Eyjafjöll í aðstæðum -skíðin í skófluna

Home Umræður Umræður Almennt Eyjafjöll í aðstæðum -skíðin í skófluna

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44891
    0801667969
    Meðlimur

    Tek heilshugar undir vangaveltur Kalla um niðurdrepandi fyrirsagnir. Hérna undir Eyjafjöllum er allt í aðstæðum (nema þá kannski smá hláka nú í morgun). Talsverður ís fyrir klifrara og útlitið gott. Kyngir niður snjó hér í svona 200 m hæð og ofar. Skíðafæri hefur verðið gott í haust enda mun meiri snjór í fjöllum miðað við síðustu og verstu ár.

    Nýjasta lyftutækni hérna er sú að fara á dráttarvél upp að Goðasteini á Jökli með skíðin í skóflunni (skíðin rúmast illa inni). Dráttarvélin er búin að sanna sig sem drauma lyfta í allt haust í alls kyns færi á Jöklinum. Hitti fyrir fólk um daginn sem leit ofan í skófluna á traktornum. Það hélt að ég væri með skítinn í skóflunni. Það var ekki rétt.

    Mottóið í dag er: Skíðin í skófluna og skítinn úr skóflunni.

    Kv. Árni Alf.

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.