Fyrsta Græjuhorn Ísalp er nú komið út!

Græjuhornið

Nú hefur fyrsta Græjuhornið (í mörg ár) verið gefið út. Í tilefni þess er 25% afsláttur af græjunni, Tikka RXP höfuðljósi og öllum Marmot dúnúlpum í Fjallakofanum til 1. febrúar.

Græjuhornið er „nýr“ liður í starfsemi Ísalp og má reglulega búast við óreglulegum innslögum um græjur sem eru nýjar af nálinni eða óvenjulegar og áhugaverðar af einhverju leiti.

Nýjasta Græjuhornið og forvera þess, tækjahornið, má nú finna á síðunni:

Ísalp->Græjuhornið

Græjuhornið

Stakkur WI 4+

Stakkur
Sunnan megin í Stakkholtsgjá er mjótt
ískerti. Þetta er eitt af þeim fáu sem nær
alveg niður af þeim óteljandi sem hanga
í klettaveggjum víða í gjánni. Leiðin er
50m og 4.-5. gr.

FF.: Dagur Halldórsson og Viðar Hauksson, 11. mars 1995.

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Stakkholtsgjá
Tegund Ice Climbing

Partý WI 4+

Mynd óskast

Í einum af fjölmörgum gilskorningum
Eyjafjalla, vestan við Grýtutind, leynist
hár ísfoss. Hann er breiður neðst en
endar í bröttu kerti með hengju efst.
Leiðin er 80m, 4.-5. gráða.

FF.: Dagur Halldórsson, Viðar Hauksson og Leifur Örn Svavarsson, 11. febrúar 1995.

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Grýtutindur
Tegund Ice Climbing

Vinstri Paradísarheimt WI 4

Leið númer 1

Klifrað var enn eitt afbrigðið af Paradísarheimt, nú lengst til vinstri. Leiðin er svipuð eðlis og hinar. Mikil bleyta var í byrjun annarrar spannar og enginn ís á síðustu 15m sem eru klifraðir í brattri grasbrekku. Leiðin
er 120m og 4. gráða. Það voru þeir Magnús Gunnarsson, Karl Ingólfsson og Páll Sveinsson sem fóru hana. Eyjafjöll, Norðurhliðar

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Dreitill þráðbeinn WI 5

Leið númer 5

Klifrað er eftir leið Páls Sveinssonar og Guðmundar Helga fyrstu tvær spannirnar en í þriðju spönn er klifrað beint upp í stað þess að hliðra til hægri. Leiðin er 120m og 5. gr.

FF: Dagur Halldórsson og Kjartan Þorbjörnsson, 29. janúar 1995.

 

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Tindfjöll

  1. Gefnir hafa verið nokkrir leiðavísar um Tindfjallasvæðið:
    Leiðavísir Ísalp nr. 4 – Tindfjallajökull, fyrri hluti
    Leiðavísir Ísalp nr. 5 – Tindfjallajökull, seinni hluti
    Leiðavísir Ísalp nr. 16 – TindurinnFullt af hressandi alpaleiðum eru hingað og þangað um Tindfjallasvæðið, okkur vantar að safna leiðum til að skrá. GPS trökk og nýlegar myndir óskast.

    1. Hornkofi

    1. Hornklofi, SV hryggur 

    2. Tindurinn

    1. Norðurhlið Tindsins
    2. Norðurhlíð Tindsins – WI 3
    3. Suðurhlið Tindsins

Nálaraugað WI 4

Leið númer 30 á mynd

Ís/snjór
Gráða: WI 4 Lengd: 70 m. T: 1-2 klst.
Þröng skora í neðri hluta sem víkkar ofar. Erfiðust fyrstu 30 metrana. Þessi leið hefur verið vinsæl síðustu ár og á heima á listum yfir klassískar leiðir.

Ekki má rugla þessari leið við Nálaraugað í Brynjudal eða Nálarauga í Grænafjallsgljúfri.

FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 29. des. 1984

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Nálin
Tegund Ice Climbing

Nálapúðinn WI 4

Leið númer 31 á mynd

Lítil skora um 10m frá Nálarauganu. Leiðin er ekki merkt inn á myndina, erum ekki alveg viss hvort þessir 10m eru til hægri eða vinstri við Nálaraugað

Leiðin er blönduð; byrjað er í klettum, ís er um miðbikið og endað er í klettum. En þetta er sjálfsagt misjafnt eftir árferði. Íshlutinn er WI 4, ekki er vitað hve erfiðir klettarnir eru

FF: Jón Haukur Steingrimsson og Þorbergur Högnason, 25. desember 1994, 70m

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Nálin
Tegund Ice Climbing

39 þrep WI 4+

Leið númer 23 á mynd

Ís/berg
Gr.: 4/5 og IV L.: 30 m. T.: 2 klst.
Erfiðasta leiðin i Búahömrum enn
sem komið er (1985). Blanda af ís- og klettaklifri. Alvarleg
leið i gleiðu horni.

N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 29.des. 1984, 30m

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Spólan
Tegund Ice Climbing

Spólan

Leið númer 26 á mynd

Gr.:2/3 L.:60 m. T.: 1 klst.

Skemmtileg leið með erfiðu en stuttu íshafti neðst og síðan upp ísað horn.

N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil

Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru afbrigði af spólunni 1987. Afbrigðið fylgir Spólunni upp 2/3 leiðarinnar en beygir þá til vinstri og fer upp víða sprungu (IV). Mixklifur.

FF: Snævarr Guðmundsson, 26. des. 1984, 60m

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Spólan
Tegund Alpine

Fardagafoss WI 3

Mynd óskast

Fardagafoss við Egilsstaði . Karl sólóklifraði fossinn og þótti honum þetta hið skemmtilegasta klifur. Hins vegar þætti ritnefnd það slæmt mál að missa eina af sínum rithöndum og vill því benda Karli á að hætta þessum ósið hið fyrsta. Karl ber það fyrir sig, vegna fenginnar reynslu, að fríklifur sé hættuminna en klifur með austfirðingum!

FF: Karl Ingólfsson, 1996, 15m

Klifursvæði Fljótsdalshérað
Svæði Egilsstaðir
Tegund Ice Climbing

Hrafnsegg WI 5

Mynd óskast, og nánari upplýsingar um staðsetningu. (Milli Útvarðar, leið 7 og Naggs, leið 9, 10 og 11)

Leið á tindinn Nagg. Leiðin byrjar í
skarðinu á milli Útvarðar og Naggs
og liggur upp vesturhrygg Naggs og er hún fimm spannir af fimmtu
gráðu.

Í Frumferðabókinni segir: Leiðin liggur upp vesturhrygg Naggs. Farið er í skarðið milli Útvarðar og Naggs (Leið númer 7.). Fyrst er um 10m haft klifið, af V gráðu. Síðan er hryggnum fylgt uns komið er að stórri sillu undir höfuðveggnum. Hliðrað er til hægri upp í lítið gil sem endar í lóðréttu hafti af V gráðu klifri. Leiðin endar á tindi Naggs.

Aðstæður í frumferð: Veður var gott en snjór á sillum.

FF: Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson, 10. nóvember 1995, fimm spannir

 

Klifursvæði Esja
Svæði Vesturbrúnir
Tegund Alpine