Glymur originalinn WI 5

Leið 12
150 metrar – 4 spannir

Leiðin liggur lengst til vinstri í Glymshvelfingunni. Eftir tvær spannir er hliðrað til vinstri yfir Þrym og leiðin kláruð hægra megin í þeirri rennu. Fyrsta spönnin er klifruð innst í kverk og í annarri spönn er farið hægra megin við kverkina upp í stans. Í þriðju spönn er svo hliðrað til vinstri undir lóðrétt kerti.

FF: Magnús Gunnarsson, Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 13. Mars 1994.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Anabasis

Austasta gilið í vesturklettunum. Fyrsti hlutinn liggur up kletta um tvær IV. gráðu spannir. Leið nr. 4 á mynd.

Í desember 1986 var farið afbrigði af Anabasis. þar voru þeir Jón Geirsson og Þorsteinn Guðjónsson á ferð. Fyrsti hlutinn liggur upp gilið sjálft en ekki upp klettana vinstra megin eins og upprunalega leiðin. Gráða 4 og lV.

Myndir óskast

Gráða: IV, WI4, 150m

FF.: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, 26. des 1984.

Klifursvæði Esja
Svæði Vesturbrúnir
Tegund Alpine

Berufjörður

Djúpivogur á Austfjörðum er í Berufirði. Tvisvar hefur verið klifrað þarna svo vitað sé, fyrra skiptið af Alberti Leichtfried og Markus Bendler og í seinna skiptið af íslensku teimi, þeim Björgvin, Skarphéðni, Sissa og Halla. Svæðið telur núna 10 leiðir ásamt einu alpa projecti upp NA vegg Búlandstinds.

Myndir eru fengnar frá Björgvini Hilmarssyni og frá Alberti úr tímariti

Hvalur 3 WI 5

Leið 7
100 metrar, 2-3 spannir

Leiðin er innst í röð þessara þriggja fossa. Leiðin byrjar á bröttu íshafti ca. 10 m. Við af því tekur snjóbrekka undir 50 m frístandandi ískerti. Leiðin endar á syllu hægra megin við Svala. Liggur beinast við að klára leiðina upp Svala eða Þorsta. Einnig er hægt að hliðra eftir syllunni til vinstri og ljúka leiðinni þannig.
Erfiðasta Hvalurinn.

FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 15 feb. 1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Vopnin kvödd M 7

Létt aðkomuspönn upp að þunnu og vandasömu klifri sem endar undir stóru þaki. Kraftmiklar hreyfingar yfir þakið og bratt þaðan upp í stans. Leiðin klárar svo upp gilið.

Mjög ítarlega lýsingu á leiðinni má finna í ársriti Ísalp 2011-2015 sem kom út í desember 2015

Gráða: WI5+/M7, 100m.

FF: Sigurður Tómas Þórisson, Pall Sveinnsson, Skarphéðinn Halldórsson, Matteo Meucci

Mynd: Sigurður Tómas Þórisson

Klifursvæði Esja
Svæði Vesturbrúnir
Tegund Mix Climbing

Myndbönd