Ósk Norðfjörð null

III, AI2, WI 4+, 800m (650?)

FF: Davy Virdee, Haraldur Guðmundsson og Thorvaldur Grondal, 14.apríl 2006

Haraldur Guðmundsson var á ferðinni í Svarvaðardal tveim árum eftir að Wankers Syndrome var klifruð, páskana 2006. Þessu sinni var stefnan sett á línu sem liggur hægra megin við Rúnkarann og endar svo uppi á blátoppnum. Er leiðin nefnd í höfuðið á Ósk Norfjörð, fyrirsætunni íðilfögru.

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Búrfellshyrna
Tegund Alpine

Wanker’s syndrome null

III, AI2, WI3, M4, 750 m

FF: Andri Bjarnason, Haraldur Guðmundsson, Stefan Örn Kristjansson, 9.apríl 2004

Leiðin liggur upp miðgilið á fésinu, hægra megin við Ormapartí (sjá mynd). Löng og fjölbreytt leið sem að stærstum hluta er klifur í pökkuðum snjó með íshöftum inn á milli. Klifrað er um 400 m upp gilið að bröttu íshafti, þar sem gilið er hvað þrengst. Þar fyrir ofan liggur leiðin upp snjófláa og klettarana upp til hægri og endar með bröttu ís- og klettahafti. Sú spönn endar uppi á hrygg í um 1000 m hæð þar sem klifrinu lýkur. Hryggurinn liggur svo áfram að toppi fjallsins sem er 1177 m.y.s. Klifur í leiðinni ber að forðast ef minnsta snjóflóða/grjóthrunshætta er fyrir hendi. Niðurleiðin niður vesturhlið fjallsins og út Grýtudal, er brött og varasöm í miklum snjó (30-40° bratti). Gráðurnar endurspegla erfiðustu kafla leiðarinnar en tæknilega er leiðin vel viðráðanleg, aðalerfiðleikarnir felast í lengd hennar. Hægt er að klifra leiðina mestmegnis á hlaupandi tryggingum.

 

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Búrfellshyrna
Tegund Alpine

Miðgil

Mynd nr. 3 á mynd.

Smá haft í byrjun, brattur snjór og lítil WI 3 höft á milli, endar uppi á topp. Skemmtileg ævintýraleið og á miðri leið getur að líta drjólann sem prýðir forsíðuna af ársriti ÍSALP 1985. Leiðin fékk uppreisn æru veturinn 2014 og fékk þá þónokkrar heimsóknir.

Gráða: 2/3, 150m.

FF.: Björn Vilhjálmsson og Orthulf Prunner, mars 1980.

Klifursvæði Esja
Svæði Vesturbrúnir
Tegund Alpine

Síamstvíburinn M 7+

Leið merkt inn sem 13 á mynd

Sama byrjun og Ólympíska, en beygir fljótt til hægri upp nefið. Eftir mestu erfiðleikana er lítil sylla sem hallar að klifraranum. Þessi sylla þarf að vera ísuð til þess að gráðan passi almennilega.

FF: Ívar F. Finnbogason, Haukur Elvar, Viðar Helgason og Gummi Spánv, des 2009

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Tvíburagil
Tegund Mixed Climbing

Myndbönd

Ólympíska félagið M 7

Leið merkt inn númer 12 á mynd

Frægasta og mest klifraða leið í Tvíburagili eftir sósíalvetur 2008-2009. Leiðin liggur upp eftir yfirhangandi sprungu og endar í ís þar fyrir ofan. Stutt og snörp leið.

FF.: Andri Bjarnason og Freyr Ingi Björnsson, des. 2008.

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Tvíburagil
Tegund Mixed Climbing