Ískönnunarleiðangur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Home Umræður Umræður Almennt Ískönnunarleiðangur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45575
    2806763069
    Meðlimur

    Ískönnunarleiðangur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

    Úrdráttur:
    Eyðileggingin er nánast alger. Örfáar línur í Múlafjalli eru líklega klifranlegar. Eilífsdalur er eins og við er að búast enn í aðstæðum. Öllum leiðum þar er ógnað af gríðarstórum hengjum.

    Dagsetning:
    31.12.08

    Leiðangursstjóri:
    Ívar F. Finnbogason

    Skipstjóri:
    Ívar F. Finnbogason

    Fyrst stýrimaður:
    Ívar F. Finnbogason

    Yfir Bryti:
    Ívar F. Finnbogason

    Yfir háseti:
    Ívar F. Finnbogason

    Skýrsla:
    Dragháls:
    Allir fossar opnir og erfitt að komast upp úr þeim á ís.

    Múlafjall:
    Nokkrar auðveldar leiðir líklega enn klifranlegar.

    Brynjudalur:
    Ýringur – ekki til staðar.
    Orion – Opin og líklega óklifranlegur.

    Eilífsdalur:
    Mikill ís en einnig stórar hengjur sem virðast úr fjarlægð nokkuð nýlegar.

    Vesturbrúnir:
    Mögulega lítilháttar ís í Anabasis.

    Múlafjall:
    Eyðilegging alger.

    Grafarfoss:
    Einhver ís eftir, líklega ekki klifranlegt að svo stöddu.

    Tillögur til úrbóta:

    Skammtíma lausnir:
    Halda suður á bóginn. Beita Hálfdán þvingunum.

    Langtímalausn:
    Hafa hrókaskipti á starfsliði og stjórn Seðlabanka Íslands og Veðurgerðar Íslands. Slíkt myndi leiða til raunhæfari efnahagsspáa og bjartsýnni veðurspáa.

    Aðrar athugasemdir:
    Gleðilegt nýtt ár!

    Fyrir hönd leiðangurstjórnar,
    Ívar F. Finnbogason

    #53498
    2205892189
    Meðlimur

    Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis.

    Byrjum bara nýja árið á því að pota öxunum í grjót.

    Ási

    #53499
    0309673729
    Participant

    Á þessum kortum má sjá hvað veldur:
    http://www.vedur.is/vedur/spar/atlantshaf/#teg=hiti

    Hæðarkerfi situr sem fastast suður og austur af Íslandi. Hæðirnar snúast sem kunnugt er réttsælis um sjálfan sig og þetta kerfi dælir því heitu lofti yfir Ísland. Það kólnar ekki verulega fyrr en kerfið gefur sig hvenær sem það verður.

    #53500
    AB
    Participant

    Úff, ég veit ekki hvort ég vildi vera messagutti á skipi með sjálfan Hardcore í öllum æðri stöðum!:)

    Þetta er óneitanlega skemmtilegasti pistill um lélegar aðstæður sem ég hef lesið.

    Gleðilegt nýtt ár.

    Kveðja,

    AB

    #53501
    Skabbi
    Participant

    HELVÍTIS
    FOKKÍNG
    FOKK!

    Glegðilegt ár strákar og stelpur, þetta getur ekki annað en batnað héðan af. Þaggi?

    Skabbi

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.