Everest tvíburarnir taka við verðlaunum á Íslandi

everest-twins-625_625x350_81453292156

Systurnar Tashi og Nungshi Malik frá Indlandi fengu Leif Eiríksson Young Explorer Award í vikunni. Stelpurnar eru þekktar sem Everest tvíburarnir (Everest Twins).

Tashi og Nungshi eru aðeins 25 ára gamlar en eru þrátt fyrir ungan aldur eru þær komnar með glæsilega ferilskrá í fjallamennskunni. Þær eru fyrstu systurnar til þess að klifra heimsálfutindana sjö (Seven Summits). Þær eru einnig búnar að ganga seinustu gráðuna á norður og suður pólunum. Með því að klára það urðu þær yngstu einstaklingarnir til að ljúka hinni svokölluðu Explores Grand Slam.

Indveska sendiráðið á Íslandi bauð stjórnarmeðlimum Ísalp í samkomu þar sem stelpurnar héldu fyrirlestur um ævintýri sín. Við spjölluðum við systurnar og vonandi verður hægt að birta viðtal við þær í næsta ársriti Ísalp sem er væntanlegt í desember.