Expedition Hvannadalshnjúkur 2004

Home Umræður Umræður Almennt Expedition Hvannadalshnjúkur 2004

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45073
    0311783479
    Meðlimur

    Það er ánægjulegt að sjá 4 flubba á síðu 18 í mbl í dag þar sem þeir flagga stoltir fána Flugbjörgunarsveitarinnar á tindi Hvannadalshnjúks. Líklega hefur hvorki leiði né angur gert vart við sig hjá þeim í leiðangri þessum.

    Eins og segir í fréttatilkynningunni „…og sóttist ferðin heldur seint þegar þeir voru komir niður á Virkisjökul, þar sem notast þurfti við GPS-tæki til að komast klakklaust yfir hann.“ Undursamleg er nú blessuð tæknin. Og enn segir „…[þeir] geta minnst þessarar ferðar með stolti þegar þeir verða teknir inn í Flugbjörgunarsveitina á aðalfundi hinn 15.maí nk. eftir 2 ára þjálfunarferli.“

    Gaman er að vita til þess að fleiri en núverandi utanríkisráðherra/tilvonandi forsætisráherra hafi verið á ferði þar austur í Öræfum, ekki fylgdi nú fréttinni um ferð Halldórs hvort hann hafi flaggað líkt og flubbarnir…

    -góða helgi
    Halli

    #48730
    1704704009
    Meðlimur

    Það er bara um að gera að fjalla um Hnúkinn sem allra oftast. Það eflir líka vonandi náttúruvitund hjá okkur að sjá fjallatoppa reglulega í fréttunum þegar fólk hefur fyrir því að nota tvo jafnfljóta upp brekkurnar. Ég óska líka strákunum til hamingju með áfangann. Þetta var vel af sér vikið hjá þeim.

    #48731
    Hrappur
    Meðlimur

    Það er mikli ánægja að sjá stormsveitir æskunnar sveipa heilögum fána ´æðstutinda Íslands annað eins afrek hefur ekki verið unnið síðan Skotti skottaðist á pólinn og drapst,Hilli og co drösluðustupp Everest. Joe Sippansi dröslaðist niður o.s.v

    engar fréttir eru engar fréttir ef þið ætlið að klappa hvor öðrum á bakið fyrir að komast alla leið upp á hnjúk þá mæli ég með að þið hittist bara prívat. Það er ´pólitísk sveitalykt af þessum skrifum

    #48732
    Hrappur
    Meðlimur

    ‘eg er enn að bíða eftir klifurveggnum sem Ólafur Örn Harlds lofaði Ísölpurum gegn kjörfylgi í kossningunum 1999

    #48733
    1410693309
    Meðlimur

    Er ekki saklaust þótt ekki-fréttirnar snúist einstaka sinnum um fjallamennsku?
    Kv. SM

    #48734
    1704704009
    Meðlimur

    Mér finnst þetta vel af sér vikið hjá þeim Flugbjörgunarstrákum og finnst alltaf gaman af að lesa fréttir um fjallgöngur, stórar sem smáar. Vonandi láta Hnúksfararnir nú ekki þrasið í þessum Hrappi pirra sig. Mér finnst hann vera hálfgerður fýlupoki blessaður maðurinn.

    #48735
    Hrappur
    Meðlimur

    Hehe

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.