Sárabót Satans

Sárabót Satans er tveggja spanna móbergssprunga í vesturvegg Hrútafells, veggurinn er hér um bil 3 km fyrir vestan Skóga, snýr í norðvestur og er vægast sagt áberandi þegar komið er úr bænum. Nyrsti hluti þessa veggjar er svo einskonar drangi eða nýpa og gengur undir nafninu Arnarnýpa og rís tæpa hundrað metra í mjög sléttu og felldu móbergi sem verður að teljast heillegt á sínum mælikvarða.

Leiðin er með boltuðum sigakkerum = þrír 15 sm múrboltar í hvorum stansi, klifruð í tveimur spönnum, sú fyrri er hrein snilld 50 m 5.8 og því vissara að vera með alla vini sína með ef menn eru haldnir einhverri flughræðslu, seinni spönnin sem er um 30 m 5.8, byrjar á ansi víðri sprungu svo það er ekkert verra að vera með eitthvað XL dót.

Lengd: 80 m, klifruð í 2 spönnum
Útbúnaður: Tvær 50 m línur og mikið af vinum í öllum stærðum.
Fyrst farin: Jökull Bergmann Drangann, Guðmundur Tómasson, Ásmundur Ívarsson, Rúnar Óli Karlsson. Maí 1999.

Ljósmynd (Jökull Bergmann): Sárabót Satans, leiðin liggur eftir horninu vinstra megin á myndinni og endar undir þakinu vinstra megin a veggnum.

 

ATH: Arnarnýpa er á landareign Hrútafells og allt klifur á svæðinu fer fram með samþykki Magnúsar Eyjólfssonar og Fannars Magnússonar bónda að Hrútafelli sem þó firra sig allri ábyrgð á því sem klifrarar taka sér fyrir hendur og biðja menn vinsamlegast um að koma við á bænum og láta vita af ferðum sínum áður en lengra er haldið.

Móberg er mjúkt berg svo hættara er við að millitryggingar rifni auðveldar út en í harðari bergtegundum, lausnin á þessu vandamáli er að tryggja þéttar og spenna vinina meira en venjulega í sprungurnar.

Lesa má nánar um leiðina og frumferð hennar á bls. 4 í ársriti Ísalp árið 2000.
http://www.isalp.is/wp-content/uploads/2015/08/ISALP2000.pdf

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Hrútafell
Tegund Alpine
Merkingar

1 related routes

Sárabót Satans

Sárabót Satans er tveggja spanna móbergssprunga í vesturvegg Hrútafells, veggurinn er hér um bil 3 km fyrir vestan Skóga, snýr í norðvestur og er vægast sagt áberandi þegar komið er úr bænum. Nyrsti hluti þessa veggjar er svo einskonar drangi eða nýpa og gengur undir nafninu Arnarnýpa og rís tæpa hundrað metra í mjög sléttu og felldu móbergi sem verður að teljast heillegt á sínum mælikvarða.

Leiðin er með boltuðum sigakkerum = þrír 15 sm múrboltar í hvorum stansi, klifruð í tveimur spönnum, sú fyrri er hrein snilld 50 m 5.8 og því vissara að vera með alla vini sína með ef menn eru haldnir einhverri flughræðslu, seinni spönnin sem er um 30 m 5.8, byrjar á ansi víðri sprungu svo það er ekkert verra að vera með eitthvað XL dót.

(meira…)

Skildu eftir svar