Klifurmaraþon

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifurmaraþon

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46849
    0703784699
    Meðlimur

    Já og hvernig gekk síðan klifurmaraþonið? Einn voða spenntur að heyra,

    Gimp :)

    #52920
    Skabbi
    Participant

    Gidday mayt!

    Klifurmaraþonið tókst frábærlega í alla staði, held ég að ég megi fullyrða. Rjómablíða á Hnappavöllum alla helgina, kannski helst til heitt í sólinni í gærmorgun en menn létu sér það þó vel líka.

    Menn klifurðu hver um annan þveran bæði laugardag og sunnudag. Flestir voru að keyra sig virkilega út við að klára leiðir og ef ég tala fyrir sjálfan mig þá var þetta frábært spark í rassinn. Ég klifraði allavega leiðir sem mér hefði aldrei dottið í hug að skoða fyrir viku síðan.

    Kristín Marta og „Mömmurnar“ grilluðu læri og meðlæti ofaní mannskapinn á laugardagskvöldið, alveg hreint frábært. Þær eiga allar mínar þakkir skyldar fyrir það aftur. Takk fyrir mig!

    Þegar ég kvaddi vellina í gær voru langflestar leiðirnar klifraðar. Ópus og „Ceus er ekki til“ stóður reyndar enn út af borðinu og kannski ekki líklegt að þær næðu að klárast. Bernd var að bisa við „Litlu lúmsku leiðina“ og einhverjir voru vestur í Skjóli að reyna við leiðirnar þar. Annars var þetta bara að verða búið.

    Ég þakka bara fyrir mig og öllum sem lögðu leið sína á Hnappavelli um helgina.

    Allez!

    Skabbi

    #52921
    2704735479
    Meðlimur

    það kláruðust allar leiðirnar nema þær tvær erfiðustu, Ópus og Ceus!!! -þær voru ekki í aðstæðum þessa helgina því það var of heitt!

    takk fyrir frábæra helgi. ótrúlega gaman að fylgjast með kraftinum, sjá tvista í leiðum út um allt og alla vera að rauðpunkta, onsighta og flassa leið eftir leið af max erfiðleika!

    #52922
    2303842159
    Meðlimur

    Takk fyrir mig…

    þetta var sko mega massa stuhuð!

    #52923

    Þetta var besta klifurhelgi sem ég hef upplifað á Hnappavöllum hvorki meira né minna. Það var í raun frábært að vera með verkefni allan tíman og smá pressu á að klára, það hélt manni við efnið og maður var að gera betur en áður.

    Held að það sé alveg öruggt að margir voru að uppgötva nýjar leiðir og gera eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert nema út af þessu maraþoni. Hið besta mál.

    Svo var þvílík stemning og frábær matur á laugardagskvöldinu. Ekki skemmdi veðrið fyrir sem var snilld alla helgina!

    Húrra fyrir öllum sem mættu, klifruðu, kvöttu, elduðu, spiluðu og skemmtu sér og öðrum. Thumbs up fyrir skipuleggjendum.

    #52924
    2005774349
    Meðlimur

    Frábærar þakkir til allra sem mættu og þeirra sem hjálpuðu til við að gera þetta að frábærri helgi.

    Ég hef aldrei séð eins marga klifra eins erfitt og þeir geta og gefa ekkert eftir.

    Stuð til Stínu fyrir hugmyndina og skipulagninguna og matinn.

    Ég hef sjaldan verið jafn þreyttur eftir klifurhelgi á Hnappavöllum og það er æði.

    Mega mótíverandi.

    Venga!
    HRG.

    #52925
    2005774349
    Meðlimur

    Og takk fyrir allt kalkið á klettunum. Mér fannst ekkert smá gaman að sjá allar leiðir þaktar kalki og bendimerkjum (sem eru líklega afmáð eftir fellibylslinginn).

    Takk til Bergþóru og Unnar fyrir að munda hnífana og frábæra hjálp.

    Takk til ljósmyndaranna Stínu M, Gumma T, Unnar, Jóns Viðars og annarra sem skrásettu klifrið með myndum.

    Og aftur takk til allra klifraranna sem lögðu sálina að veði svo takmarkið næðist.

    Venga!
    HRG.

    #52926
    2005774349
    Meðlimur

    Já og Zeus er með Z

    ( ;

    #52927
    1902834109
    Meðlimur

    Frábær helgi, velheppnuð í alla staði.

    Takk fyrir mig!!

    Gunni

    #52928
    Robbi
    Participant

    Frábær helgi, takk fyrir mig. Ef einhver hefur fundið titanium gaffal þá er hann að öllum líkindum minn.
    robbi

    #52929
    1210853809
    Meðlimur

    sammála, þetta var últra mega massa stuð. Þreyta eftir helgina var í hámarki, skinn á fingrum í lágmarki, en gleði og mótivasjón í hámarki.
    Takk kærlega til allra sem mættu og skemmtu sér á völlunum

    #52930
    1908803629
    Participant

    Hvenær koma myndir?

    #52931
    gulli
    Participant

    Já, takk fyrir mig, þetta var frábært. Veðrið, klifrið og stemmingin allt alveg frábært. Og þetta lambalæris framtak var alger snilld, sjaldan bragðað betri mat.

    E-r myndir frá helginni hér:

    http://grettisgata.eitthvad.is/main.php?g2_itemId=3920

    Kveðja,
    Gullz

    #52932
    2005774349
    Meðlimur

    Eitt takk í viðbót til hópstjóranna sem hjálpuðu við að halda utan um leiðirnar. Sá að ég gleymdi að geta þeirra ( ; (og á þá við Jón Viðar, Stebba Smára og Hauk Elvar).

    Hlakka til á næsta ári því ég held að það sé óumflýjanlegt að endurtaka þetta alla vega einu sinni enn.

    Venga!
    HRG.

    #52933
    0105774039
    Meðlimur

    Jámm, risastórt takk fyrir mig, alveg snilldar klifurhelgi!
    Hjá mér er rauður Black Diamond tvistur sem saknar eigandans, hver á? Mig vantar aftur á móti einn appelsínugulan BD tvist.
    Cheers, Sædís.

    #52934
    2704735479
    Meðlimur

    …og ég er með bláa túbu og stóra gráa Camp karabínu sem varð eftir á borðinu við tjaldstæðið og saknar eiganda síns.

16 umræða - 1 til 16 (af 16)
  • You must be logged in to reply to this topic.