Glymsgil

Home Umræður Umræður Almennt Glymsgil

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45300
    2502614709
    Participant

    Ég var einn af gaurunum sem var í Glymsgili á Sunnudag (takk fyrir að kalla mig gaur). Samferðamenn mínir voru Haraldur Örn og Rúnar Pálmason. Við sáum 3 gaura fremst í stuttu leiðunum – þar af einn sem klifraði eins og api, frjáls api án línu og kjaftæðis. Eilítið lengra voru tveir útlendingar líklega, þeir tóku allavega illa við kurteisis kveðjum!
    Við sáum stóra skelfinn – komust ekki alveg að honum en ég held að það sé samt möguleiki að þræða það. Ég sé yfirleitt illa uppí móti en hann virkaði frekar saklaus svona neðanfrá úr fjarlægð. Hvalur 2 er líklega í klifurstandi en ekki 3. Við skelltum okkur í Hval 1 og það var þrælgaman, fyrsta spönn frekar auðveld en smá þak í 75 metrum stoppaði jólasteikina og áramótaskrallið. Haraldur leiddi aðra spönn og gekk ljómandi fram að þessu yfirhangi. Ég greip fastar um línuna þegar hann var rétt dottinn en önnur öxin hélt og hann dinglaði bara smá.
    Eftir þrjár tilraunir var lúffað og við sigum niður – sumir hálf fegnir því þetta var óttalega erfitt að sjá. Frábær dagur og nú bíður maður bara spenntur eftir laugardegi þegar reyna skal aftur.
    Múlafjallið er í hörku aðstæðum þykkur og góður ís í öllum leiðum, séð neðanfrá.
    Sá sem ekki klifrar þessa dagana hefur ævilangt fyrirgert rétti sínum til að kvarta um ísleysi á þessu Íslandi.

    Pólarkveðjur

    #49259
    2806763069
    Meðlimur

    Útlendingarnir kunnu ekki við að spjalla við ykkur þar sem þeir (hún) hafði áhyggjur af að þið fengjuð ís í hausinn frá leiðsögumanninum hennar, henni þætti leiðinlegt að vita að þið hafið orðið kvektir svo ég er ekkert að segja henni frá því. Hitt liðið var líka útlendingar nema ég sem er engin api, bara að halda á mér hita meðan kúnarnir dunduðu sér.

    Og svo er ég hjartanlega sammála síðstu settningunni, er einhver lítill Hardcore að fæðast hér?

    #49260
    2806763069
    Meðlimur

    Hefur einhver grænan um aðstæður undir Eyjafjöllum þessa dagana?

    #49261
    0801667969
    Meðlimur

    Það er a.m.k. mikill ís hér á vegum og túnum. Reyndar gerði 8 stiga hita og slagveður hér í 12 tíma í gær. Í dag hefur verið talsverð snjókoma og -1 til 1. Kom hér austur í fyrrkvöld en sökum anna í steypu- og skítmokstri auk veðurofsa hef ég lítið séð til fjalla og kletta. Geri nú ráð fyrir að ís sé almennt með mesta móti en eftir rigninguna í gær mætti þetta jafna sig í tvo þrjá daga. Varstu að spá í eitthvað sérstakt svæði Ívar? Ekki sama hvort er „norðan eða sunnan undir Fjöllum“.

    Kv. Árni Alf.

    #49262
    2806763069
    Meðlimur

    Veðja reyndar á Haukadalinn núna enn annars er ekki verra að vita hvað er í aðstæðum svo þú mátt gjarnan láta flakka.

    #49263
    Anonymous
    Inactive

    Þegar við Palli frumfórum Hval II þá var ég að klifra aðra spönn rétt að koma upp úr lóðréttum kafla og lenti í að ísinn sem axirnar voru í flagnaði (nærri hálfur fermeter á ávalri brún alltaf hættuleg yfirborðsspenna á svoleiðis stöðum) og ég flaug um 9 metra afturábak. Ég bölvaði ansi hressilega þar sem mér fannst ekkert gaman að þurfa að klifra þennan lóðrétta kafla aftur. Ég lét mig hafa það og get fullyrt að þessi leið er GRAND leið sérstaklega síðasta spönnin þar sem við(Palli) fórum bakvið ísþil og brutum okkur leið í gegn(Stækkuðum gat) og þaðan eru um 10-15 metrar lóðréttir upp á brún. Get ekkert annað en mælt með þessum leiðum þær eru klassískar og alveg frábærar og ekki er umhverfið til að skemma fyrir.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.