Re: svar: Stóri Bróðir

Home Umræður Umræður Almennt Stóri Bróðir Re: svar: Stóri Bróðir

#51641
Sissi
Moderator

Úff, hrikalegt að það þarf einhver alltaf að koma með eitthvað af neðangreindu;

1) Hver á að borga?
2) Skyldutryggingar fyrir hálendið
3) Hræðilega dýrt svona útkall – borgarar greiða (NOT)
4) Banna hitt og þetta

Ég bjóst hinsvegar ekki við því að sjá einn af „okkar mönnum“ í SL koma með svona punkt. Það þykir mér miður, sem fjallamaður, meðlimur í SL og einn af hinum 5 flippuðu ásamt Ágústi um helgina.

Það sem mætti gera er að auka upplýsingaflæði, hafa einhverja bæklinga liggjandi frammi um ferðalög á hálendinu og klifur, rétt eins og ökubæklingana sem eru til fyrir túristana, koma upp einhverjum svona baukum og auka upplýsingagjöf.

Boð og bönn erum engum til góða.

Athyglisvert einnig að það er ekkert sérlega mikið af efni fyrir útlendinga um klifur á Íslandi á netinu, og enn minna af því sem finnst á praktísku nótunum, hvað ber að varast, hvenær er sísonið í gangi osfrv. Þetta er kannski eitthvað sem væri hægt að henda inn hérna á vefinn, smá pistli og greininni hans Halla Guðmunds t.d.?

Kveðja,
Sissi