Re: svar: Stóri Bróðir

Home Umræður Umræður Almennt Stóri Bróðir Re: svar: Stóri Bróðir

#51646
2806763069
Meðlimur

Ef menn fara í að gera svona upplýsingarbæklinga eða skilti þá er eitt athygglisvert vandamál sem verður að fylgja. Ég veit ekki alveg hvernig á að skýra þetta í stuttu máli þannig að hér kemur enn ein langlokan. kannski einhver annar geti svo set þetta betur fram í væntanlegum upplýsingarpésa.

Mjög margir fjallamenn frá Evrópu nota svokallaða short-rope tækni til að ferðast í fjalllendi. Þessi tækni nota þeir þar sem að fjallaleiðsögumenn í Ölpunum nota hana til að auka öryggi viðskiptavina sinna.

Tækning fer í megin atriðum þannig fram að leiðsögumaðurinn festir sig við viðskiptavininn með línum þannig að á milli þeirra eru nokkrir metrar. Hann tekur svo mest af línunni í hönk og hefur aðeis stutt í kúnan og getur þannig stýrt honum í tæknilegum erfiðleikum. Þegar á þarf að halda getur leiðsögumaðurinn nýtt alla línuna til að klifra sjálfur óhindrað upp stutta erfiðleika og síðan tryggir hann kúna á eftir sér.

Þeir sem hafa snefil af skilningi á ferðamennsku á jöklum sjá strax að þessi aðferð er ekki tilþess fallinn að auka öryggi. Þvert á móti verða áhrifin sú að ef annar aðilinn fellur í sprungu nær hann miklum hraða áður en línan verður strekt milli hans og félagans. Það eru því góðar líkur á að félagin fylgi með niður í sprunguna.

Ef ég ætti að skrifa skáldsögu um örlög þjóðverjanna væri þetta sú atburðarrás sem ég teldi best til þess fallna að tveir menn hverfi með húð og hári um mitt sumar.

Íslendingar eru duglegri við að ganga í strektri línu á jöklunum. Ég hef hinsvegar oft á tilfinningunni að þeir hópar sem maður hittir á jöklinum séu ekki alveg með á nótunum um það hvernig ná á félaganum upp úr sprungu. Flestir gera einfaldlega ráð fyrir að hægt sé að toga menn upp með handafli (sem er vissulega hægt í vissum aðstæðum hafa maður nægan mannskap).

Annars verð ég að játa að ég er ekki fullkominn andstæðingur þess að hafa reglur um ferðamennsku á jöklum.
Þær reglur sem ég vill sjá snúa þó eingöngu að þeim sem þiggja greiðslu fyrir að lóðsa aðra um þessi svæði.
Það eru annsi mörg tilfellinn þar sem maður hefur séð til hópa á jöklinum þar sem „leiðsögumaðurinn“ hefur algerlega mist stjórn á hópnum (ég hef jafnvel mætt línulausum kúnum sem hafa gefist upp og eru að rölta niður einir og eftirlitslausir).
Auk þess sem maður hefur litla trú á að leiðsögumennirnir hafa yfir fullnægjandi kunnáttu í línuvinnu að ráð til að geta náð einhverjum upp.

Á hverju vori, þegar mestar líkur eru á að menn brjóti í gegnum snjóþekjuna og veður koma hvað hraðast inn, sér maður þetta. Og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys gerast.

Slíkar reglur yrðu ekki síst til að auka virðingu almennra fjallamanna fyrir þeim hættum sem eru á jöklum landsins og maður sæi færri tilfelli þar sem hann Jón Jónsson sem fór upp í fyrra og lærði 8-tu hnút og vistaði leiðina inn í GPS tækið sitt kemur með alla vini sína og „leiðir“ þá á toppinn.