Skíðafæri við höfuðborgina?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðafæri við höfuðborgina?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47598
    2806763069
    Meðlimur

    Halló

    Einhverjar fréttir af snjóaðstæðum utanbrautar hér á nágrenninu?

    kv.
    Softarinn

    #56527

    Sæll Ívar

    Það var vel hægt að skíða utanbrautar í Bláfjöllum í gær. Fínn snjór en yfirleitt mjög stutt niður á hart. Það var líðið af fólki í gær en fjallið samt mikið skorið.

    Mig grunar að suðurhlíðin á Móskarðshnjúkum sé í góð lagi. Það var líka nokkuð gott ástand í Skálafelli um síðustu helgi.

    Er á leiðinni í Bláfjöll á eftir en væri til í að skíða einhverjar brekkur utan skíðasvæðann ef einhver vill skinna með mér.

    Kveðja,
    Arnar (s. 695 1789)

    #56528
    0808794749
    Meðlimur

    Við enduðum nokkur á Skálafelli í gær eftir að hafa horfið frá þeirri hugmynd að skíða í Botnsúlum sökum hávaðaroks og skafrennings. Í Skálafelli var reyndar líka mjög hvasst en það er öllu viðráðanlegra verkefni í leiðindaveðri.

    Færið var betra en við bjuggumst við. Vindpakkaði snjórinn var ekki orðinn harður þar sem hann var bara að myndast, og inn á milli voru skallablettir sem voru ekki eins harðir og við mátti búast. Sumsé ágætis rennsli en aðallega rosalega hressandi útivera í rosa roki.
    Á heimleið sáum við hvernig vindurinn steyptist niður Mosskarðshnúka og eystri hluta Esju. Reyndar sáum við ekki fjöllin þar sem þau hurfu í rosalegt skafrenningsskýi.

    Adieu.
    Sveinborg

    #56529
    0801667969
    Meðlimur

    Búið að snjóa mjög mikið í dag hér í Bláfjöllum. Haugur af nýsnævi ofan á hjarnlagi og utanbrautarfæri gott en skyggni hins vegar ekkert.

    Kv. Árni Alf.

    #56532
    Sissi
    Moderator

    Árni þú verður að taka þá í smá námskeið þarna uppfrá í lýsingum á aðstæðum. Ég held að þessu hvítu lygar sem menn eru að stunda þessa dagana skemmi klárlega fyrir til lengri tíma. „Frábært skíðafæri“ eða eitthvað slíkt er notað á hverjum degi, maður brennir sig á því nokkrum sinnum og hættir svo bara að trúa því og nennir ekki að kíkja ef maður er ekki viss, eins og í dag.

    Fyrir nokkrum árum notuðu skíðasvæðin lýsingar á borð við púður, troðinn þurr snjór, unnið harðfenni ogsfrv, ég held að góðar lýsingar séu mun snjallari til langs tíma.

    Annars bara keep on rocking, sísonið ætti nú að endast soldið í viðbót, þetta virðist vera fínt base sem girðingarnar þínar eru búnar að taka niður :)

    Sissi

    #56533
    0801667969
    Meðlimur

    Innilega sammála þér Sissi. Lýsingar af færi og veðri eru stundum í litlu samræmi við raunveruleikann. Hvað er annars frábært færi? Glerhart eins og margir góðir svigskíða og keppnismenn vilja hafa það eða er það mjúkt nýsnævi eða púður eins aðrir vilja?

    Fyrir utan að nota standard lýsingar þá þarf að uppfæra bæði veður og færi mun oftar. Endilega moka inn kvörtunum til skíðasvæðanna. Dropinn holar steininn.

    Ég man hér í gamla daga þegar tölvunnar naut ekki við þá var þetta meir og minna tóm lygi á símsvaranum. Með tilkomu tölvunnar þá er þó myndavél sem er eilítið hlutlausari. Hún er reyndar svo léleg í Bláfjöllum að erfitt er að lesa í veður.

    Kv. Árni Alf.

    #56583
    0801667969
    Meðlimur

    Bláfjöll Sunnudagur 3. apríl

    Þriðji dagurinn og líklega sá besti í vetur hvað utanbrautarfæri snertir. Hef reyndar haft Fjallið út af fyrir mig í morgun því Kóngurinn opnar ekki fyrr en kl. 14 fyrir almenning (vegna landsmóts á skíðum).

    Það er hins vegar alveg þess virði að mæta þá. Almenningur eða svonefndur pöpull hefur lítið látið sjá sig þessa bestu daga vetrarins.

    Skíðagöngubrautirnar eru þó líklega það sem toppa allt. Hægt að velja úr snilldarvel lögðum brautum um Strompana en svo nefnast gígarnir við skíðasvæðið. Mesti snjór og besta færi og veður í manna minnum.

    Kv. Árni Alf.

    #56584
    Sissi
    Moderator

    Takk fyrir þetta Árni. Í dag stóð á síðu skíðasvæðanna „Það er búið að vera frost í alla nótt þannig að færið er líka mjög gott.“ Sagði mér lítið en ég dreif mig um leið og ég sá texta frá manni sem er eitthvað að marka!

    Frábær dagur, toppahengjan og brekkan var góð, sem betur fer fyrir mig var lokað þar þangað til maður mætti á svæðið. Smellti líka einu fari niður skálina í Fram og einu niður diskalyftabrekkuna, hún er í epískum aðstæðum.

    Í öðrum fréttum þá voru einhverjir útlenskir skíða- og brettamenn sem skelltu sér niður austurfésið á Skessuhorni í gær í ágætis aðstæðum, þetta er svona frekar mikið respect og enn meira þegar maður hugsar til þess að það hefðu getað verið allskonar verri aðstæður þarna uppi.

    Mig minnir að ég hafi heyrt að einhver hafi skíðað rásina sem er svolítið innarlega þarna austan megin, en þeir byrjuðu bara á að fara niður hrygginn og tóku svo rásina sem er fremst. Það var flott að fylgjast með þessu.

    Sissi

    #56589
    1012803659
    Participant

    Veit ekki hvort Eyjafjallajökull flokkast sem nágreni höfuðborgarinnar. En allavega fórum við nokkrir á skíði þar á sunnudag.

    Frábært færi, tonn af snjó. Fáar sprungur. Mæli hiklaust með þessum túr.

    https://picasaweb.google.com/gudjonbj/Eyjafjallajokull_Public#

    #56602
    0801667969
    Meðlimur

    Mán. 18. apríl kl. 16:00

    Talsvert snjóað í nótt og dag. Fínt utanbrautarfæri og færi almennt. Búið að vera blint í morgun en er að birta til eins og spáði. Helgin búin að vera ágæt a.m.k. hægt að skjælast utanbrauta með þokkalegu móti.

    Allar skíðaleiðir á kafi í snjó og langt niður á snjógirðingar. Nú vantar örfáa daga uppá að hér hafi verið smekkfullt af snjó samfellt í þrjá mánuðuði. Samt ekki opið nema 28 daga það tímabil. Ekki nóg að hafa snjó segir máltækið. Hvassviðri hefur því hamlað opnun í ca. 2/3 tímans.

    Kv. Árni Alf.

    #56603
    0801667969
    Meðlimur

    Kl. 18:00 Status report.

    „Awesome“ færi eins og maðurinn sagði. Draumi líkast að plægja gegnum gyllta skaflana sem reyndar eru á fleygiferð vegna lágarennings. Þeir eru auðvitað gylltir vegna sólarinnar. Svona Sahara stemmning í þessu. Einn fallegasti dagur vetrarins.

    En að öðru. Sennilega ekki verið jafn mikill snjór a.m.k. sunnan heiða í áratug eða meira á þessum tíma árs. Menn hljóta að vera að farnir að plana magnaðar skíðaferðir í vor eða þegar lagðir af stað. Reyndar er spáin fyrir páskana herfileg sunnanlands sýnist mér. Slagveður sem byrjar á hádegi skírdag og nær fram yfir helgi a.m.k. En slíkt þarf ekkert að stoppa menn. Páskana 2004 fór ég Suðurjöklaferð í svona herfilegri spá. Frábær ferð blaut á köflum en frábært þess á milli.

    Kv. Árni Alf.

    #56604
    2806763069
    Meðlimur

    Jæja Árni, á ekki að starta eins og einni lyftu snemma í dag. Vonlaust að þurfa að vera drepa tímann í vinnunni til tvö!

    #56605
    0801667969
    Meðlimur

    Þriðjudagur kl. 9:00

    Fjallið lítur feikna vel út. Hér hefur snjóað í nótt og utanbrautafæri lítur snilldarvel út. Þessa dagana byrja sumar lyftur að snúast löngu fyrir hádegi vegna æfinga skíðafélaganna. Status report seinna.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Skv. spánni gerir skítviðri seint í kvöld.

    #56606
    Sissi
    Moderator

    Þessi status update þín eru algjör snilld Árni, takk fyrir þetta.

    Sissi

    #56607
    2806763069
    Meðlimur

    Og hvað? Má maður þá mæta snemma?

    #56609
    0801667969
    Meðlimur

    Kl: 17:00 Status report.

    Hér er farið að snjóa duglega í mátulega hvassri sunnanátt. Færið svo sem búið að vera ágætt en skyggni farið að daprast. Ívar flúinn úr Fjallinu.

    Kv. Árni Alf.

    #56614
    0801667969
    Meðlimur

    Miðvikudagur 20. apríl 2011 kl: 15:00

    Snjóaði mikið í gær. Flott utanbrautarfæri þó í blautari kantinum sé. Snjóflóð fallið víða og þætti vænt að menn virtu snjóflóðaviðvaranir sunnan Kóngs. Sól og blíða milli élja. Gullfallegt veður og hugsanlega síðasti skíðadagur vetrar.

    Kv. Árni Alf.

17 umræða - 1 til 17 (af 17)
  • You must be logged in to reply to this topic.