Ekki svo nýjar ísleiðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ekki svo nýjar ísleiðir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44936
    2806763069
    Meðlimur

    Sælir veri klifrarar.

    Einhverjir kunna að hafa gaman af þessari umfjöllun um heimsfræga- og landsfræga klifrara sem virðast hafa gert strandhögg á íslandi í orðsins fyllstu merkingu:

    http://www.marmot.de/content/de/pageflip.magalog.2012/#/76/zoomed

    Það væri nú samt gaman ef menn væru örlítið duglegri við að skrá þessar hetjudáðir í takt við annað sem er gert hérna heima.

    Kannski færi ritnefndin laumu póst svo þetta birtist allt rétt á prenti en við dauðlegir menn skráum svona venjulega fljótlega eftir FF hér á síðuna. Stundum verður það svo til að kveikja í einhverjum sem vill ná sér í 2. uppáferð – og svo er það bara gaman!

    Kv.
    Softarinn – ekki á leið í 300m WI5 / 6R.

    #58035
    Robbi
    Participant

    Sorry, tek þetta á mig. Ég er með einhvern bunka í möppu á tölvunni sem er alltaf á leiðinni inn. Lofa að vera duglegur… Ætli ég skuldi ekki einhverja ferðasögu líka, fer beint í það.

    Annars er þetta góður punktur hjá ívari meða að skrá leiðir. Í ljósi þess að það voru nokkrar leiðir klifraðar í Múlafjalli í jólaklifrinu þá legg ég til að þeir sem eiga myndir af leiðunum sem þeir fóru pósti þeim í þennan þráð og við reynum svo að komast til botns í nöfnum, gráðum og gömlu kallarnir reyna að dusta rykið af minningunum og sjá hvort þeir muni hvað þetta er.

    Ég ætla að pósta mynd af múlafjalli á eftir og merkja inn númer á allar leiðir og það væri gott ef menn gætu merkt eitthvað við það. Það er auðvitað búið að klifra meirihlutann af þessu en vegna skorts á heimildum (er búinna að skima öll ársritin) er nánast ómögulegt að finna eitthvað útúr þessu.

    Múlafjall er vinsælt svæði við Reykjavík og synd að ekkert hafi nöfn.

    Robbi

    #58044
    AB
    Participant

    Uppgerðar hógværð hefur löngum verið þekkt meðal fjallamanna. Lítillætið nær þó áður óþekktum hæðum ef menn sjá ekki ástæðu til þess að segja frá, hafi þeir lent í því veseni að brölta upp 300 m WI5/6 M6R klifurleið.

    AB

    #58050
    Arni Stefan
    Keymaster

    Tvær frá seinustu helgi meðfylgjandi og það var allt og sumt sem ég tók af myndum.

    [attachment=516]1_2012-12-20.jpg[/attachment]

    Stutt leið sem er rétt neðan við niðurgöngugilið. Mjög falleg leið og léttist ofar, líklega WI3.

    [attachment=517]2_2012-12-20.jpg[/attachment]

    Robbi að dansa upp einhverja ísskán þarna örlítið austar. Leit vel út úr fjarska.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.