Skálarnir og nefndir ?

Home Umræður Umræður Almennt Skálarnir og nefndir ?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46127
    3110665799
    Meðlimur

    Hnaut um fræðandi grein formanns his íslenska alpaklúbbs, í björgunarblaðinu, hann mynntist á skála klúsbbsins og nefndir þeim tengdum. Fræðandi og hressandi. En spurningar vöknuðu.
    1. Hvurjir eru í þessari eða þessum nefndum ?
    2. Hvurjar eru stefnur og markmið klúbbsins í skálamálunum ?
    3. Verður það verkefni nefdar(ana) að móta framtíð og stefnu klúbbsins í því máli eða stjórnar ?
    Í von um að spurningar þessar særi nú engan eða séu ærumeiðandi, bíð ek auðmjúkur svars.

    Valli.

    #47978
    Karl
    Participant

    Slæmar eru nefndirnar
    Hvernig er með efndirnar
    sem sumir lofuðu sumum…

    Við Jón Gunnar vorum orðaðir við Bratta, -efndirnar enn sem komið er slæmar.
    Heyrst hefur að mjög þörfum ferður Valla og Stjóna í Tindfjöll.
    Ég komst yfir litla olíukabysu sem ég hugsaði fyrir Bratta en síðan kom upp hugmyndin að leggja niður kyndiútgerð í þeim skála þar sem fjallamennska í Botnsúlum væri alla jafna stunduð í dagsferðum og og skálin aðallega nýttu af hjálparsveitum og sleðamönnum sem í raun eru okkur óviðkomandi.
    Sunnlendingar, aðallega umhverfis Hvolsvöll hafa uppi hugmyndir um e-h resort í Tindfjöllum þar sem ægt geti saman skíðamönnum sleðamönnum og jeppajuði. Slíkt er ekki áhugaverður kokteill fyrir okkur fjallamenn og er í raun mælikvarði á hvað hugmynd þessi er arfavitlaus. Fyrir utan hvað Tindfjöll eru magnað veðravíti og aðkoman vörðuð með þverhníptum giljum á báða vegu…
    Tindfjallaskáli er orðinn veðurmóður eftir sex áratugi. Það er hægt að framlengja hann til e-h áratuga en einnig er vert að velta upp þeirri hugmynd að koma upp skála sem samanstendur af forstofu/neyðarskýli og læstum vistarverum þar innaf fyrir Ísalpara.

    Það er virkilega þörf á að ræða þessi mál og negla stefnuna.
    Það er í raun stefnuleysið sem hefur valdið því að félagið hefur látið skálana drabbast.

    Látið í ykkur heyrast.

    Ps.
    Valgeir, -þú ert alltaf ærumeiðandi…..-skítt með helv auðmýktina

    kv
    Kalli

    #47979
    1709703309
    Meðlimur

    Heilir og sælir,

    Við, Kristján Guðni Bjarnason og Guttormur Þórarinsson erum víst í skálanefndinni. Á dagskrá er að kíkja fljótlega í vettvangsleiðangra vopnaðir nýjustu ljósmyndagræjum og skrá niður allar heimildir varðandi verkefnaplan fyrir báða skálanna.

    Með von að sem flestir sláist í för þegar framkvæmdir hefjast.

    Kv.
    Stebbi

    #47980
    1410693309
    Meðlimur

    Er það rétt sem mér heyrist (Kalli)? Er einhver að hugsa um það í alvöru að gefa skálann uppá bátinn og reisa e-s konar appelsínugulan plastdall í staðinn? Minni á að skálinn hefur ríkt varðveislugildi auk þess sem það getur verið talsvert vesen að reisa nýjan skála af ýmsum ástæðum (sbr. t.d. Fimmvörðuhálsmálið skemmtilega). Hvað sem líður hugmyndum björgunarsveitarmanna um endurreisn Tindfjallasels (neðsta skála) þá mun þessi skáli alltaf standa fyrir sínu sem best staðsetti skálinn á svæðinu. Það ættu jafnvel Norðlendingar að vita. Ég get svo bætt því við að ég var þarna síðast um páskana og þá var skálinn þurr og þriflegur (fyrir utan eina dýnu sem Jón Gauti Jónsson bleytti um nóttina), nóg af gasi á kútunum og eldhúsbúnaður á sínum stað. Ég veit ekki betur en að nægilega margar spýtur séu ófúnar í skálanum svo að enn sé hægt að halda honum við (þið leiðréttið það ef rangt reynist) með ófaglærðu vinnuafli. Sting uppá að við hættum þessi svartnættisrausi og söfnun heldur liði í viðhaldsferðina í sumar.
    Kv. Skúli Magg.

    #47981
    2802693959
    Meðlimur

    Fyrst þú þurftir að leka þessu þá gef ég hér með kost á mér…þó ekki til annars en að þurka dýnuna!. Lýsti því reyndar yfir í umræddri ferð að ég væri boðinn og búinn í hverskonar handlang fyrir alla tré og járnsmiði sem stýra þurfa aðgerðum sem þessum. …Bið hér með gjaldkera að senda ofanrituðum reikningsnúmer klúbbsins svo gera megi upp skuldir fyrir gistingu?
    p.s. Ég er orðin Ísalp félagi með síðu! Gott framtak Helgi. Þú verður seint oflofaður fyrir framtak þitt í vefmálum.

    #47982
    2802693959
    Meðlimur

    Fyrst þú þurftir að leka þessu þá gef ég hér með kost á mér…þó ekki til annars en að þurka dýnuna!. Lýsti því reyndar yfir í umræddri ferð að ég væri boðinn og búinn í hverskonar handlang fyrir alla tré og járnsmiði sem stýra þurfa aðgerðum sem þessum. …Bið hér með gjaldkera að senda ofanrituðum reikningsnúmer klúbbsins svo gera megi upp skuldir fyrir gistingu?
    p.s. Ég er orðin Ísalp félagi með síðu! Gott framtak Helgi. Þú verður seint oflofaður fyrir framtak þitt í vefmálum.
    jon gauti

    #47983
    1705655689
    Meðlimur

    Sem einn af fáum sunnlendingum í klúbbnum var ég búinn að senda stjórninni rafpóst og bjóða fram aðstoð mína við lagfæringar á Tindfjallaskála. Það boð stendur enn, og vona ég að stefna verði mótuð sem fyrst um hvað gera á við skálann og lagfæringar hefjist sem fyrst.
    Bárður Árnason „austan heiðar“

    #47984
    kgb
    Participant

    Hér er kjörið tækifæri til að ákveða hvenær stefna skal að ferð upp í Tindfjöll að taka út skálan. Stebbi og Bárður, hvernig væri að drífa sig næstu helgi og gera lítið eitt formlega úttekt á skálanum? Við getum skilað henni hingað á vefinn til að fá umræðu um næstu skref?

    #47985
    1709703309
    Meðlimur

    Ég er tilbúinn að fara á sunnudaginn, hvað segið þið um það? Kannski vill Valgeir Ægir koma með okkur.

    Kv.
    Stebbi

    #47986
    Karl
    Participant

    Ég er ekki að hugsa eitt né neitt appelsínugult.
    Frekar að velta upp íhugmyndinni um að opna í Tindfjöllum neyðar forstofu og læstan skála innaf.
    Spurningin um að hætta kyndingu í Bratta er út af borðinu ef nægilegt dræf er til staðar að reisa ryðfría skorsteinin sem legið hefur á gólfinu í hálfan áratug…..

    Annars þurfum við víst engin þægindi, -skv Mogganum í dag er fjallamennska aðallega harðræði þjáningar og faðmlög og þarf ekki hús til þess arna.

    #47987
    3110665799
    Meðlimur

    Legg til að farin verði vettvangsferð eins og ek og Stjóni gerðum og Kristján stingur uppá fyrst. Skoðuð verði brýnustu verkefni og kostnaður, efni og þessháttar. Ég kem sperrtur, laugardagur eða sunnud. henta mér prýðilega til Tindfjallaferðar. Einnig er ég ódeigur til Bratta-ferðar, hvunær sem er. Á orðið svolítið af verkfærum og Hræhatsú Röstí sem er ágætur til gripaflutninga þó ekki stórra, þolir illa skoðun. En sjálfur er ek verkvitur með abbrigðum.

    ps. Kalli þú ert ekki sem verstur sjálfur.

    Valli.

    #47988
    1705655689
    Meðlimur

    Ég er tilbúinn að fara hvenær sem. Austurfarar geta ekið hingað á Selfoss, fengið kaffi og með ðí og haldið áfram í fjöllin.
    Bárður

    #47989
    1410693309
    Meðlimur

    Í stað þess að breyta Tindfjallaskálanum með tilliti til þess að unnt sé að læsa honum myndi ég frekar leggja til að litlu stöðluðu neyðarskýli á la Slysó yrði komið fyrir í nágreinni skálans, t.d. á melnum vestan við hann. Skýlið gæti svo nýst sem konjaksstofa skálagesti. Annað var það ekki…
    Kv. Skúli Magg.

    #47990
    Karl
    Participant

    Þessi hugmynd Skúla finnst mér allrar skoðunar verð. Útgerð og aðbúnaður í skálanum er öll önnur ef um er að ræða læstan Ísalp skála.

    kv
    Kalli

    #47991
    3110665799
    Meðlimur

    Góðar höggmyndir, stefnum austur nú um helgina, mælum og skoðum.

    Kv
    Valli.

    #47992
    kgb
    Participant

    Sunnudagurinn er flottur. Hittumst við Klifurhúsið kl. 9? Hvar finnum við þig Bárður?

    Kveðja,
    Kristján, gsm 8200412

16 umræða - 1 til 16 (af 16)
  • You must be logged in to reply to this topic.