Olli búinn með 100 tindana.

Home Umræður Umræður Almennt Olli búinn með 100 tindana.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46073
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það var skálað í Kampavíni með stæl á Heklu á laugardaginn þegar hátindahöfðinginn kláraði síðasta tindinn. Veðrið var virkilega skemtilegt en það var varla stætt í skafrenning og frosti. Það voru ca. 60-70 manns sem samglöddust Olla á tindinum og enn fleiri þegar komið var niður.

    Enn og aftur til hamingju Olli.

    kv.
    Palli

    #51739
    Smári
    Participant

    Til hamingju gamli ;) þú náðir þessu áður en þú komst á sextugsaldurinn…

    Hvað á svo að gera áður en þú verður sextugur?

    kv. Smári

    #51740
    Stefán Örn
    Participant

    Til hamingju með að hafa náð markmiðinu og afmælið!!

    Steppo

    #51741
    Sissi
    Moderator

    Til hamingju með þetta glæsilega mission og afmælið. Þú ert klikkaður og gerður úr einhverju allt öðru en við hinir (kevlar, karboni og kjarnorku – k-in þrjú myndi Umferðar Einar eflaust segja)

    Congrats, ótrúleg harka.

    Sissi

    #51742
    Anonymous
    Inactive

    Takk fyrir fögur orð!
    Ég var nú næstum klökkur af því að sjá hversu margi mættu þarna á Hekluna og sumir fengu eldskírn sína í skítviðri sem við allir þekkjum til fjalla. Það er alltaf gaman að setja sér háleit marmið og ennþá meira gaman þegar maður nær þeim. Menn spyrja hvað er næst??? Er ekki bara bíða eftir ísnum og berja svolítið á hinum landsins forna fjanda eða hvað???? Ég er ekki alveg dauður enn. Þetta er allt spurning um hugarfar og smá heppni með gen ásamt kannski smá þrjósku. Umfram allt það sem maður má ekki gleyma: að hafa svolítið gaman af þessu og skapa sér minningar sem maður getur yljað sér við þegar maður er kominn í ruggustólinn eftir 40 ár.
    Olli

    #51743
    0311783479
    Meðlimur

    Til hamingju Olli, thetta er magnad afrek!

    Bestu kvedur
    Halli

    #51744
    Ólafur
    Participant

    Til allrar hamingju Olli! Þú ert þrautseigur andskoti, því verður ekki neitað.

    Hefði verið gaman að fara með í einhverja af ferðunum en maður er víst fjarri góðu gamni. Ég lofa hinsvegar að mæta þegar þú tekur 100 hæstu í Skandinavíu.

    -órh

    #51745
    0309673729
    Participant

    Magnaður! Til hamingju Olli.

    Eðlilegt næsta skref væri bók með leiðarvísi á 100 hæstu tinda landsins og góðum ferðasögum í bland.

    kveðja
    Helgi Borg

    #51746
    Robbi
    Participant

    Til hamingju !
    robbi

    #51747
    AB
    Participant

    Vel af sér vikið. Einstakt afrek. Nú geturðu slakað á í viku eða svo þar til þú hleypur af stað í næsta verkefni.

    Kveðja,

    AB

    #51748

    Til hamingju Olli með að hafa klárað þetta risaverkefni.

    Kveðja. Ágúst Þór

    #51749
    2402833609
    Meðlimur

    Innilegar hamingjuóskir Olli með þetta magnaða afrek :)

    Kv. Unnur Bryndís

    #51750
    0508693779
    Meðlimur

    Við sem erum uppaldir í sveit vitum að það er alsiða að verðlaunagripir séu eftirsóttir til undaneldis. Margur bóndinn hefur rétt úr kútnum við að eiga slíka gripi enda getur „tollurinn“ hlaupið á tugum þúsunda.

    Olli er búinn að skipa sér sess sem veglegur kjörgripur og næsta verkefni (eftir hóflega hvíld) hlýtur að vera að opna banka þar sem boðið verður upp á afreksmannaundaneldi. Innifalið í verðinu getur verið blómabúnt frá Dísu….

    Til hamingju með AFREKIÐ!

    kv.lambi

    #51751
    0111823999
    Meðlimur

    til hamingju Olli með þetta einstæða afrek!

    kv Helga M

    #51752
    2003793739
    Meðlimur

    Til hamingju með þetta.

    Þetta á eftir að vera góð saga til að segja komandi kynslóðum í ellinni.

    Kv.
    Halli

    #51753
    1704704009
    Meðlimur

    Þetta var nú FRÁBÆRT og til lukku. Vænti þess að sjá rit útgefið, ekki minna en sjöhundruð síður. Sendi einnig hamingjuóskir með áratugina fimm. Ö.

    #51754
    2806763069
    Meðlimur

    Frábær framkvæmd á frábæri hugmynd sem á örugglega eftir að verða mörgum hvattning til dáða.

    Tel samt líklegt að þetta „met“ eigi eftir að standa jafnvel lengur en hitt metið hans Olla.

    Enda ekki fyrir hvern sem er að fylgja í þessi fótspor.

    Til hamingju Olli !

17 umræða - 1 til 17 (af 17)
  • You must be logged in to reply to this topic.