Ísfréttir – Múlafjall o.fl.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísfréttir – Múlafjall o.fl.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45387
    0405614209
    Participant

    Daginn.

    Ég skaust í morgun inn að Múlafjalli til að skoða aðstæður og þetta er frekar dapurt ennþá. Kominn smá ís en þetta er mjög þunnt og lítið. Aðstæður eru þó að koma til og aldrei að vita hvað gerist á næstu dögum. Ég tók nokkrar myndir og Helgi setur þær vonandi á vefinn seinna í dag.

    Aðrar fréttir bárust frá Ívari: „það er fullt af ís inni í Eylífsdal og líklega víðar. Um síðustu helgi ver frekar þurrt í Haukadal en þó hægt að klifra tvær meló leiðir“

    Svo kom ég við í turninum í Gufunesi og það er búið að skrúfa frá vatninu og kominn smá ís en ekki nóg til að hægt sé að böðlast á. Myndir væntanlegar á netið seinni partinn eða í kvöld

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.