Telemark festivalið

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemark festivalið

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47560
    0704685149
    Meðlimur

    Sæl öll sömul,

    Allt er á fullu við að undirbúa Telemark festivalið í Hlíðarfjalli.
    – Nóg af snjó er komið
    – Afterski er komið, staður og stund auglýst við keppnina
    – Telemarkhófið er komið staður og stund auglýst síðar í vikunni
    – Hópferð á sunnudag upp á brún kl. 12:00
    – Vegleg verðlaun í hús komið

    Minni á búningakeppnina, bæði fyrir einstaklinga og lið.

    Það hefur nú verið endanlega ákveðið vegna fjölda áskoranna að halda samhliðasvig keppni kvenna og karla.
    En mig vantar hjálp við eftirfarandi:
    6 sjálfboðaliða til að leggja brautina með mér á föstudagskvöldið eða ELDSNEMMA á laugardagsmorguninn. (halda á stöngum og slíkt)

    3 sjálfboðaliða til að halda utan um keppnina sjálfa með mér. Dómar í marki, 2 sem skrá í keppni og draga keppendur saman og halda utan um hverja ferð. (Lasarusar og óléttir hafa oft tekið þetta að sér) Valli er sjálfkjörin í ræsinguna.

    6 sjálfboðaliða til að taka niður brautina og koma stöngum upp í Strýtuskála strax eftir að keppni er lokið.

    Áhugasamir sendi mér SMS í 8637724 til að staðfesta hjálp sína.
    Ég sendi síðan SMS með góðum fyrirvar um stað og stund.
    Má líka hringa en þá eftir kvöldmat, borða kvöldmatinn venjulega svona 18:30 – 19:00 nema manni sé boðið í mat þá oft er ég lengur að borða.

    Kveðja Bassi og Böbbi sem á eftir að skrá sig…

    Allir að skrá sig til að við sjáum ca fjölda í matinn

    #55295
    0808794749
    Meðlimur

    Húrra!

    Ég get tekið þátt í brautarlagningu verði hún á laugardagsmorgninum og líka verið með í að taka hana niður.

    Gott að minna á skráninguna. Þeir sem ætla að skrá marga ( sem eru kannski ekki með aðgang að síðunni) geta sent póst á mig.

    sveinborg (at) hotmail (punktur) com

    sjáumst í herlegheitunum fyrir norðan!

    #55297
    Karl
    Participant

    Bazzi -ég mæti spelkaður og hælheftur og get dundað við brautarlögn og tímavörslu.

    Minni á að Nashyrningar eiga tvö pör af tandem skíðum -(Óli skelltu inn vídeóinu)
    Við erum tilbúinir til að skella upp (ca 5 hlið) braut í Risastórsvigi
    Það væri gott ef e-h geta lagt til bindingar og skíði 2m+ til að útbúa tvö pör til viðbótar.

    k

    #55298
    0704685149
    Meðlimur

    Þetta líst mér vel á.
    2 Komnir

    kv.
    Bassi

    #55301
    3110665799
    Meðlimur

    Verð við brautarlagningu Bassi, frágang og ræsingu. Mun þar að auki halda uppi vörnum við skipulag keppninar, þannig gamlar og nýjar tuðkeeellingar eru velkomnar.
    Minni alla á að skrá sig endilega það nauðsynlegt vegna tölfræðilegra staðreynda sem létta umsjónarfólki alla yfirsýn á umfangi.

    #55303
    2707713519
    Meðlimur

    Flott að sjá að undirbúningur er í fullum gangi fyrir Telemarkfestivalið. Eins og fyrra þá munum við Nashyrningar sjá um apré ski í Glerá með drengjunum í TAT.

    Hér kemur upphitun fyrir sveifluna og þetta er engin smásveifla, 0,2 tonn.

    http://www.youtube.com/watch?v=XfSr2duoQUg

    kv.
    Óli Júll

    #55305
    1402734069
    Meðlimur

    Við Sigga Ragna mætum.

    Komum einnig með einn orginal Norðmann með okkur.

    #55306
    0704685149
    Meðlimur

    Bara að minna á þetta er 10unda skiptið sem Telemarkfestival er haldið.

    Fann þennan link:

    http://www.verksud.is/sidur/telemark/index.html

    Hér er hægt að renna svona yfir sögu festivalsins fyrstu árin, bæði í máli og myndum.

    Læt fylgja hvetjandi mynd úr stökkkeppninni, þegar telemarkarar voru ungir og endurnýjun í sportinu.

    kv.
    Bassi telemarkmynd.jpg

    #55307
    0808794749
    Meðlimur

    Dagskrá tíunda Telemarkfestivalsins hefur verið uppfærð inn á dagskrársíðum.

    Fréttir af Telmark-hófinu á laugardagskvöldið…
    2500 kr kostar inn á herlegheitin og skulu greiðast í reiðufé við inngang Íslandsbæjarins á Hrafnagili.
    MUNA að skrá sig á hófið, annað hvort á dagskrársíðunni eða hjá sveinborg (at) hotmail (punktur) com

    #55312
    Freyr Ingi
    Participant

    Fjallið kjaftfullt af snjó geri ég ráð fyrir

    #55315
    0704685149
    Meðlimur

    Sælir,

    Já það er nógur snjór.
    – og það er snjór í kortunum, þannig að það er ekki vandamálið.
    sjá hér live cam

    http://www.hlidarfjall.is/vefmyndavelar/

    – búið að græja það að lyftur verða opnar til kl. 21:00 á föstudagskvöldið
    – Samhliðasvigið verður á sama stað og síðustu 2 ár, þannig erum við mun sýnilegri.

    Munið veglegir vinningar frá Fjallakofanum: image001.jpg

    #55318
    1402734069
    Meðlimur

    Ekki nema 0,2??

    #55319
    1402734069
    Meðlimur

    Með hvaða Swix áburði mælir þú?

    Bleikum eða þarf heitari?

    #55320
    Goli
    Meðlimur

    Keypti gulan í dag hjá Vidda í Skíðaþjónustunni. Við Maggý erum sem sagt komin norður að taka út aðstæður. Fagna því sérstaklega að dvergar mæti á svæðið, en einhversstaðar sá ég talað um mittisdjúpan snjó :)

    Minni á telemarkreglurnar frá því í fyrra…get póstað þeim hérna ef menn vilja. Þýskur ofuragi og Valli hinn ógnvekjandi er það eina sem dugar á móti gegndarlausu væli sem er jú hluti af keppninni.

    #55330
    0808794749
    Meðlimur

    Ég held í bjartsýnina og neita að taka út klausuna um hið mittisdjúpa…
    Kem með dverga til öryggis.

    Vil annars minna fólk á að vera með reiðufé á sér fyrir aprés ski og veisluna um kvöldið.
    Síðasti séns til að skrá sig í veisluna er á hádegi á föstudag.

    #55331
    0808794749
    Meðlimur

    Smá tilkynning
    BSO: Bifreiðastöð Oddeyrar býður okkur 15 % afslátt af taxta leigubíla út á Hrafnagil…

16 umræða - 1 til 16 (af 16)
  • You must be logged in to reply to this topic.