Aðstæður

Home Umræður Umræður Almennt Aðstæður

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47591
    0808794749
    Meðlimur

    Jæja… það hlaut að koma að því að hitatölur færu að detta fyrir niður núllið á veðurkortunum.

    Lumar einhver á upplýsingum um skafla sem má renna sér í, frosinn mosa eða ís sem má berja í eða eitthvað enn frumlegra…

    kv.

    #55093
    0801667969
    Meðlimur

    Á Bláfjallasvæðinu þá er varla hægt að finna skafl fyrir gönguskíði, hvað þá skafl til að renna sér í. Dagurinn í dag var mjög fallegur, snjóhvítur snjór í fjöllum og bleikir akrar þar undir. Þessi fallegi snjór er þó hálfgerð blekking. Ekki brúklegur. Minnir helst á fyrstu haustsnjóa. Kannski það sé bara farið að hausta seint. Vonandi vorar ekki snemma.

    Kv. Árni Alf.

    #55094
    Siggi Tommi
    Participant

    Enginn átt leið um Kjósina til að glugga upp í Eilífsdal?
    Helst að maður hafi trú á að þar hafi eitthvað verið að gerast síðustu 2-3 vikur en þó sennilega á mörkunum (kalt á nóttunni en funheitt á daginn oftast).

    #55095
    0808794749
    Meðlimur

    Örstutt af aðstæðum…

    Rúntuðum fram hjá Villingadal þar sem aðalfossinn leit út fyrir að vera í aðstæðum.
    Leiðin lá svo á Skessuhornið, NA-hrygginn.
    Þar voru skemmtilegustu aðstæður, allt orðið gegnfrosið þó lítið fari fyrir ís. Lítill snjór en eins og alltaf búinn að safnast fyrir í varasamar lænur.

    Mæli með þessari klassísku leið.

    #55098
    Jokull
    Meðlimur

    Nægur ís í Skíðadal og Svarfaðardal, nánast enginn í Hörgárdal ? en flottar aðstæður í Öxnadal. Ekki skemmir veður blíðan fyrir.
    JB

    #55099

    Keyrði í gegnum Öræfin í gær. Þar virtist einver ís hafi lifað af hlákutíðina, en ekki var hann mikill.

    #55100
    2109803509
    Meðlimur

    Aðstæður í Eilífsdal, Villingadal, Skarðsheiði:

    http://arnarogberglind.smugmug.com/2010/iskonnun/11095586_ECSxr#777026409_MDRaW

    Berglind og Arnar

    #55102
    0503664729
    Participant

    Hugtakið ískönnunarflug hefur öðlast nýja merkingu.
    Þetta er virkilega flott.

    #55104
    2808714359
    Meðlimur

    Smellti mér í Skíðadalinn í dag og dró Oliver upp úr rúmminu eftir Þorrablót sem stóð fram á morgun. Eftir egg og beikon röltum við út og upp í fjall. Það er náttúrulega frábært að búa á Másstöðum í Skíðadal, ísleiðir beint fyrir ofan bæinn.

    Fínar aðstæður í Skíðadalnum, fullt af færum leiðum.

    kv
    Jón H

    #55105
    0808794749
    Meðlimur

    Vá! Geggjaðar myndir.
    Mig grunaði að það væri einhver kunnugur í þessari vél.
    Magnað að fá þessar loftmyndir.

    #55106
    Sissi
    Moderator

    Eins og sumir vita erum við Freysandi Fresh miklir áhugamenn um ýmiskonar brölt líkt og formaður Ólympíska fjélagsins, Andri Bjarnfreðarson hefur boðað í gegnum árin.

    Með glampa í augum og eldmóð í hjarta sóttum við Stymma og heilan big-wall rakk af klettatryggingum í nærliggjandi sveitarfélag og héldum á vit ævintýranna í suðurhlíðum Esju.

    Að sjálfsögðu enduðum við í allt öðru – ísklifri. Klifruðum prýðilega leið sem heitir því frumlega nafni Ísþilið (leið #41 í leiðarvísinum). Leiðin sú er nokkur hundruð metrum austan við Andrahrygg og sést sjálfsagt langt að, m.a. vel af gönguleiðinni á Þverfellshorn, magnað að maður hafi ekki farið þetta áður.

    Fyrsta haftið var þunnt, kertað, skrýtið, asnalegt, erfitt og mjög svo eftirá-skemmtilegt. Stutt en tæknilegt.

    Síðan tók við simul klifur upp að aðalhöftunum, hvar við tókum hægra afbrigðið sem fer framhjá mest áberandi þilinu. Var þetta full spönn af stórskemmtilegu 3-4 gr. klifri upp á brún. Töff leið í ótrúlega kúl umhverfi. Tók ekki mikið af skrúfum (enda voru þær í bænum utan einhverra þriggja forngripa sem Stymmskí dró upp úr pyngju sinni við fögnuð viðstaddra).

    Æðislegur dagur á fjöllum!

    Sissi, Freysi og Stymmi

    #55108

    Vá! Frábærar loftmyndir, verulega gaman að sjá þetta. Takk.

    #55120
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Frábærar loftmyndir. Við hefðum múnað úr Skessuhorninu ef það hefði ekki verið svona seinlegt að losa klifurbeltin.

    Steinar

    #55124
    Jokull
    Meðlimur

    Kíkti í Kinn
    Fáránlega lítill ís
    Allt sem komið var fyrir hitabeltis tímabilið var hrunið
    og þar sem að hitanum fylgdi engin úrkoma hér norðan heiða
    að þá gengur uppbygging hægt sökum raka leysis, þrátt fyrir
    gott frost. Sömu sögu er að segja af fleiri svæðum hér norðan
    heiða s.s Múla og Hörgárdal. “Klassískar“ leiðir í
    Skíða/Svarfaðardal s.s Super Dupont og Ormapartý eru inni.
    Svo mætti nú alveg fara að snjóa líka, því hér hefur varla fallið
    korn úr lofti síðan fyrir jól.
    En svo kemur þetta allt saman á endanum ekki satt ?

    JB

    #55129
    Smári
    Participant

    Eitthvað að gerast í aðstæðum einhverstaðar sunnan heiða? spáin er góð, ætlar ekki einhver að gera eitthvað?

    kv. Smári

    #55130
    2806763069
    Meðlimur

    Viðar, Bjöggi og ég fórum í Tvíbba gilið í dag, nóg af ís fyrir þá sem klippa bolta. En djöfull var þetta nú allt erfitt svona sem næstum fyrsta klifur vetrarins. Best að vera snemma þar sem síðdegissólin losar um allt litla dótið sem hangir víða.

    #55132
    2607683019
    Meðlimur

    Ég er búinn að vera að klifra í þessum fína ís á Kvískerjum í Öræfum í dag, laugardag. Fór með tvo hollenska kúnna í leið sem heitir Kerling 10 mínútu labb frá bæjarhlaðinu á Kvískerjum, og svo frumfórum við 5 spanna leið skammt vestan við bæinn, innan við 10 mínútna ganga aftur. (Mest mjög auðvelt, en 2 12 metra lóðréttir kaflar.
    Það er hins vegar mjög lítill ís kominn í þekktar leiðir í Öræfum. Ég sá í fyrradag að það var hægt að klifra nokkrar stuttar leiðir við Skaftafellsjökulsporðinn í Skaftafelli. (Gengið 200 metra inn með sporðinum fyrst.
    Stefni jafnvel í Breiðdalinn með kúnnana mína eftir helgi, læt vita….
    Einar Öræfingur.

    #55133
    2806763069
    Meðlimur

    Já, lítur út fyrir að Hollendingarnir hafi fengið eitthvað fyrir peninginn sinn! Annars fórum við Palli Sveins upp í Tvíbbagil í morgun. Hiti vel yfir frostmarki og vatn niður með öllum klettunum. Við ákváðum því að reyna frekar að vinna stig fyrir að vera heima á sunnudegi en að klifra.

    Þetta er líklega slakasti vetur sem ég hef upplifað á mínum 18 ára klifurferlli!

    #55134
    Jokull
    Meðlimur

    Allt að koma hér norðan heiða.

    Ný leið farin í Múlanum í gær.
    Þar eru hlutirnir farnir vel af stað með 10-15 leiðum í aðstæðum m.a sjálfum Míganda. Þynnstu og erfiðustu línurnar eiga enn nokkra daga í land en hér er gott frost og spáð köldu út vikuna. Mér telst til að þetta séu að verða einhverjar 15 FF í Múlanum í vetur og enn af nægu að taka.
    Þeir sem eru Fés(Facebook) væddir geta kíkkt á síðu Bergmenn Mountain Guides til að sjá myndir úr Múlanum og svo þarf ég klárlega að taka mig saman í andlitinu og birta myndir og uppls einhversstaðar. Hvernig er annars með þessa ágætu síðu ?? Á ekki að koma upp einhverju skráningarkerfi ??

    Geri fastlega ráð fyrir að Kinnin sé dottin inn líka miðað við ástandið í Múlanum og svo er náttúrlega allt í aðstæðum í Skíðadal og Svarfaðardal.

    Semsé öllu skárra ástand norðan heiða heyrist mér.

    JB

    #55135

    Fínar aðstæður í tvíburagili í gær. Fórum með Ágústi og Sigga Tomma. Hér eru myndir frá góðum degi.

    http://arnarogberglind.smugmug.com/gallery/11173060_7nqsz#783218502_kitSP

    kv. Arnar og Berglind

    #55137
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, þetta var sérdeilis prýðilegt.
    Ólympíska í mjög skemtilegum aðstæðum. Himinn og haf óvenju ísmikil en Verkalýðs, Síams og HFF frekar þunnar.
    Hreðjun og byssurnar höndluðu ekki Verkalýðsfélagið þennan daginn en hún verður vonandi kláruð í næsta túr uppeftir…

    #55138
    AB
    Participant

    Það þyrfti helst að færa efsta boltann í Verkalýðsfélaginu enda varla hægt að klippa í hann nema að hafa sigið í leiðina og komið fyrir löngum tvisti. Önnur og kannski betri lausn væri að bæta við einum bolta neðan við þann efsta.

    Ég get víst ekki fjarboltað frá Danmörku og því má einhver boltunarvanur klifrari gjarnan taka þetta að sér.

    Var þetta kannski ekkert að trufla þig, Siggi?

    Kveðja,

    AB

    #55142
    Siggi Tommi
    Participant

    Þú ert væntanlega að gleyma hvað ég er ótrúlega harður nagli. :)
    Jú, þessi klipping er megasteikt, sérstaklega þar sem húkkarnir á klöppinni hægra megin eru ekki sérlega solid og maður er í alveg fáránlegri stellingu við þessar æfingar. Alveg að skíta á mig við þetta.
    Reyni að kippa með mér vél uppeftir næst og laga þetta.

    Þarf líka helst að bæta við boltum ofan og neðan við núverandi boltun – neðst í Síams svo þurfi ekki að klippa í neðsta Ólympíska boltann og svo mætti alveg bæta við bolta efst í Síams og HFF til að hægt sé að toppa þær án stófelldrar andlátshættu í þunnum aðstæðum.
    Spurning hvað Ívar og þú Andri segið við slíkum hugrenningum…

    Annars er gaman að geta þess að ég er vörsluaðili mixboltasjóðsins góða og tek glaður við úthlutunarumsóknum frá boltagröðum aðilum. hraundrangi(hjá)gmail og 860-7467.

    #55143
    2806763069
    Meðlimur

    Hljómar vel

    #55150
    AB
    Participant

    Í góðu lagi mín vegna. Freysi boltaði H.F.F. með mér og ég á ekki von á öðru en að honum lítist líka vel á þetta.

    Kveðja,

    AB

25 umræða - 1 til 25 (af 25)
  • You must be logged in to reply to this topic.