Laumuklifrarar ?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Laumuklifrarar ?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46806
    Robbi
    Participant

    Rakst á þessa mynd á netinu
    http://picasaweb.google.com/olikrummi/20080108BotnsLur/photo#5156205064672172306

    Það væri nú gaman að heyra frá þessum laumuklifrurum. Þetta er ekki fjölfarið að mér vitandi. (Myndin er úr Botnsúlum)

    Koma svo með rapport eða smá ferðasögu.
    Robbi

    #52214
    AB
    Participant

    Svo væri gaman að heyra hverjir voru á ferð í Kjósinni síðasta laugardag. Við Eyþór, á heimleið eftir klifur í Spora, sáum þrjá kappa á uppgöngu í átt að klettabelti með nokkrum ísbunkum. Þeir voru á rauðum jeppa.

    Hverjir voru þar á ferð?

    AB

    #52215
    1012803659
    Participant

    Sófaklifrarar eða laumuklifrarar, hvort er verra…

    Við fórum fjórir í Eilífsdalinn síðastliðna helgi, fínar aðstæður, fullt af ís.

    http://picasaweb.google.com/gudjonbj/EinfarinnEilFsdal/photo#5155012476056505314

    Við klifruðum Einfarann, hann var í sæmilegum aðstæðum, þó var ágætis hengja að myndast, sennilega orðin vígaleg í dag.

    #52216
    2903793189
    Meðlimur

    Laumuklifrararnir heita Kári Sævarsson og Haraldur B. Ingvarsson. Ég veit nú ekki hvað leiðin heitir en Harri vinnufélagi minn og klifrari af annarri kynslóð benti mér á hana. Þetta er þrælskemmtileg leið sem við tókum í þremur spönnum. Leiðin er hvergi lóðrétt en ísinn var yfirleitt þunnur og lítið hægt að tryggja.

    Ég held að það sé óhætt að mæla með henni ef menn vilja eiga góðan dag á fjöllum, rölta, klifra og enda á toppi.

    #52217
    Bergur Einarsson
    Participant

    Við laumuðumst líka þrír Hafnfirðingar í Villingadalinn seinustu helgi. Fínn ís og ágætis aðstæður en dálítið vatn á ferðinni í fossunum. Fórum syðsta fossinn af þrenningunni í skálinni.

    Á niðurleiðinni klifruðum við aðeins í fossum sunnan meginn í gilinu sem er sunnanmegin við aðalskálina. Mikið af löngum léttum leiðum. Finnst eins og ég hafi ekki séð þetta svona mikið áður en líklega fer þetta að stórum hluta undir snjó þegar að það snjóar á veturnar, sem er reyndar að gerast núna!

    #52218
    AB
    Participant

    Sko, nú vellur þetta upp úr mönnum!

    Nú vantar bara að rauðjeppagæjarnir varpi fram spennandi sögu úr Kjósinni.

    Gott að heyra af einhverjum að vesenast í Botnsúlum. Fáfarið svæði. Ég kannast ekki við að leiðin á myndinni sé skráð klifurleið.

    Hvað segja heldri mennirnir um það?

    Man að ég horfði á þessa línu fyrir nokkrum árum þegar ég, ásamt Haraldi Bretlandseyjajarli og Þorvaldi AK fórum nokkra metra áleiðis upp gil í norðurveggnum, eilítið austar. Áhyggjur af brotnu hrútsjárni (ekki spyrja) stöðvuðu för okkar það skiptið.

    Halli, þú setur myndahlekk inn ef þér sýnist sem svo.

    AB

    #52219
    Skabbi
    Participant

    Ég spyr nú bara samt:

    Hvað er hrútsjárn og af hverju þarf maður að hafa áhyggjur ef það brotnar? Vona að mín hrútsjárn séu úr hertu stáli, ekki vill ég þurfa að hafa áhyggjur af því að það brotni í tæpri leiðslu.

    Einn áhyggjufullur

    PS. Það er gaman að sjá nöfn á spjallinu sem eru ekki alveg hversdags. Hvet fleiri laumupúka að gefa sig fram og segja af förum sínum, sléttum sem óslettum.

    Allez!

    Skabbi

    #52220
    1811843029
    Meðlimur

    Fjallaleiðsögumenn voru að kenna ísklifur 2 síðasta laugardag, bæði í Múlafjalli og í Kjósinni, ætli þetta hafi ekki verið Leifur á ferð í Kjósinni. Sjálfur var ég í Múlafjalli með 4 nemendur.

    Kveðja,

    Atli Páls.

    #52221
    1704704009
    Meðlimur

    Þetta er nú einn forvitnilegasti þráðurinn um nokkurt skeið. Algerlega sammála Skabba sbr. ný nöfn á spjallinu.

    #52222
    AB
    Participant

    Tja, hvað er hrútsjárn?

    Stórt er spurt. Frekar myndi ég setja mig í Nietzche-ískar stellingar og spyrja; er hrútsjárn? Ef svo er, hvar er hrútsjárn og hvers vegna? Ekki hef ég séð hrútsjárn, hvorki brotið né óbrotið, frá þessum degi. En svo mikið er víst að brotið hrútsjárn getur skapað stórt vandamál, sérstaklega langt frá mannabyggðum. Hrútsjárnið brotna hafði þó ekki nema óbein áhrif á klifurframgang þessa dags.

    Kveðja,

    AB

    #52223
    AB
    Participant

    Atli,

    Við Eyþór hittum Leif með tvo kúnna, þeir voru í Kórnum líkt og við. Rauðjeppalingarnir voru einhverjir aðrir. Annars fer þetta nú að virðast vera mér meira kappsmál en það er. Það er bara skemmtilegra þegar menn segja frá. A.m.k. hef ég ekki klifrað þar sem umrætt þriggja manna teymi var að brölta.

    AB

    #52224
    0506824479
    Meðlimur

    Ég og Hjörtur Jóhannsson kíktum í Grafarfossinn á þriðjudaginn. Ákváðum að fara vinstra megin við grjótið. Fyrri spönnin var ágæt en stansinn var mjög blautur, það hefði verið betri kostur að fara hægra megin við grjótið. Mikill snjór var í leiðinni og einnig þurfti að vaða djúpan snjó uppað fossinum.

    kv. Doddi

    #52225
    1709703309
    Meðlimur

    Það veit hver maður sem gáfur meiri en Ingjaldur bundinn við staur hefur að hrútsjárnið er samfast öðru og meira járni sem rennur getur um á fjórum jafnfótum sóluðum eða ósóluðum. Eða er ekki svo AB?

    #52226
    Robbi
    Participant

    Þetta er eitthvað annað. Men leysa frá skjóðunni, og svoleiðis á þetta að vera. Það er hrein og bein tilkynningarskylda þegar menn hafa klifrað ís.
    Enginn vill fara fýluferðir. Labba í einhverja klukkutíma og sóa hálfum (eða það sem verra er: heilum) deginum til þess eins að sóa deginum í labbitúr af því að það lét enginn vita af ísleysi.

    Svo er líka svo gaman að lesa ferðasögur annarra, það hvetu aðra klifrara til klifurs. Meiri líkur að menn drattist á lappir úr sófanum og hætti að láta sig dreyma og ramkvæmi.

    Ég hrósa þeim sem tilkynna sig inn og ég gef þeim líka klapp á bakið.

    Later.
    Robbi

    #52227
    Anonymous
    Inactive

    Varðandi leiðir í Botnsúlum get ég sagt að ég hef aldrei klifrað þarna í ís en ég hef frétt af mönnum sem hafa farið leiðir þarna. Ef ég mætti giska þá er búið að fara þessa leið áður og er nokkuð víst að gamlir klifurhundar úr HSSR(B-rich og félagar) viti eitthvað meira um það.

    #52228
    Karl
    Participant

    Er þetta ekki norðurhliðin á Syðstusúlu, -tekið úr Öndrudal? Ef svo er þá heitir mjóa snjórennan Skoran og er snjó/ís leið. Aðalatriðið er að finna tryggjanlegan ís.
    Einhverntíma brölti ég Skoruna með skíðin á bakinu og rendi mér niður e-h aðra leið.
    Tvöföld hamingja…

    #52229
    0311783479
    Meðlimur

    Er hrútsjárn?

    http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=126093

    Klifur í Botnsúlum minnir mikið á norður vangan á Ben Nevis í Skotlandi, mínus gott berg og viský.

    Þó er minna af járnuðum hrútum á ferli í Loch Aber sýslunni…

    Njótið!
    H

    #52230
    AB
    Participant

    Mikið rétt, Stebbi.

    AB

18 umræða - 1 til 18 (af 18)
  • You must be logged in to reply to this topic.