Frítt dótaklifurnámskeið og STARDALSDAGURINN 2017

Mynd úr Stardal – fengin að láni frá Ágústi

Alpaklúbburinn býður klúbbfélögum upp á frítt dótaklifurnámskeið (e. Trad climbing) í Stardal laugardaginn 24.júní. Þátttakendur skrái sig til leiks með nafni, símanúmeri og netfangi í gegnum stjorn@isalp.is . Skráning er nauðsynleg til að hægt sé að áætla fjölda leiðbeinenda. Farið verður úr bænum kl. 09.00 á laugardagsmorgun og má gera ráð fyrir að námskeið standi til ca. 18.00.

Daginn eftir (sunnudaginn 25.júní) verður hinn árlegi Stardalsdagur haldinn. Dagurinn er með frjálslegu sniði og gengur út á það að Ísalparar fjölmenni í Stardal og klifri saman. Verðlaun veitt fyrir besta búninginn. Skyldumæting fyrir alla nýliða og alla ofurhuga í klúbbnum.

-Stjórnin