Línur og gönguexir

Home Umræður Umræður Almennt Línur og gönguexir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47510
    andrisv
    Participant

    Ég er nýr í fjallamennskunni og var á vetrarfjallamennskunámskeiði síðustu helgi en gleymdi að spyrja um tegund á línu sem væri hentugust í vetrarfjallamennsku. Þá er ég ekki að tala um fyrir pjúra ísklifur heldur blandaða fjallamennsku. Er einhver með svör við því og hvar er hagstæðast að kaupa þannig línu?

    Einnig vil ég spyrjast fyrir um hagstæðustu kaup á gönguexi. Þá er ég ekki aðeins að tala um verð heldur einni gæði og hvað exi væri hentugust í alhliðanotkun fyrir utan náttúrulega ísklifur. Ég hef verið að skoða mikið exirnar frá Grivel, annarsvegar Nepal S.A. og hinsvegar tæknilegu exina Air Tech Evolution. Hvorri myndi þið mæla með fyrir íslensk fjöll og aðstæður? Þið megið endilega stinga uppá öðrum merkjum.

    Hafa verið einhver dæmi um það að félagsmenn í gegnum ÍSALP hafa verið að panta saman sendingar á hagstæðu verði að utan?

    #56397
    Skabbi
    Participant

    Sæll Andri

    Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú átt við með blandaðri fjallamennsku. Ef ætlunin er að stunda klifur af e-u tagi með línunni, hvort heldur sem er ís eða kletta, er nauðsynlegt að vera með dýnamíska (teygjanlega) klifurlínu. Ef þú ert að hugsa um jöklagöngur þar sem menn eru bundnir saman til þess að tryggja mögulegt fall í sprungu er dýnamísk lína ekki nauðsynleg, þar nægir statísk lína.

    Fyrir e-m árum var hægt að kaupa léttar statískar línur í útilíf í mismunandi lengdum fyrir jöklagöngur. Klifurlínur eru amk 50 metra langar, oftast 60. Fyrir 2-3 menn í jöklagöngu er það fulllangt, 20-30 metrar eru nóg, svo fremi sem menn viti hvað þeir eru að gera. Reyndar gildir það um alla fjallamennsku.

    Hvað gönguAxir varðar hef ég enga sérstaka skoðun, nota sjálfur Stubai gönguöxi með tráskafti frá 1970. Léttari of sterkari axir eru orðin viðtekin venja. Úrvalið er nú sjaldnast mikið hér heima, gæti borgað sig að leita á náðir internetsins.

    Allez!

    Skabbi

    #56400
    2806763069
    Meðlimur

    Sæll

    Ef þú vilt bara fá svona beinskeitt svör þá finnst mér þessi græja frekar sexy: http://www.petzl.com/us/outdoor/classic-mountaineering-ice-axes-0/sumtec

    Hvað línu varðar þá eru svona 8,xmm línur eins og Beal Ice line nokkuð klassískar í alskonar brölt en henta jafnframt illa í klettaklifur. Það eru til slatti af allskonar mjóum og léttum single rope línum eins og Beal Jocker sem henta í allt en eru kannski óþarflega þungar þegar maður vill bara hafa línuna með í eitthvað smá brölt. Sem sagt enginn fullkomin lausn.

    Ef ég ætti svo nóg á peningum væri ég líka með par af þessum elskum hangandi í geymslunni: http://www.petzl.com/us/outdoor/verticality/ice-axes/technical-mountaineering-ice-axes/aztarex

    #56408
    andrisv
    Participant

    Takk kærlega strákar fyrir þessi svör. En var rétt í þessu að fjárfesta í Air Tech Evolution exi í Útilíf (http://www.grivel.com/products/ice/ice_axes/7-air_tech_evolution) Hún er reyndar kannski í það lengsta, 58 cm, en mig langaði í 53 cm en lét slag standa þar sem þetta var síðasta exin og fá ekki sendingu fyrr en eftir tæpar 3 vikur og ég ætla mér að nota hana um helgina.
    Skoðaði einmitt Petzl exirnar sem og Black Diamond í Fjallakofanum en það sem gerði útslagið var að Grivel exin er í T flokki en allar hinar eingöngu í B flokki fyrir sama pening.
    Síðan var ég að pæla í að kaupa mér aðra með hamar þegar tíminn líður sem gott er að hafa í smá meira brölt og þá 53 cm. Er annars ekki alltílagi að hafa mislangar exir í þessum tilgangi?
    Vona að ég muni ekki sjá eftir þessari fjárfestingu minni.

    Varðandi línurnar þá er heill hafsjór af línum og eftir nánari eftirgrennslan þá er eflaust besta alhliða línan dynamic 9,1 mm 60 m.

    Andri

    #56416
    2806763069
    Meðlimur

    Held að þú eigir ekki eftir að sjá eftir að hafa keypt þessa exi. Ekki síður sexy en Petzl.

    Ég myndi hinsvegar hugleiða að kaupa frekar eihverja meira klifurorientaða exi sem hamarinn í framtíðinni. Þá áttu eina klifurhæfa fjalla-/göngu exi og getur notað hana með alvöru ísklifurtóli í léttari klifurleiðir. Það ætti að vera mjög flott blanda.

    9,1 er hinsvegar ansi mikill burður – en menn verða að vega og meta, það er víst ekki hægt að kaupa endalaust af drasli!

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.