Breytt nafn á þræði = klór í kolli

Home Umræður Umræður Almennt Breytt nafn á þræði = klór í kolli

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46902

    Póstaði nýlega inn á þráð sem hét „Eftir basarinn situr eftir…“ Ætlaði svo að skoða hann aftur en þá virtist hann horfinn. Eftir að klóra mér smá í kollinum sá ég að hann var þarna enn en Himmi búinn að breyta nafninu í „Telemark….risaeðlur á skíðum?“ sem er jú allt annað nafn.

    Þar sem mannsnafnið sem birtist á forsíðu aftan við nafn þráðar er þess sem síðast skrifaði svar en ekki þess sem stofnaði þráðinn (sem mér þætti persónulega betra), er eins og um eitthvað allt annað sé að ræða.

    Af þessum sökum vil ég mælast til þess að nöfnum þráða sé ekki breytt. En ég hef ekkert ægivald yfir því hvernig menn haga sér í þessu, en tel að það gæti valdið höfuðklóri hjá fleirum en mér ef sífellt er verið að hringla með nöfnin.

    Efast ekki um að við getum breytt kerfinu á einhvern hátt, eða ekki… hvað finnst fólki um þetta atriði? Endilega komið með ykkar pælingar varðandi þetta áður en við breytum einhverju.

    #54590
    Sissi
    Moderator

    Já ok, er hægt að breyta þessu?

    #54592
    0111823999
    Meðlimur

    Sammála Bjögga.

    Mun auðveldara að fylgjast með þræði ef hann heldur nafninu sínu..
    Annars finnst mér allt í lagi að nafnið fyrir aftan sé þess sem skrifar síðast, auðveldara að fylgjast með breytingum þannig..

    ciao

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.