WI 3/4
 9. Frumburðurinn M4+ eða WI 3/4
 10. Örverpið M4+ eða WI 3/4
 11. Gísli WI 3+
 12. Eiríkur WI 3+
 13. Helgi WI 3+

Kötlugróf
Í sunnanverðum Botnsdal er bílastæði beint á móti grasi grónum hvammi rétt við veginn sem kallast Kötlugróf. Landamerki Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu eru einmitt við Kötlugróf og stendur sýslumerki þar við veginn.

Upp frá Kötlugróf er algengast að klifrar stefni beint upp í Lambaskarð. Austan megin við skarðið er Testofan með leiðirnar Gísla, Eirík og Helga lengst til hægri. Sectorinn Kötlugróf nær frá Testofunni (Íste) og út að næsta áberandi Gili.

Samkvæmt Harðar sögu og Hólmverja börðust þar grimmilega tvær konur um hringinn Sótanaut, Þorbjörg Katla og Þorgríma smiðskona. Átökunum lauk svo að þær lágu báðar dauðar eftir, rifnar og skornar.

Fimm-í-fötu-gil-með-línum1

0. Thor is back M 6+
1. Ónefnt gil WI 3-4
2. Fimm í fötu M 5+/WI 4
3. Chinese hoax M 6+
4. Svikinn um bjór WI 4

Hlaðhamrar
Frá áberandi gilinu og austur inn að Glym. Hér er nánast ekkert skrásett en mikið af leiðum, sennilega hellingur af óklifruðum leiðum því austar sem er farið.

Hlaðhamrar

 1. I love backup WI 3
 2. WW3 WI3
 3. Veðmálið WI 3

 

Rip Tide *** WI 5

75m R. Balletdans á þunnum ís milli yfirhangandi kerta. Lykilkafli er lítið klettaþak fyrir miðri leið. 2 boltar í leið og 2 bolta akkeri á brún. Búnaður: vinasett upp að stærð 3 og hálft hnetusett auk ísskrúfa.

Varúð! Leiðin er mjög tortryggð á lykilkaflanum og því verulega varasöm og fær því „R“ gráðun…

FF. Jan 2010: Chris Geisler, Jökull Bergmann

Leið merkt sem C1

Klifursvæði Ólafsfjarðarmúli
Svæði Sjóræningjavogur
Tegund ice

Mígandi *** WI 4

70m. Tilkomumikill og fallegur foss bæði að sumri sem vetri og án nokkurs vafa eitt mesta ísklifurafrek þess tíma þegar hann var frumfarinn veturinn 1983 af ungum og vöskum Dalvíkingum með nánast enga klifurreynslu að baki. Ef Mígandi er frosinn má ætla að flestar leiðir í Múlanum séu í aðstæðum, því hann er þeirra vatnsmestur. Gott er að skipta honum í tvær spannir og gæta ber að því að síðustu 15m eru jafnan upp brattann og þunnnan íshólk með miklu rennsli innaní.

FF. 1983: Gunnlaugur Sigurðsson, Vilhelm Hallgrímsson

Leið merkt sem B1.

Klifursvæði Ólafsfjarðarmúli
Svæði Plankinn
Tegund ice

Hart í bak * WI 4

60m. Upp breiðan slabbandi foss um 20m þar til hann þrengist í skoru og verður brattari nokkra metra. Þaðan tekur við léttara klifur um 15m (fínt að gera stans undir íshafti þar) og eru þaðan svo 20-30m af ekki svo erfiðu en þó vandasömu ís- og drulluklifri upp á brún.

ff Des 2008: Sigurður T, Jökull B

Leið merkt sem A3

 

Klifursvæði Ólafsfjarðarmúli
Svæði Flæðarmálið
Tegund ice