Re: svar: snjóflóð og hættulegar mítur!

Home Umræður Umræður Almennt snjóflóð og hættulegar mítur! Re: svar: snjóflóð og hættulegar mítur!

#50963
2401754289
Meðlimur

Góð umræða og tímabært að tala meira um snjóinn! Það er rétt hjá Örlygi að farið er þokkalega vel í snjóflóðapælingar og viðbrögð í Vetrarfjallanámskeiðinu.
Fer líka yfir þetta efni á fjallaskíðanámskeiði íflm á morgun og laugardaginn þannig að það er ekki eins og ekkert sé pælt í þessu, sem er bara af hinu besta.

Held að enn sé verið að vinna í flóðinu fyrir norðan en svokallað „propegation“, eða leiðni í snjó, er líklegri kandídad en hávæði mundi maður halda!!! Vélsleði er þungt tæki og fullkominn snjóflóða-startari!
Svo féllu víst 4 flóð í Hlíðarfjalli helgina áður en enginn á svæðinu tjáði sig neitt um það svo ég viti til hérna á síðunni…

Ekki vera feimin/nn með upplýsingarnar