Re: Upphífingar styrkja framhandleggsvöðvana!

Home Umræður Umræður Keypt & selt Dyna-Flex styrkir framhandleggsvöðvana! Re: Upphífingar styrkja framhandleggsvöðvana!

#48050
Ólafur
Participant

Mig langar að benda áhugamönnum um klifur á nýja æfingatækni sem styrkir handleggina og þá sérstaklega framhandleggsvöðvana á áhrifaríkan og skemmtilegan hátt. Hún hefur vakið athygli meðal íþróttafólks í hinum ýmsu greinum s.s. golfi, handbolta, tennis og íshokkí. Það er frekar erfitt að lýsa því í orðum hvernig æfingatæknin virkar en í stuttu máli felst hún í því að toga sig upp með hendurnar á láréttri stöng eða kústskafti. Til að auka árangurinn ennfremur er kjörið að gera æfinguna með ab-flex bumbubana um kviðinn. Ég vil því benda ykkur á að kíkja við í klifurhúsinu en þar hefur verið komið fyrir járnstöng sem gerir klifrurum mögulegt að stunda æfinguna.