Norðurhlið Tindsins – Afbrygði WI 3

Rauð lína á mynd

Í mars 1995 var farið nýtt afbrygði á Tindinn í Tindfjöllum. Klifrað er upp Norðurhlíð Tindsins eftir „normal-leið“ frá 1979, þangað til komið er upp í klettana. Þaðan er farið beint upp og endað í litlu gili/lænu og er komið beint á hrygginn sem er í raun hæðsti punktur Tindsins.

FF: Guðmundur Jóhannsson, Ívar Finnbogason og Sigursteinn Baldursson, mars 1995, WI 3

Klifursvæði Tindfjöll
Svæði Tindurinn
Tegund Ice Climbing
Merkingar

3 related routes

Norðurhlið Tindsins – Afbrygði WI 3

Rauð lína á mynd

Í mars 1995 var farið nýtt afbrygði á Tindinn í Tindfjöllum. Klifrað er upp Norðurhlíð Tindsins eftir „normal-leið“ frá 1979, þangað til komið er upp í klettana. Þaðan er farið beint upp og endað í litlu gili/lænu og er komið beint á hrygginn sem er í raun hæðsti punktur Tindsins.

FF: Guðmundur Jóhannsson, Ívar Finnbogason og Sigursteinn Baldursson, mars 1995, WI 3

Suðurhlið Tindsins

Ein af þremur leiðum á Tindinn, 1251 m háan klettastapa sem Tindfjöll eru kennd við.

Frá Efstaskála (Ísalp skálanum) er um 300 m lækkun niður í gil Þórólfsár. Þaðan um 700 m hækkun á Tindinn.

Áætlaður göngutími: 4-6 klst. úr Efstaskála upp að Tindi. Auk þess má ætla 1-2 klst. í klifrið upp á Tindinn.

Farið er upp Tindinn að suðaustan. Er það um 80 m hátt klifur, fært bæði vetur og sumar, en mun aðveldara í hjarni og ís. Er þetta ca. 2.-3ju gráðu snjó/ís-klifur. Að sumarlagi er fátt um góðar tryggingar, bergið yfirleitt laust.

Leið nr 11.

Norðurhlið Tindsins

Ein af þremur leiðum sem liggja upp á Tindinn, 1251 m hár klettastapi sem Tindfjöll eru kennd við.

Frá efsta skála (Ísalp skálanum) eru um 5 km að Tindinum, um 2-2,5 klst og 1-2 tímar í klifrið sjálft.

Þægilegt er að klifra SV hrygginn upp á Hornklofa og halda svo eftir hryggnum sem liggur í suður þar til komið er að Tindinum.

Norðurhlið Tindsins er talin erfiðari en suðurhlíðin, trúlega ófær að sumri til. Bestu aðstæðurnar yrðu seinni hluta vetrar og að vori til, í ís og harðfenni. Þessi hlið Tindsins var fyrst klifin, svo vitað sér, í apríl 1979. Klifrið er um 80 m hátt, meðalhalli 55°, tvö höft þó um 70° brött. Telja má þetta  3ju gráðu snjó/ís-klifur. Lagt er upp frá lægð í háhryggnum, rétt norðan undir Tindinum. Er þá fyrst farið yfir í bratta austurhlíðina, síðan upp klettahaft, oft ísi lagt. Er þá komið upp að klettarana, þaðan haldið upp snjólænu norðan í Tindinum sem liggur upp á hæðsta kollinn.

FF: Jón E. Rafnsson og Guðjón Ó. Magnússon, 28.04 1979, WI 3

Skildu eftir svar