Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51973
0703784699
Meðlimur

spyr enn og aftur með utankjörfundaratkvæði? Er það hægt…menn ræddu þetta f. síðasta aðalfund?

Ég segi nei, hef því miður ekki trú á því að FÍ sé að fara að hugsa um neitt annað en sjálfa sig í þessu dæmi, allaveganna hefur ekkert annað komið fram að mér finnst.

Mér finnst of mikil peningalykt af þessu máli, þeas græðgisvæðingin sem er að knésetja okkur íslendinga, FÍ er ekki að hugsa um hag ÍSALP í þessu máli né fjallamanna, heldur að geta selt í sínar ferðir.

Held að FÍ sé frekar að falast eftir svæðinu/landinu en sjálfun skálanum sem er nú ekki ýkja stór. Því sé ég ekki rökin f. að halda í minningu Fjallamanna eða elsta skála landsins séu í hávegum höfð….og sé ég minningu og virðingu skálans betur sómið í eigu Ísalp en FÍ, þó lagfæringin standi á sér í einhvern tíma.

Nú ef ég hef rangt f. mér að þá er það þeirra sem kynntu málið að útskýra þetta betur, eða anda með nefinu einsog einhver vitur maður orðaði það (tel að hans orð vegi ekki síður en Ara Fróða eða var það kannski Trausti?). Sé ekki af hverju þarf að drífa í þessu? Það er einsog ekki allt liggi uppá borðinu….af hverju að drífa sig, er það af því FÍ hefur hag af því eða?

Enn og aftur vík ég mér að spurningunni um stefnu Ísalp eftir könnunina góðu? Hvert ætlar Ísalp? Fjallaklúbbar erlendis halda margir hverjir úti skálum? Getur núverandi stjórn ekki haldið úti þeim verkefnum sem hafa lengi verið á könnu stjórnar, eða er það áhugaleysi á að leysa þetta mál sem skálinn/skálarnir eru? Eða er búið að ákveða það að skálar séu og verða ekki lengur í eigu ÍSalp, af hverju að selja annan af tveimur? Vill FÍ kaupa Bratta líka? Hvert stefnir klúbburinn, námskeið eru ekki lengur ókeypis heldur er borgað f. þau, af hverju þá ekki líka vinnu við uppbyggingu á skálanum?

kv.Himmi

PS: FBSR og fleiri sveitir á suðurlandi hafa verið undanfarið að endurbyggja og lagfæra Tindfjallasel og hefur það gengið vel af sjálfboðaliðasamtökum að vera, nokkrir fundir, nokkur símtöl og svo nokkrar ferðir. Mjakast áfram þó hægt sé. En þar hefur líka þurft að notast við aðkeypt vinnuafl sem er jú líka alltaf möguleiki f. Ísalp, ekki þarf allt að vinnast með fríu handafli sem verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast í í nútíma samfélagi.