La Sportiva Nepal Extreme skór

Home Umræður Umræður Almennt La Sportiva Nepal Extreme skór

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46571
    0501843239
    Meðlimur

    Eru einhverji sem eiga svona skó? Hvernig eru þeir í kifri og göngu? Virka svolítið stórir um sig miðað við marga aðra. Hvernig er að nota „venjulega“ brodda á svona skó? Sem sagt ekki smellta. Þeir eru sennilega í þyngri kanntinum, munar öllu um þessi auka grömm?

    #52322
    2903793189
    Meðlimur

    Ég á Nepal Top sem er ófóðraða útgáfan af Nepal extreme. Þeir hafa reynst mér vel í rúm tíu ár. Reyndar svo vel að ég lét sóla þá þegar þeir voru orðnir slitnir hjá http://www.kletterschuhe.de/. Leðrið á mínum var lítið slitið en sólinn mikið slitinn og broddafestingin að framan gjörsamlega farin. Nýr sóli kostaði ekki nema 7 þús. sem er brot af nýjum skóm.

    Hef ekki notað venjulega brodda en get ekki ímyndað mér að það sé mikið mál

    #52323
    2308862109
    Participant

    Ég keypti mér svona skó fyrir veturinn og mjög ánægður með þá, reyndar ekki komin nein gríðarleg reynsla á þá en þeir eru mjög þægilegir og gott að klifra í þeim. Þurfti lítið að ganga þá til svo þeir yrðu þægilegir. Reyndar eru þetta fyrstu alstífu skórnir mínir svo ég hef enga aðra til þess að bera saman. Hef ekki notað ólabrodda á þá.

    #52324
    0310783509
    Meðlimur

    góðir skór í allskyns klifur. Mæli með þeim.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.