Sveigjan

Leið númer 10 á mynd. Suðausturhlíð Miðsúlu.

Gráða I, lengd 50-60 m.

Þessi leið liggur um 20-30 m vestar en Direct (nr. 9) og er auðveldari. Hér eru engin íshöft eða hengjur. Lagt er af stað úr Miðsúludal og komið upp á suðurhrygginn rétt fyrir neðan tindinn.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine
Merkingar

5 related routes

Rupp

Leið númer 13 á mynd

Gráða I/II, 90-100 m.

Farið er upp breitt gil, sem er beint norðan undir hátindi Miðsúlunar. Klettahaft getur verið farartálmi, ef farið er beint upp úr gilinu. Efst má því fara á ská til vesturs út á vesturhrygginn, er þar jafnan samfelldur snjór. Þaðan er haldið áfram vesturhrygginn og efst sameinast Rupp bróðurleiðum sínum Ripp og Rapp (nr. 11 og 12).

Rapp

Leið númer 12 á mynd

Gráða I/II, 90-100 m.

Klifrað er upp gilið næst fyrir vestan Ripp (nr. 11) upp á austurhrygginn. Hengjur eru sjaldgæfar upp úr gilinu. Síðan sameinast þessi leið Ripp (nr. 11).

Ripp

Leið númer 11 á mynd

Gráða I/II, 90-100 m.

Gengið er upp að gili sem liggur niður af austurhrygg Miðsúlunar og klifrað þar upp á hrygginn. Upp úr gilinu getur verið smáhengja. Nú er farið á ská til vesturs fyrir neðan hátindinn og út á vesturhrygginn rétt neðan við tindinn. Smá klettahaft er efst á hryggnum, en það er yfirleitt lagt ísi eða snjó.

Sveigjan

Leið númer 10 á mynd. Suðausturhlíð Miðsúlu.

Gráða I, lengd 50-60 m.

Þessi leið liggur um 20-30 m vestar en Direct (nr. 9) og er auðveldari. Hér eru engin íshöft eða hengjur. Lagt er af stað úr Miðsúludal og komið upp á suðurhrygginn rétt fyrir neðan tindinn.

Direct

Leið númer 9 á mynd. Suðausturhlíð Miðsúlu

Gráða II/III, 50-60 m.

Leiðin byrjar úr Miðsúludal og tekur stefnu beint á tindinn upp ísi- og snjólagt gil í klettabelti fyrir neðan tindinn. Engar hengjur eru á leiðinni, en gilið sem er um 30 m lang er oft ísilagt og mjög bratt, varla fært nema við góð skilyrði. Þegar upp úr gilinu er komið, er haldið áfram upp á tindinn, og eru þar engir farartálmar.

Skildu eftir svar