Brynjudalur

Almennt:

Þessi drög að leiðarvísi dekka eingöngu norðurhluta Brynjudals, þ.e. svæðið ofan við Skógræktina og Ingunnarstaði. Það eru nokkur önnur svæði sunnanmegin í dalnum. Ber þar helst að nefna Flugugilið, sem er stórt gil á hægri hönd þegar komið er inn á veginn inn dalinn. Óríon (WI5, 100m) er þar þekktasta leiðin en einnig er þar að finna fjölda fleiri leiða frá WI3-WI5+ inni í gilinu og í hlíðunum sitt hvoru megin við gilkjaftinn. Óríon er innst og efst í gilinu (til vinstri/austurs) og þarf nokkurt hugmyndaflug til að komast að leiðinni. Ýringur (WI5, 200-500m) er önnur klassík leið, nokkur hundruð metra austan við Flugugilið í suðurhlíð dalsins. Leiðin býður upp á alpafíling í þröngri skoru/rennu með nokkrum mislöngum höftum frá WI2-WI5 og endar öllu jöfnu í „Haftinu“, sem er 20-25m stíf spönn efst í skorunni áður en hún flest út fyrir Lesa meira