Austurveggur Þverártindseggjar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Austurveggur Þverártindseggjar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46545
    2607683019
    Meðlimur

    Var að skrá leiðina okkar Ívars. Er líka að vinna við að setja inn myndir og lýsingu á http://www.oraefi.is/mountaineering/austurveggurinn.htm
    Verð búin að setja meira inn á morgun…Einar Öræfingur

    #47994
    0309673729
    Participant

    Villa í vefhýsingarkerfinu olli því að myndin sem Einar setti inn með skráningunni birtist ekki. Þetta er núna komið í lag.

    Gaman að sjá svona vel unna skráningu, með glæsilegri mynd þar sem leiðin er merkt inn á — svona hafði ég akkurat hugsað að skráningar-systemið yrði notað.

    Til hamingju drengir með glæsilega leið.

    kveðja
    Helgi Borg
    vefstjóri
    alltaf á vaktinni

    #47995
    0311783479
    Meðlimur

    Maður fyllist lotningu við að horfa á myndirnar úr þessari mögnuðu leið. Hvað skjótið þið á þetta sé í alpagráðum (ED1/2) ?

    Enn og aftur til lukku með þetta !!!

    -kv.
    Halli

    #47996
    2806763069
    Meðlimur

    Vá, þetta er ekki nein smá síða sem Einar hefur sett upp.

    Einar ég verð að fara að kaupa mér stafræna vél svo þú fáir nú einhverjar myndir af þér líka.

    Mér líður bara eins og Dean Potter og félögum, allt á tíma og læti.

    Hvað gráðuna varðar hef ég ekki hugmynd. Sá að Snævar og Jón settu TD+ á Skarðatindana á sínum tíma. Þessi leið var bæði tæknilega erfiðari og alvarlegri, en það á bara við um síðustu 80m, þannig að ég veit ekki alveg hvað skal segja. Mér hefur samt alltaf fundist að ED sé eitthvað öfga, amk voru ED leiðirnar sem við horfðum á í Perú ekki eitthvað sem maður var að fara að skella sér í.

    Eigum við ekki bara að segja að þetta sé ein af þessum gömlu góðu 5+ sem banka létt í P-þakið.

    Annars fer nú vonandi einhver að endurtaka einhverjar af þessum leiðum okkar og þá má kannski taka þessa gráðunarumræðu upp aftur, ég hef nú aldrei verið sá hógværasti í að gefa gráður.

    kv.
    Ívar

    #47997
    AB
    Participant

    Þetta er alveg magnað, af myndunum og frásögn að dæma. Virkar sem tilhvötun ( e. motivation ). Aftur til hamingju.

    Hvað varðar klifurgráður á Íslandi þá væri mjög áhugavert að taka upp gráðu-umræðu á ný. T.d. finnst mér skrýtið að sumar leiðir fái bara tæknilega gráðu en ekki líka klassísku alpagráðuna ( F uppí ED). Alpagráðurnar segja til um heildarerfiðleikana og hætturnar sem fylgja tiltekinni leið. Leiðirnar Einfari í Eilífsdal og Heljaregg í Vesturbrúnum eru gott dæmi um þetta. Einfarinn er ís og snjóleið af 2/3 gráðu. Leiðir af þeirri gráðu eru ekki tæknilega erfiðar. Margir sem geta leitt WI 3 í ís eiga samt ekkert erindi í Einfarann því leiðin er tiltölulega langt frá mannabyggðum, snjóflóðahætta talsverð og fleira í þessum dúr. Heljareggin er ekki tæknilega erfið heldur, fær IV gráðu sem samsvarar kannski 5.5-5.6. Samt er Heljareggin ekki byrjendaleið. Væri ekki eðlilegt að hafa alpagráður á svona leiðum? Þá þyrftu útskýringar á hverri gráðu að vera skýrar og aðgengilegar. Hvað með að hafa gráðutöflu á síðunni? Er það of bandarískt?:-)
    Sumir myndu sjálfsagt segja að þetta skipti ekki máli því klifursamfélagið væri svo lítið og flestir sem byrjuðu að klifra gerðu það í samfloti með reyndari einstaklingum. Einnig er hægt að benda á að almenn skynsemi ætti að hjálpa fólki við að ákvarða eigin getu og reynslu. En stundum er metnaðurinn og löngunin reynslu og getu yfirsterkari. Ýmis slys, t.d. í Grafarfossinum, sanna það að ekki allir vita hvað þeir eru að gera.

    Um daginn mætti ég tveimur strákum í brekkunni uppi í Stardal. Þeir voru með 10 stykki af glænýjum tvistum og ónotaða línu og voru að fara að prófa græjurnar. ,,Er ´etta ekki allt boltað?!?“ , spurðu þeir þegar við mættumst og voru alveg geysilega hissa á því að svo væri ekki.

    Bara svona pæling….

    Kv, Andri

    #47998
    2806763069
    Meðlimur

    Graðumal eru alltaf vandræði, serstaklega þegar um er að ræða alpagraður sem fair islendingar þekkja eða skilja (amk hefur undirritaður litið vit a þvi). Sem dæmi um það hvað þetta er skrytið kerfi þa graðaði einn besti isklifrari frakka og fjallaleiðsögumaður til fjölda ara i Chamonix Þilið bara TD (eða var það kannski TD+). Samkvæmt þvi fengi Enafarinn ekki meira en PD sem mindi nu ekki stopp mjög marga.
    Auk þess eru malin farin að flækjast verulega þegar klettaklifrarar nota jöfnum höndum tvö graðukerfi og isklifrara i rauninni lika tvö (WI og M) við þetta ma svo bætta stigagraðunum sem eru lika tvær.
    Personulega held eg að við ættum ekki að vera að flækja hlutina meira en orðið er.

    Einhverntiman var það minn draumur að klifa Þumal. Eina helgi a Hnappavöllum var þar einn mesti Alpinisti landsins. Eg manaði mig upp i að spyrja hann um Þumal og byrjaði a að spyrja um graðuna. Ut kom einhver rumsa sem hafði ekkert með 5.x gradukerfið sem eg var vanur að nota að gera, . Eg reyndi að lata ekki a þvi bera að eg skildi ekki bofs, þakkaði fyrir mig og lett mig hverfa.

    Enfalt er gott, það er hvort eða er ekki það mikið af Alpaleiðum og þær eru sjaldan klifraðar (of sjaldan miðað við gæði sumra þeirra).

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.