Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði

Home Umræður Umræður Almennt Skaftafellsþjóðgarður Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði

#49061
0309673729
Participant

Í fyrra voru gjaldeyristekjur Íslands af ferðamönnum 13,1% af heildar gjaldeyristekjunum. Hlutfallið fyrir stóriðjuna var 14,2% eða litlu meiri en af ferðamönnum.

Samgönguráðaneytið fer með ferðamálin. Þar er að því að ég best veit einn starfsmaður sem sinnir þeim málaflokki.

Iðnaðarráðaneytið fer með stóriðjuna. Það væri gaman að vita hversu margir starfsmenn þar sinna stóriðjunni? Ég hef grun um að þeir séu fleiri en einn.

Það er gaman að velta þessu fyrir sér. Getur verið að ferðaþjónustan beiti sér bara ekki nóg?

Mér finnst nærtækara að við veltum fyrir okkur hvort Ísalp eigi að reyna (með veikum mætti) að láta rödd sína heyrast í umhverfismálunum. Ef ég man rétt þá var imprað á því óformlega á stjórnarfundi fyrir nokkrum árum án þess að nein niðurstaða næðist. Nokkrir voru með og aðrir lögðust gegn því.(Þeir sem lögðust gegn því hafa lífsviðurværi sitt af virkjanagerð án þess að það skipti svo sem einhverju máli)

kveðja
Helgi Borg