Sumarið hefst í Stardal

Home Umræður Umræður Klettaklifur Sumarið hefst í Stardal

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45545
    Skabbi
    Participant

    Við Siggi Tommi kíktum upp í Stardal í gluggaveðrinu í gær. Frekar napurt í gjólunni um morguninn en hlýnaði þegar á leið. Renndum í nokkra klassíkera í Miðvestur hömrunum og enduðum á því að taka nokkrar umferðir í Gegnumbrotið í ofavaði. Ég giska á að kennaratyggjó sé góður kostur ef menn ætla sér að leiða þá frægu leið. Allavega það eina sem ég ímynda mér að tolli á klettinum fyrstu 10 metrana.

    Góður dagur í grjótinu, sumarið er komið til að vera.

    Allez!

    Skabbi

    #52705
    Ólafur
    Participant

    Gegnumbrotið er reyndar ekki svo tortryggð ef maður veit hvað á að fara hvar. Ég held að yfirleitt byrji menn í Lúsífer upp að þakinu, hliðri síðan til vinstri og haldi áfram upp utan á stuðlinum – amk fór ég hana svoleiðis og hef bara séð hana klifraða þannig.

    Það er alveg hægt að koma ýmsu inn með smá útsjónarsemi, bara að finna réttu staðina.

    Hälsningar,
    ó

    #52706
    Robbi
    Participant

    Skv. topo af stardal liggur Gegnumbrotið upp fésið á stuðlinum, á milli Lucifer og Skrámunnar. Með því að Klifra byrjunina á Lucifer og hliðra yfir í Gegnumbrotið er verið að klifra framhjá „tortryggða“ hlutanum.

    Gegnumbrotið:

    Utanverður stuðullinn milli B9 og B11 klifinn á
    smágerðum jafnvægishöldum. EK eru hreyfingar
    ofan við þakið og á augljósri egginni þar fyrir ofan.
    Vandasamar tryggingar.

    Lucifer:
    Jaðri stuðuls fylgt inn í gróf, þaðan upp fyrir lítið
    þak (EK) upp óreglulega sprungu.

    robbi

    #52707
    Ólafur
    Participant

    Jamm, ég veit að leiðinni er líst svona í gamla leiðarvísinum. Ég hef hinsvegar aldrei séð neinn klifra hana svona. Og það er vissulega rétt að ef hún er farin svona þá er ekki hægt að tryggja með öðru en kennaratyggjói fyrst 7-8 metrana.

    ó

    #52708
    Skabbi
    Participant

    Ég verð að vera sammála Robba hvað þetta varðar, það hljómar hálfundarlega að kifra Lúsífer hálfa leið og hliðra svo út á fésið enda missir maður þá af löngum og frekar snúnum kafla í Gegnumbrotinu. En það má kannski teygja sig yfir í Lúsífer sprunguna og tryggja neðri hlutann þannig.

    Ekki það að ég sé e-ð á þeim buxunum, top-rope er fullnægjandi fyrir mitt litla hjarta.

    Allez!

    Skabbi

    #52709
    2806763069
    Meðlimur

    Minnir að beint upp sé málið. Einn lélegur vinur inni í lítinn vasa. Ef eitthvað þá byrjar maður örlítið vinstra (Skrámumegin) á stuðlinum. Smá teygja og þá kemur maður lítill hnetu fyrir í einskonar V eða Y sprungu. Sér svo þegar maður klifrar framhjá hvort hún er góð eða ekki.

    Fín leið. Vona að ég sé að tala um sömu leið og þið. Minnir að Halli hafi líka tekið þetta svona.

    Annars er bara að spyrja mannlega leiðarvísinn Stefán Steinar um þetta. Hann getur líka sagt manni hvaða hnetustærðir þarf og í hvaða röð þær eiga að fara inn.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.