Hrútsfjallstindar eru ekki í Skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Hrútsfjallstindar eru ekki í Skaftafelli

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45065
    2607683019
    Meðlimur

    Ég missti víst af umræðunni um daginn en get ekki orða bundist nú þegar ég les þetta. Ég er fyrrverandi landvörður í Skaftafelli og vil fyrst og fremst benda á að ef maður ekur upp að Hafrafelli þá er maður utan þjóðgarðs, auk þess sem að teikning af þjóðgarðinum sýnir að ef menn fara hefðbundna leið upp Svínafellsjökul og upp Eystra Hrútsfjall koma menn aldrei inn í þjóðgarðinn. sjá http://www.ust.is/Natturuvernd/Thjodgardar/Skaftafell/
    Það er linkur þarna á skjal sem sýnir þessa mynd…
    Hins vegar lenda menn í þjóðgarðinum ef menn fara t.d. niður Hafrafellið.

    Landeigendur hefðu heldur ekki getað bannað mönnum göngu um þetta ógirta land þó þeir vildu. Ég er sjálfur landeigandi hér.

    Hefði ég þurft að fara á Svínafellsjökul hefði ekkert stoppað mig nema ef vörðurinn hefði sýnt mér uppáskrifað bann frá Sýslumanni sem hefði gilt fyrir þennan tiltekinn dag/daga.

    Ég legg til að strákarnir sem var vísað frá fari í mál við Saga Film.

    Kær kveðja, Einar Öræfingur.

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.