3 related routes

Humarkló

Leið upp á Humarkló í Heinabergsfjöllum.

Aðal erfiðleikarnir felast í seinustu 10m eða svo. Ca 5.8 en í lausu bergi þar sem erfitt er að vita hverju á að treysta.

FF: Björgvin Richardsson, Guðni Bridde og Valdimar Harðarson, júní 1991

 

HUMARKLÓIN – Eftir Björgvi Richardsson

Tæpum tveim mánuðum eftir að við stóðum saman á tindi Karlsins var stefnan aftur sett á óklifin tind. Að þessu sinni var það Humarklóin í Heinabergsfjöllum sem varð fyrir valinu. Heinabergsfjöll eru austan Skálafellsjökuls í suðaustanverðum Vatnajökli og blasa við frá Höfn í Hornafirði í norðvestri. Um tindinn vissum við lítið, höfðum aðeins séð af honum óljósa mynd. Við vissum hvar hann var á landakortinu. En við vissum að hann var óklifinn. Það var nóg.

(meira…)

Bólstaðafoss WI 4

Leið upp Bólstaðafoss í Heinabergsfjöllum, milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls.

75m há leið sem er bröttust efst.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Óskar Arason og Rory Harrison, 30. janúar 2019

Óvænta akkerið WI 3

Leið upp gil rétt vestanmegin við Bólstaðafoss, vestan við Fláajökul.

Möguleiki á mismunandi útgáfum í efri hluta, meðal annars strompur hægra megin í gilinu.

FF: Rory Harrison, 5. des 2018, WI 2 -3

Skildu eftir svar