Gasfróði Direct WI 4+

Leið númer 2. (rauð)

Er beinasta og fallegasta línan í Grasfróða (vinstra megin við samnefnda leið sem klifin var fyrir 2 árum), 5 mínútna gangur upp frá austustu húsunum á Hofi (Fróðaskeri)

Við klifum leiðina í einni spönn, fyrri hlutinn er sennilega ekki nema 3 gráða, en ofan við miðju hertist róðurinn. Þurfti að komast undan smá slúti til að komast í efsta og lengsta lóðrétta kaflann. Verst var samt að komast yfir brúnina upp úr leiðinni, úr lóðréttum ís í blautan mosa og gras. Ísinn var mjög kertaður, og mikið um húkk frekar en högg.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Guðmundur Þorsteinsson, 05. jan. 2000, 45m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hof
Tegund Ice Climbing

Vikivaki WI 4+

Mynd óskast

Milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur fyrir ofan vegskálann við Innri Hvanngjá

10 mín. léttur gangur að leið og síðan 35 m. af léttri ísbrekku upp í fallegan íshelli. Þaðan er brattur foss (40 m.) upp á brún.

FF: Rúnar Karlss, Eiríkur Gísla og Ragnar Þrastar, 02. jan. 2000

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Óshlíð
Tegund Ice Climbing

Tímaþjófurinn WI 4

Mynd óskast (og nákvæmari staðsetning!)

Farið upp gil við einn af vegskálunum Rúnar veit kannski seinna hvaða vegskáli það er. Töluverð hækkun er upp að leiðinni og má búast við snjóflóðahættu þar ef ekki er allt tipp topp.

Bara ís, 10m breitt 30m hátt

FF: Rúnar Óli Karlsson, Ívar Freyr Finnbogason

 

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Óshlíð
Tegund Ice Climbing

Ísafjarðardjúp

Vestfjörðunum er skipt niður í:

Takið eftir því að svæðið Ísafjarðardjúp nær einnig yfir Súgandafjörð og Önundarfjörð.

Djúpinu skiptum við svo niður í

  • Önundarfjörð (Skáladalur, Þorfinnur, Kaldbakur og Hafradalur),
  • Óshlíð (Seljadalur, Kálfafellsdalur og Óshlíð),
  • Nágrenni Ísafjarðar (Bakkahvilft, Gleiðarhjalli, Naustahvilft og Kirkjubólshvilft)
  • Álftafjörður (Súðavíkurhlíð, Valagil og Seljalandsdalur)
  • Hestfjörður (Straumberg og austan megin í firðinum).
  • Skötufjörður og Mjóifjörður

Önundarfjörður – Skáladalur

  1. Thor’s Revenge – WI 5

Önundarfjörður – Þorfinnur

  1. Gjáin –  Gráða I-II

Við veginn. Við enda Þorfinns eru hamrar sem safna á sig ís í frosti. Hamrarnir eru andspænis Flateyri í Önundarfirði. Hamrar þessir liggja veginn svo roadsite-ið gerist ekki betra hér á landi.

  1. Ófarin
  2. Spegillinn – WI3+
  3. Bryggjukaffi – WI3
  4. Gunnukaffi – WI3+
  5. Litla Býli – WI3
  6. Vagninn – WI4
  7. Ófarin
  8. Ófarin
  9. Ófarin
  10. Ófarin

Önundarfjörður – Kaldbakur

  1. Dizziness of Pil(l)ar – WI 5+

Önundarfjörður – Hafradalur
Í botni Önundarfjarðar er bær sem ber nafnið Betanía. Beint upp frá Betaníu er áberandi hvilft sem heitir Hafradalur. Þar hafa verið klifraðar 11 leiðir og einhverjir möguleikar eru á nokkrum í viðbót. Hafradalur var heimsóttur á Ísklifurfestivali Ísalp 2020 og þá voru nánast allar leiðirnar í dalnum klifraðar.

  1. Vor í febrúar – WI 3
  2. Vatnadrekinn – WI 3
  3. ?
  4. Djöfulsins bras – WI 3-4
  5. Brennivínshippinn – WI 4+
  6. Puttaferðalangar – WI 3+
  7. Bjöggi – Heiða
  8. No Ragrets – WI 3+
  9. Alúetta – WI 4
  10. Betanía – WI 4
  11. Sýndarveruleiki – WI 4
  12. Óklifin

Súgandafjörður

Spillisfjörur
Þegar komið er fram hjá Suðureyri eru um tveggja kílómetra langir hamrar kjaftfullir af ís með engri aðkomu. Áhugasamir gætu líklega komið fyrir tugum ef ekki hundruðum leiða þarna allt frá stuttum WI2-3 upp í fjölspanna WI4 ævintýri. Vegurinn er skráður sem grjóthrunssvæði svo það er góð hugmynd að koma bílnum fyrir á öruggum stað.

Óshlíð – Seljadalur
Seljadalur er einn af þremur dölum sem er á hlíðinni milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Í dalnum hafa í raun aðeins verið klifraðar tvær leiðir. Í ískönnunarferð um daginn sáust nokkrir skemmtilegir möguleikar s.s. mjög bratt kert sem fellur fram af klettaþaki og 50 – 60 m mjög brattar leiðir (a.m.k.) tvær.

Óshlíð – Kálfadalur

Óshlíð
(15 mín akstur frá Ísafirði + 20 – 40mín gangur frá vegi eftir leiðum)
Þarna er búið að klifra töluvert af leiðum og er úrvalið mikið. Leiðirnar sem hafa verið klifraðar eru á bilinu WI 3 – 5 og eru möguleikar á erfiðari leiðum ef menn og konur séu á þeim buxunum. Víða eru skemmtilegir gilskorningar með löngum „alpaleiðum“ þar sem skiptist á snjór, ís og klettar. Bergið er merkilega gott. Það þarf að síga úr öllum leiðunum nema það sé klifrað alveg upp á topp. Það er sjaldan gert. Best er að nota V – þræðingar en oft er hægt að finna klettanibbur til að síga fram af. Taka skal fram að varhugavert er að vera á hlíðinni ef það snjóar. Kosturinn er sá að þessi gil hreinsa sig um leið og snjór sest í þau, þannig að heimamenn vita hvenær fjallið er öruggt.

Nágrenni Ísafjarðar – Bakkahvilft
Bakkahvilft er inni í Hnífsdal og er ekki vitað til þess að þar hafi verið klifrað þangað til 2019

  1. Googooplex – WI 4, AD+
  2. Purrkur – WI 3+

Nágrenni Ísafjarðar – Gleiðarhjalli
(40 -50 mín gangur frá bænum)
Gleiðarhjalli er í Eyrarfjalli beint fyrir ofan Eyrina á Ísafirði. Svæðið er með fullt af styttri leiðum í giljum í endilöngum hjallanum. Gott fyrir klifrara sem ekki eru búnir að klifra mikið. Ofan Gleiðarhjalla eru nokkrar lengri leiðir sem ekki hafa verið klifraðar sökum þess að í venjulegu árferði sest svo mikið af snjó á hjallann sem styttir leiðirnar verulega.

Hömrunum í Gleiðarhjalla er skipt niður í vinstri, mið og hægri hamra.

  1. Vestri
  2. Hörður
  3. Aldrei fór ég suður
  4. Eyrin
  5. Pollurinn
  6. Langi Mangi
  7. Edenborg
  8. Húsið
  9. Krúsin
  10. Krílið
  11. Kroppsæla
  12. Beikonsæla
  13. Púkar
  14. Dokkan

Nágrenni Ísafjarðar – Naustahvilft
(60 mín gangur frá vegi)
Hvilftin er ofan flugvallarins á Ísafirði og býður upp á langar leiðir (3ja spanna) í flottu umhverfi með Ísafjörð fyrir neðan og útsýni út Ísafjarðardjúp. Flestar léttu leiðirnar 4gr. og undir) hafa verið klifraðar en a.m.k. tvær til fimm svakalega flotta leiðir eru mögulegar. Fer eftir aðstæðum.

Nágrenni Ísafjarðar – Kirkjubólshvilft
(60 mín gangur frá vegi)
Næsta hvilft inn frá Naustahvilft, ofan við endurvinnslustöðina Funa.

 

Álftafjörður – Súðavíkurhlíð
Í Súðavíkurhlíð er allt roadside. Þar var klifrað á kvennaísklifurnámskeiðinu Chicks with picks árið 2016.

  1. Roadside living – WI 3+
  2. Life’s a beach – WI 3+

Álftafjörður – Svarthamarsfjall

Álftafjörður – Seljalandsdalur
Valagil er í botni Álftafjarðar og er einnig í Seljalandsdal. Um 30 mín akstur er frá Ísafirði og 50 min gangur. Hægt er að keyra langleiðina upp að leiðunum á sæmilegum jeppa og eru þar skemmtilegir möguleikar. Búið er að klifra eina leið, Stekkjastaur WI 4 um 60m löng og mjög falleg. Leiðin er reyndar aðeins innan Valagilsins sjálfs. Í gilinu er mikill foss sem úðar vatni á klettaveggina sitthvoru megin. Eins eru smærri sprænur sem renna niður af gilbörmunum neðar í gilinu.

Hestfjörður – Straumberg

  1. Brotnar skeljar – WI 3
  2. Öldugangur – WI 5
  3. Axarskaft – M 4-
  4. Brotnar varir – WI 4
  5. Marfló – WI 4

Hestfjörður – Austan megin í firðinum (eða í firðinum)

    1. Visiting Souls – WI 3+
    2. Hestfoss

Skötufjörður og Mjóifjörður
Vitað er um eina leið í hvorum firði, báðar eru alveg við veginn og því tilvaldar til að brjóta upp aksturinn inn eða út Djúpið.

  1. Sú eina rétta – WI 3/+
  2. Vegastopp – WI 3

Sjónhverfingar WI 4+

Leið númer 2 á mynd

Þegar komið er upp á efri brún innstuhvelfingarinnar í Grænafjallsgljúfri Sér maður tvær áberandi línur; Nálaraugað vinstra megin en Sjónhverfingar hægra megin inni í horni.

Leiðin leit út fyrir að vera auðveld en var það ekki, hliðranir og smá yfirhangandi á köflum leiðir upp á stall þaðan sem hægt er að klifra upp á brún á ísfylltri sprungu og klettum (2m). Líklega komu allir þessir erfiðleikar til af því að ísin hafði tekið á sig skrítin form þegar hann bráðnaði, leiðin þarf því ekki að vera svo erfið í góðum aðstæðum.

FF: Ívar Freyr Finnbogason og Tony Klein, 20. mars 1999, 50m

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Græna byltingin M 5+

WI 5+ / M5-6      70m

Í Grænafjallsgljúfri milli Sandfells og Grænafjalls í Öræfum. Ein af fyrstu leiðunum sem komið er að, er í ytri hvelfingunni. (Til að fara í innri hvelfinguna þarf að klifra upp 6-8 metra íshaft. Leiðin liggur upp í Sandfell og rétt hægra megin við hana

Leiðin byrjar í áberandi kerti sem kemur úr klettaveggnum. Efst af því þarf að hliðra til vinstri í klettaveggnum til að komast í ísinn í gilinu sjálfu. (Þriðji maðurinn fór direct afbrigði beint upp í gilið) Síðan tekur við létt klifur upp að kerti sem liggur efst úr gilinu upp á brún. Þar þurfti að klifra í kletti/mosa bak við þunnt kertið áður en óhætt var að fara í ísinn hægra meginn í kertinu. Síðan tók við góður kafli með vinstri hendi/fót í kertinu, en hægri fót/hendi í mosaveggnum. Bellisimo.

FF: Dan Gibson, Ívar Finnbogason og Einar R. Sigurðsson, 05. mar. 1999

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Mix Climbing

Sléttubjargafoss WI 5

Leið númer 1 á mynd

Sléttubjargarfoss er innst (lengst til vinstri) inni í hvilft með mörgum ísleiðum. Stigárjökullinn er ca. 1 km fyrir norðan (til hægri). Fyrri hluti leiðarinnar er í víðáttumiklum góðum 4- gráðu ís og efri hlutinn liggur upp kerti sem helst vel lóðrétt langleiðina upp að brún. (Skrifað 1999)

Sléttubjargafossinn fellur af Sléttubjörgum sem eru upp af Háöxl og Hnappavöllum í Öræfum. Aðkoman er á milli Hnappavalla og Stigár.

FF: Dan Gibson, Ívar Finnbogason og Einar Sigurðsson, 4. mars 1999, 60m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Nálarauga WI 5

Leið númer 1 á mynd

Leiðin er mest áberandi kertið sem sést m.a. vel af Virkisjöklinum. Fyrri spönnin liggur upp lóðréttann ís með klettavegginn á vistri hönd. Seinni spönnin hefst á að klifra undan litlu slúti, síðan þræðir maður sig inn í auga á kertinu og klifrar inni í því og kemur út í gegnum það langleiðina upp við brún.

FF: Dan Gibson, Ívar Finnbogason og Einar R. Sigðurðsson, 03. mar. 1999

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

The Road To Nowhere WI 4

Leið númer 2 á myndinni

Leiðin er innst í gljúfrinu, í mest áberandi ísþilinu um 50 metrum til hægri frá Grænafjallsgljúfurfossinum sjálfum. Um 10 metrum til hægri við leiðina er 20-30 m frísstandandi kerti. Þegar komið er upp á brún á þessari leið taka við fláar og síðan annað lægra ísþil.

The first route to be climbed in Grænafjallsgljúfur (apart from what Hallgímur Magnússon did there in 1987) was The Road To Nowhere (WI4 70m). It is in the upper arena. The wall facing south in the upper arena is divided into two giant steps. The Road to Nowhere is on the lower step, after that comes an easy slope up to the upper step. Nálarauga is on the upper step.
There is a wide unclimbed ice wall on the upper step straight up from The Road to Nowhere (and Þýsk/Íslenska). Nálarauga is further to the east. Actually there is an unclimbed route on the lower step leading straight up to Nálarauga.

FF:Dan Gibson, Ívar Finnbogason og Einar R. Sigðurðsson, 03. mar. 1999

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Three CC WI 3

Þrjú kúbik.

Þessi leið er þriðja leiðin við göngustíginn að Skaftafellsjökli, ca. 1-200 metrum austar en Beta. Ísinn byrjar bara 40 metra frá stígnum.

Frekar léttir 3. gráðu stallar. En fallegt umhverfi, og mjög byrjendavænt. Þægilegt að geta gert megintryggingar og sigið af birkitrjám.

20+20+15 metrar.

FF: Laurent Jegu, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og Einar Rúnar Sigurðsson, 2. feb, 2008.

Öræfingurinn að leggja í hann.
Öræfingurinn að leggja í hann.
Laurent Jegu (Lolo) að koma upp aðra spönn í sinni fyrstu ísleið.
Laurent Jegu (Lolo) að koma upp aðra spönn í sinni fyrstu ísleið.
Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsjökull
Tegund Ice Climbing

The First Lady WI 3

Staðarfjall í Öræfum á suðausturlandi.

Staðarfjall er í landi Hnappavalla, fjallið austan við Hólárjökul og vestan við Kvíárjökul. Leiðin er áberandi neðsta leiðin í fjallinu, sem styðst er að ganga að. Ofar í sama gili er 4. eða 5. gráðu spönn (sem reyndar er hægt að ganga að án þess að klifra.

Fyrst voru 15 metrar af 2. gráðu, síðan smá labb upp að aðalleiðinni sem var 45 metrar af 3. gráðu ís. Skemmtilegt. Hægt að síða niður eða labba áfram upp gilið og ganga niður í vestur.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Leiðin er neðri hlutinn af ísleiðinni sem Matta er að labba að. Eins og sjá má er margt spennandi í Staðarfjalli allt óklifrað. Við vorum svona 15-20 mínútur að ganga að leiðinni frá bíl
Leiðin er neðri hlutinn af ísleiðinni sem Matta er að labba að. Eins og sjá má er margt spennandi í Staðarfjalli allt óklifrað. Við vorum svona 15-20 mínútur að ganga að leiðinni frá bíl.
Einar að brölta upp litla stallinn í byrjun. Hann fékk ekki að vera skrúfu aðnjótandi enda bara 2. gráðu þrep.
Einar að brölta upp litla stallinn í byrjun. Hann fékk ekki að vera skrúfu aðnjótandi enda bara 2. gráðu þrep.
Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Staðarfjall
Tegund Ice Climbing

Á síðustu stundu WI 3+

Klettarnir norð-vestan meginn við mix gilið í Breiðdal

Ekið frá veiðihúsinu á Eyjum í austur eftir Suðurbyggðarvegi. Hægt er að keyra á jeppa langleiðina að henni eftir slóða sem er við afleggjarann að eyðibýlinu Litluflögu.

Nokkuð stutt brött en skemmtileg höft. Var kirfilega kertuð þegar klifruð var fyrst. Er sjálfsagt léttari í betri aðstæðum.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Daði Snær Skúlason, 24. feb 20

Klifursvæði Breiðdalur
Svæði Flögugil
Tegund Ice Climbing

Á heimavelli WI 3+

Raggi sígur af trénu

Norðan og austan við Brúarhlaðabrúnna í Hvítárgljúfri. Ca. 350 metra gangur frá sumarbústaðnum sem þar er niður með ánni og fram á brún. Tryggt í tré, sigið niður og klifið.

Þriggja metra breitt ísþil sem náði niður en breikkaði svo fljótt og úr varð á að giska 8 metra breiður og aðeins stallaður ísfoss

 

FF: Freyr Ingi, Erlendur Þór, Ragnar Þór og Thorsten Henn

Klifursvæði Hvítárgljúfur
Svæði Brúarhlöð
Tegund Ice Climbing

Canada dry WI 5

Rauð lína á mynd

Fyrir ofan bæinn Fit undir Eyjafjöllum. Áberandi lína sem þekkist helst af því að miðja hennar sést ekki frá bænum. Og efsti hlutinn ekki þegar maður er kominn dáldið austur fyrir bæinn.

5.gr. Er reyndar líklega ekki mikið brattari en þessar hefðbundnu Eyjafjallaleiðir en þegar ísinn er í fangið nánast allan tímann þá er það líklega 5.gr. Þó hann sé mjúkur.

140m. 70 / 40 / 30.

F.F. Arnar, Berglind og Ívar 2.jan 2010.

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Óli prik WI 5+

Leiðin er vinstri línan á myndinni

Staðsett milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss, rétt yfir tjaldstæðinu.

„Nokkuð stíft klífur og með afbrigðum skemmtilegt svo það var tregablandin ánægja þegar við toppuðum með logandi frammhandleggi“

Sögur herma að þetta hafi verið farið áður og þá líka hægri fossinn, við óskum eftir nánari upplýsingum um það.

FF: Ívar Finnbogason, Freyr Ingi og Viðar Helga

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Seljalandsfoss
Tegund Ice Climbing

Giljagaur WI 4

Blá lína á mynd.

Leiðin er í gili í Þórsmörk, lýsingin á aðkomunni hljómar svona:

Prentaðu út myndina og aktu áleiðis inn í Þórsmörk. Ef þú sérð leiðina ertu búinn að finna hana. Ef þú kemur að Gígjökli fórstu verulega langt framhjá henni og ættir að snúa við.

Í frumferð var neðsta og efsta haftið ekki vaxið alveg niður, því er hægt að sauma bæði framan og aftan á leiðina ef þeir hlutar eru í aðstæðum

FF: Ívar Finnbogason og Freyr Ingi og Viðar Helgason

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Grettisskarð
Tegund Ice Climbing

Giljagaur WI 5

Mynd og nánari staðsettning á Gilsárgljúfri óskast

Innst í Fljótshlíð við mynni Gilsárgljúfurs, austan Þórólfsfells, fóru GHC og JB nýja leið þann 31. október 1998. Fyrri spönnin, sem sést frá veginum, byrjar í frístandandi 40m kerti, upp í stóra gróf þar sem annað 40m kerti tekur við. Mjög falleg leið sem vel þess virði er að keyra alla leið úr bænum fyrir. Leiðina nefndu þeir Giljagaur og er hún 80m, gráðan WI5

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er önnur leið þarna rétt hjá sem heitir líka Giljagaur, sú leið er á leiðinni inn að Gígjökli í Þórsmörk.

Klifursvæði Fljótshlíð
Svæði Fljótshlíð
Tegund Ice Climbing