Isklifur foll o.fl

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Isklifur foll o.fl

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46795
    2401754289
    Meðlimur

    Ekki verra ad glugga I thessa sidu fyrst thad er umraeda um hvar og/eda hvernig skrufur skulu settar!
    Tvo foll herna a einum degi (eitt an linu) og baedi skiptin foru eins vel og haegt er!!
    http://www.gravsports-ice.com/icethreads/ubbthreads.php?ubb=showflat&Number=7522&page=1
    Fridjon

    #55848
    0703784699
    Meðlimur

    Screaming barfies – þurfti að googla það og fékk þetta út. http://www.bodyforwife.com/screamingbarfies.html

    Gæti útlagst sem öskrandi æla? Alger snilld. En hef alveg verið laus við það eftir að ég fór að klifra fetlalaus.

    Takk Freon

    #55850
    Skabbi
    Participant

    Gríðarlega áhugaverð umræða. Verst að ég er eiginlega engu nær um hvað raunverulega gerðist. Voru skrúfurnar togaðar út úr ísnum eða sprakk ísinn hreinlega út frá skrúfunum allt í einu? Heppnir að síðasta skrúfan í akkerinu hélt þeim báðum…

    Þetta kennir manni líklega að hafa varann á ef mjög kalt er í veðri og að huga vel að akkerinu. Ég hefði líklega splæst þriðju skrúfunni í akkerið ef ísinn var jafn brothættur og þeir vildu meina.

    Þar sem Himmi er nú þegar byrjaður að afvegaleiða þenna þráð dettur mér í hug þetta yndislega myndskeið, sem er svo yndislega/kvikyndislega skemmtilegt þegar maður situr inni í hlýjunni. With friends like this, who needs enemies?

    http://www.youtube.com/watch?v=DDGf-LF3jh4&NR=1

    Allez!

    Skabbi

    #55851
    2401754289
    Meðlimur

    Eg myndi segja ad best se ad fylgjast med umraedunni. Virdist Vera ad Dr slawinski aetli ad kikja a thetta til ad skilja hvad gerdist
    Annars gaeti mer ekki verid meira sama thott Himmi fari ad tala um e-d annad
    Pudur upp ad geirvortum sidustu helgi…

    #55852
    0703784699
    Meðlimur

    „with an overwhelming nauseating case of the barfies“

    Ef menn hefðu lagt á sig að lesa það sem málið snérist um að þá hefðu þeir ef til vill skilið hvernig slysið bar að og hvað ég átti við. En þetta var ekki fall, heldur var hann sestur í síðustu skrúfu (#2 f. ofan stans) af því hann var með „öskrandi ælu“, eftir 3-4 mín setu í skrúfunni til að hita á sér fingurnar endar hann í frjálsu falli. Að öllum líkindum skarst línan af því hann rak broddana í en það er og verður sennilega ráðgáta ein. Varðandi hvað olli því að ísinn fór út er og verður líka ráðgáta en þó má leiða að því likum að ísinn hafi verið stökkur og útaf þyngd hans hafi hann náð að toga skrúfuna út eða brotnað allt í kringum skrúfuna (sem er líklegra þar sem hún bognaði ekki).

    Fleira var ekki komið fram þegar ég las þetta, en einsog segir þarna má búast við nánari upplýsingum frá bjórþyrstum ísklifurkönnuðum sem fara út á föstudag. Ég þakka fyrir stórskemmtilegt myndband og bíð spenntur eftir að lesa meira um þessar svaðilfarir.

    Gimp

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.