Re: svar: Þríhnjúkahellir

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkahellir Re: svar: Þríhnjúkahellir

#51671
2003793739
Meðlimur

Já ég man ég eftir þessu.

Þessu var sleppt þegar við Arnar og Rafn sögðum mæðrum okkar ferðasöguna, hehe.

Við vorum með 2 línur sem náðu alla leið niður og notuðum aðra alltaf sem öryggi. Það þarf að ganga vel frá þeim í toppnum því þær hreyfast mikið þegar menn eru að júmma sig upp.

Við eigum svo einn frænda sem seig einn niður í Þríhjúkahellinn. Hann var eitthvað tæpur á línum en náði að síga alla leið niður. Síðan þegar hann klippti sig úr þá fór teyjan úr línunum og endinn danglaði nokkra metri fyrir ofan, úpps.

Þeir sem hafa komið þarna niður vita í botninum er risa stór grjóthrúga sem maður endar á. Hann reyndi að hækka hana um nokkra metra en það var ekki nóg. Það endaði með því að hann fór úr gönguskónum, batt þá saman, stóð á hrúgunni og henti þeim síðan utan um línuna til þyngja hana og þá náði hann í endann.

Önnur saga er af einum (man ekki hver það var) sem var að jumma sig upp úr hellinum og kápan utan af línunni fór í sundur. Eftir að hafa fallið nokkra metra þá stoppaði sá þegar kápan hafði krumpast nógu mikið fyrir neðan.

Endilega hafa varan á þegar farið er þarna niður.

Kv.
Halli