No Man’s Land Film Festival

No man’s Land Film Festival er kvikmyndahátíð um konur í útivist og allar myndir af hátíðinni hafa konur í aðalhlutverki og flestar þeirra eru framleiddar af konum líka.

Ísalp bíður upp á sérstakt klifurúrval af myndum á hátíðinni og heldur hana á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars næstkomandi

Á meðal mynda sem verða sýndar eru til dæmis…

Superior Ice. Ísklifrarinn Angela VanWiemeersch fer til Superior vatnsins á landamærum Kanada og Bandaríkjana og hittir klettaklifurstórstjörnuna Sashia DiGiulian og þær klifra brattan ís saman.

Slaydies. Haustið 2017 fóru Margo Hayes, Emily Harrington og Paige Claassen til Mallorca. Þar fléttuðu þær hárið á hvor annari, deildu vínflöskum og stunduðu Deep water solo alla daga. Þær byrjuðu ferðina sem þrjár gjörólíkar konur en enduðu ferðina sem Slaydies.

Dawa Yangzum Sherpa. Sherpakonur eru ekki kvattar áfram til að klífa fjöll. En það var ekki að fara að stoppa Dawa Yangzum Sherpa, sem ólst upp í þorpi í Himalaya, án rafmagns og rennandi vatns en vissi samt að hún myndi einn daginn standa á toppi Everest. Tuttugu og eins árs stóð hún á topp heimsins og hóf nýja áskorun, að verða fyrsta nepalska konan til að klára hæðsta stig fjallaleiðsagnar, IFMGA. IFMGA réttindi taka meira en fimm ár að klára og kosta meira en 3.500.000isk. Af 6.937 IFMGA leiðsögumönnum um allan heim eru aðeins 1,5% kvennmenn.

… og svo margar fleiri. Ekki láta þig vanta á þessa frábæru sýningu!

Skildu eftir svar