Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51921
0808794749
Meðlimur

Ég er viss um að það væru margir sem vildu eiga skála á þessum stað og myndu jafnvel bjóða 520 þúsund í hann. Að selja skálann einkaaðila myndi aldrei geta tryggt aðgengi félagsmanna til lengri tíma litið.
Ferðafélag Íslands hefur sýnt að þeir geta, kunna og nenna að fara með skála á hálendinu og í raun verður breytingin engin nema til bóta, þar sem við munum hafa aðgengi að bættum skála.
Þó Ísalp vilji hugsa stórt þá verðum við að horfast í augu við það að klúbburinn er ekki stór og samkeppnin um tíma fólks til að vinna í sjálfboðavinnu er orðin mikil.
Við megum heldur ekki gleyma Bratta gamla sem einnig er orðinn lúinn. Ég tel að það sé okkur best að fókusera á að halda einum skála við frekar en að rembast við að halda úti tveimur stykkjum.