Alpaklifur, alpabrölt

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Alpaklifur, alpabrölt

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45796
    2008633059
    Meðlimur

    Hæ allir Ísalparar,

    Sá flottar myndir frá Alpafjöllunum (Mittellegi á Eiger) á Ísalp-forsíðunni og datt þá hug að setja inn nýjan þráð.

    Í ljósi nafns klúbbsins datt mér nefnilega í hug að vita hvað menn hefðu til málanna að leggja um Alpana, hvað er það sem heillar fólk og hvað hafa gamir og nýir félagar tekið sér fyrir hendur þar um slóðir?

    Ég veit að nokkuð margir hafa brölt á Blankinn og er reyndar sjálfur á leiðinni þangað í sumar. En hvaða, „he, humm“ frægðar- og/eða reynslusögur hafa gamalreyndir Ísalparar fram að færa til að miðla okkur byrjendunum á þessu sviði.

    Með öðrum orðum, hverju hafa hafa menn verið að spreyta sig á þarna í gegnum tíðina? Hverjir hafa til að mynda prófað hina 6 frægu og „klassísku“ norðurveggi Alpanna (Cima Grande di Lavaredo, Eiger, Grandes Jorasses, Matterhorn,
    Petit Dru, Piz Badile)? Hvað líka með 4000 metra tindana sem mér telst til að séu í það minnsta 61 talsins, sbr. eina heimild
    http://www.peakware.com/highest.html?list=alps

    Hvað af þessu hafa menn prófað, hverju mælið þið með og hvað er það sem maður ætti ekki síst að varast? Eru Alparnir kannski nú þegar drukknaðir í fjallgöngutúrismanum?! Er kannski bara best að halda sig heima við?!!!

    En í það minnsta væri gaman að menn segðu eitthvað smávegis frá sinni upplifun af þessum frábæru fjöllum sem undirritaður kynntist reyndar ekki að neinu ráði fyrr á síðasta ári! Það er samt eitthvað sem virkilega situr í manni!

    Kveðja,
    JLB

    #52768
    2806763069
    Meðlimur

    Held að þú getir keypt öll gömlu ársritin niðri í Klifurhúsi (ef ekki þá geta einhverjir stjórnarmenn reddað þér þessu).

    Þar finnur þú þetta allt t.d. Cima Grande, Matterhorn með McDonnalds, Eiger ferðir og fleira sniðugt. Þú kemur einnig til með að finna góðar hugmyndnir af áhugaverðum hlutum hér heima, leiðarvísa að svæðum, flottar myndir, nothæfan fróðleik (úreltan fróðleik inn á milli) og innblástur.

    Góða skemmtun,

    kv.
    Ívar

    #52769
    2008633059
    Meðlimur

    Takk fyrir ábendinguna Ívar,

    Verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér nógu vel þá gullnámu sem gömlu ársritin eru og hugsa að það eigi reyndar við um fleiri.

    Nú veit ég ekki hvað miklar tekjur klúbburinn hefur af sölu gamalla ársrita eða hvað stór lager er eftir. En myndi það skemma fyrir sölu á þessu efni ef það væri gert aðgengilegra með því að skanna inn gömul tölublöð í pdf og setja á vefinn? Myndi fólk ekki samt vilja eiga þessi blöð á pappír. Ef til kæmi væri ég reyndar alveg til í að hjálpa til við að koma þessu á rafrænt form.

    kv,
    JLB

    #52770
    Siggi Tommi
    Participant

    Úff, pant´ekki skanna inn allar þessar blaðsíður.
    Vissulega göfugt markmið að reyna að koma þessu á rafrænt form en það hlýtur að vera til skárri leið en að skanna þetta inn í höndunum. Eru prentþjónustur með massa-skann þjónustu kannski?

    #52771
    Björk
    Participant

    Fórum aðeins yfir ársritin um daginn. það er til slatti af einhverjum árgöngum en aðrir eru næstum því uppseldir.
    Ársritapakkarnir voru eitthvað auglýstir í fyrra og hafa verið til sölu en hafa held ég ekkert verið svo vinsælir.

    Það er miklu skemmtilegra að fletta blaði en að horfa á skjá:)

    Já skanni skanni…..

    #52772
    2008633059
    Meðlimur

    Önnur hugmynd er að skanna bara inn nokkrar valdar greinar (OCR) og myndir úr gömlum ársritum. Auðvitað er ekki allt jafnáhugavert sem þar hefur birst í gegnum tíðina, en ýmislegt má nú samt gera til að glæða áhugann á sögu klúbbsins og því sem félagar hans hafa dundað sér við í gegnum árin.

    #52773
    1811843029
    Meðlimur

    Daginn

    Áfram um alpaklifur…gaman væri að heyra hvort einhverjir séu á leið í alpana núna í sumar eða haust. Hvert menn ætli þá að halda og hvað á að gera.

    Kv.

    Atli Páls.

    #52774
    0607784509
    Meðlimur

    Satt er það að gömlu ársritin eru algjör gullnáma en að sama skapi getur verið gott að rabba við einhverja af eldri félögum sem sóttu Alpana stíft fyrr á árum. Minnir einhvern tíman að ég hafi verið að ræða þetta við Helga Ben og sagðist hann þá hafa gengið á einhverja 60 tinda í Ölpunum, þannig að það er eflaust hægt að tosa einhverjar upplýsingar upp úr honum.

    #52775
    0112873529
    Meðlimur

    Talandi um alpana þá erum við 6 strákar úr HSSR að fara út 13 ágúst og verða aðal markmiðin Mont Blanc og Matterhorn. Við ætlu að vera úti í þrjár vikur og ef blankinn og matterhorn ganga vel þá ætlum við að reina við eiger munkinn eða jómfrúnna en það á eftir að koma í ljós hvaða tindur verður fyrir valinu. En endilega ef einhver er þarna á sama tíma væri gaman að hittast og taka góðan fund í Chamonix yfir einum ísköldum.

    KV Danni G

    #52776
    0703784699
    Meðlimur

    Drífðu þig út, reyndu síðan að fara eins fljótt aftur og hægt er meðan þú ert fullur af hugmyndum, og síðan allaveganna einu sinni enn eftir það. Sama hvað þú teigar marga á fundum um Chamonix áður en farið er að þá tekur alltaf tíma að komast inní hlutina, sem þú færð ekki nema með því að vera á staðnum og upplifa og fara aftur.

    Mitt ráð, farðu í góðra vina hóp, helst ekki of stórum (2-3 er nóg en ég myndi ekki vilja klifra í mikið stærri hópum en 3, helst bara 2), reyndu að vera eins lengi og hægt er og ekki gleypa alla alpana í einu. Þú getur gert ýmislegt á 2 vikum, en ekki ef þú ætlar að eyða tímanum í að ferðast milli margra staða í lest (nema þú sért kominn með aldur til að leigja bíl í Evrópu, sem er ekki nauðsyn tel ég, kostar mikið). En það er dagsferð milli Chamonix og Zermatt og svo aftur Zermatt og Grindelwald í lest (Zermatt er bílalaus bær svo þú verður að taka lestina þangað upp). Ef þú getur, reyndu þá að vera í 4 vikur í Chamonix, þú færð mest úr því. Tekur tíma að koma sér á staðinn, veðrið getur setið á sér í nokkra daga til viku og þá er lítið hægt að gera annað en heimaklettarnir eða fjallahjólast eða flýja dalinn. Efast ekki um að kaupglaðir íslendingar eyði hálfum degi eða svo í Snell sport og félögum í rigningunni. Settu þér 2-3 markmið fyrir ferðina og reyndu að ná þeim, annað er síðan plús.

    Í bókasafni Ísalp var einu sinni góð bók, 100 Classic Climbs in the Alps eða álíka. Þetta er stór bók, ekki topo sem maður getur ferðast með og þar eru classicar einsog Lumman (Aguille d´lumme) og fleiri sem íslendingar hafa farið á, svo efast ég ekki um að krús yfir internetinu skili þér langt ef þú byrjar að leita.

    Chamonix er uppfullur af japönskum/kínverskum túrhestum og fjallamönnum. Þú getur fengið hafsjó af upplýsinum hjá localnum í klifurbúðunum.

    Pöbbinn til að fara á og gleyma sér er Chukas, en þar eru mestu líkurnar á að hitta local fjallamenn.

    Svo er best að gista á Les Arolles tjaldsvæðinu (nema þú hafðir hugsað þér fjaðurdýnu í lúxusgistingu) í Chamonix, stutt á pöbbinn (Jekyll and Hyde). En vertu búin að hugsa það hvað þú ætlar að gera við búnaðinn sem þú ætlar EKKI með uppí fjöll. Sem sagt ef þú tjaldar á Valley Blanche, að þá þarftu ekki að böðlast með allt draslið þangað upp, skilja eitthvað eftir niðri í auka tjaldi þar (borgar f. allar nætur sem tjaldið stendur) eða í pakpoka í geymslu hjá þeim.

    Well einsog ég sagði, skelltu þér út, skemmtu þér vel og komdu aftur heim til að drífa þig út aftur, þú gerir aldrei allt í fyrstu ferðinni,

    En mynd af Eiger og Matterhorn af dagatali ætti að nægja áður en haldið er út og með dash af ákveðni.

    kvAndfætlingurinn

    PS: en McOst getur verið snilldar nesti, pinna tjaldið niðurí snjóinn með bjórflöskum, balance æfingar á hryggnum niður á Valley Blance með tvo innkaupapoka fulla af mat og ….. ég held maður hætti hér,

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.