Aðstæður!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður!

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45203
    Anonymous
    Inactive

    Sælir ísalpfélagar og aðrir!
    Ég komst því miður ekki í klifur um helgina af óviðráðanlegum ástæðum og endaði á Kirkjubæjarklaustri um helgina og skoðaði aðstæður þar og tók myndir. Það er talsvert af ís þarna en hann er ekkert orðin bunkaður ennþá en örugglega skemmtilegur til klifurs. Sexý er til dæmis ekki frosin niður þannig að þakið er ófært nema fyrir þá sem hafa gaman af mixi. Efri hlutinn er í fínu formi. Aðrar leiðir eru nokkuð þokkalegar og sá ég einnig línur þarna sem ég vissi ekki til þess að væru farnar. Á leiðinni heim sá ég að leiðirnar Kloll og Tott(IV+ minnir mig) eru sæmilegar en önnur leiðin virðist ekki alveg búin að loka sér enn og er rennandi vatn í miðjunni. Þessar leiðir eru rétt austan við Vík. Aðeins nær vík sá í nokkrar mjög fallegar línur þar með eina alveg magnaða(óklifraða að öllum líkindum) sem leit út fyrir að vera mjög krefjandi 5 plús leið. Það er að vísu mjög erfitt að dæma þetta svona frá veginum því ísinn gæti verið bara óklifranlegt frauð. Ég tók myndir af þessu og á eftir að skoða þær betur og get reynt að birta þær hér á vefnum ef menn vilja. Eyjafjöllin voru mjög góð og voru margar góðar leiðir fyrir austan Paradísarheimt í fínum aðstæðum. Paradísarheimt er mjög vel klifranleg en það er ekki of mikill ís alveg efst sem kemur ekki að sök því þar er skemmtilegt klifur í frosnu eða hálffrosnu grasi. Eins og menn vita þá er klifur í Eyjafjöllunum einhver mesta upplifun sem hugsast getur. Getur ekki til dæmis Ingvar Á skrifað undir það?
    Í gær hlánaði aðeins og frysti aftur sem er alveg frábært til þess að mynda góðar aðstæður.
    Klifurkveðjur Olli

    #50761
    2502614709
    Participant

    Engin spurning – ég keyrði framhjá í gær – það hafði ekki bætt í og mér sýndist Skoran t.d. vera erfiðari heldur en síðast þegar hún var klifruð – í janúar 2005! Því miður þarf ég að fara á heitari slóðir um helgina en þetta heldur vonandi áfram í desember og…
    Hvernig er þetta með helv. turninn það væri frábært að geta tekið eina spönn í hádeginu.

    #50762
    Freyr Ingi
    Participant

    Varðandi turninn í Gufunesi fór ég í smá æfingar með pípara þangað síðastliðinn vetur. Skiptum um einhverjar lagnir en náðum ekki að klára.
    Kannski maður hringi í plömmer félagann aftur og reyni að klára verkið svo hann standi ekki svona ónotaður. Synd og skömm!

    Læt vita ef eitthvað gerist.

    Freysi

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.