Nýtt í Græjuhorninu

Nú hefur ný færsla í Græjuhornið litið dagsins ljós, hér má nálgast hana. Að þessu sinni fjallar Græjuhornið um ísskrúfu frá Salewa og listar niður kosti hennar og galla ásamt því að stikla á stóru í sögu ísskrúfa.

Nú hefur daginn lengt og möguleikinn fyrir að taka langa daga úti hefur heldur betur opnast. Á þessum tíma árs fara göngumenn að streyma á  Hvannadalshnúk, Hrútfjallstinda og Þverártindsegg. Skíðafólk er farið að renna sér á Tröllaskaga og klifrarar flykkjast í Skarðsheiðina og jafnvel í Eilífsdal og Hrútadal. Heyrst hefur að Skessuhorn sé í prýðis aðstæðum.

Svo nú er tíminn til að stefna upp á fjöll, sama í hvaða tilgangi það er. Njótið vel!